Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 23.04.2014, Blaðsíða 8
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Beindu sterkum leysibendi að lögreglubifreið XXSterkum leysibendi var nýverið beint að lögreglu- bifreið í Keflavík. Lögreglumenn á Suðurnesjum voru við hefðbundið umferðareftirlit þegar þeir tóku eftir bifreið sem úr var beint grænum leysigeisla í allar áttir, þar á meðal að lögreglubifreiðinni. Bifreiðin var stöðvuð en fjórir menn sem í henni voru könnuðust ekki við að hafa verið við þessa hættulegu iðju. Það dugði þó skammt því á gólfi bifreiðarinnar fundu lög- reglumennirnir leysibendi. Lögregla ítrekar að athæfi af þessu tagi getur skapað mikla hættu, eins og dæmi eru um, sé leysigeislum beint að farartækjum í lofti eða á láði. Tveir handteknir með hvítt á nefinu XXTveir karlmenn voru nýverið staðnir að fíkniefna- neyslu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Voru þeir að neyta amfetamíns þegar lögreglumenn bar að og hentu fíkniefnunum frá sér. Þeir voru hand- teknir og færðir á lögreglustöð til að athuga hvort þeir væru með meiri efni í fórum sínum. Svo reyndist ekki vera. Báðir voru mennirnir með hvítt á nefinu og báru greinileg merki fíkniefnaneyslu. Þeir voru látnir lausir að loknum skýrslutökum. Gunnar Reynisson er alinn upp í Keflavík og bjó þar þangað til hann flutti út 2007 og hóf nám í mótorsportverkfræði. Hann lauk síðar einnig Msc gráðu í kappakstursvélahönnun. Hann býr í Oxford þar sem hann starfar sem mótorsportverkfræðingur. Auðvelt að segja nei við skrif- borðsstarfi Gunnar starfar hjá Aston Martin Racing, þar sem hann sér um öll kerfi í GT3 og GT4 bílum sem og að styðja kappaksturslið þegar þau keppa eða æfa. „Aston Martin Rac- ing er hluti af Prodrive sem flestir þekkja frá Subaru rallýdögunum snemma á síðasta áratug. Ég var að vinna hjá Cosworth í Cam- bridge í svipaðri stöðu, þurfti að gefa þá stöðu frá mér þegar ég flutti aftur til Oxford. Þá var ég búinn að vinna með Aston Martin Racing nokkrum sinnum. Þeir fréttu af því að ég væri að flytja nær þeim og báðu mig um að koma í viðtal. Önnur staða stóð mér til boða en það var ekki erfitt að segja nei við skrifborðsstarfi,“ segir Gunnar. Góður vinir smitaði hann af bílaáhuga Gunnar segist hafa ætlað að verða vísindamaður þegar hann yrði stór, eða það hafi verið réttasta orðið yfir það sem hann sá fyrir sér. Áhugi hans á bílum hafi síðan kviknað með góðum vini hans, Stefáni Erni Sölvasyni. „Bílaáhugi hans smit- aði mig þegar við vorum 16 ára. Alla tíð síðan hefur áhuginn drifið mann áfram í að starfa í bílatengdu starfi. Við héldum úti smá rekstri sem byrjaði þegar við vorum 18 ára og var bílatengdur. Hann er meira að segja að einhverjum hluta enn í gangi í dag.“ Erfiðast að vera lengi frá fjöl- skyldunni Gunnar segir gífurlegt álag vera í vinnunni þar sem hann heldur utan um öll stýrikerfi í bílnum og sinnir því að bæta og breyta mjög hratt. Þá þurfi að prófa allt og stað- festa áður en því sé hleypt í alla bílana. Framundan séu fleiri en 20 keppnir á árinu í Bandaríkjunum og Þýskalandi. „Þegar keppni er lokið þá þarf að greina mikið af gögnunum sem er safnað og halda utan um mikið af upplýsingum til að þróun bílanna geti haldið áfram sem og hámarks nýting á pörtum. Þegar 24 tímar eru til keppni þá er vinnudagurinn frá 6 á laugardags- morgni til 1 aðfaranótt mánudags,“ segir Gunnar. Erfiðast sé að vera lengi frá vinum og fjölskyldu en hann segist eiga frábæra og skiln- ingsríka kærustu, Hörpu Björk Eiríksdóttur. Sjálf er hún að klára sína menntun í ferðamálastjórnun og býr á sama stað. Engir dæmigerðir dagar Í starfi Gunnars eru engir dæmi- gerðir dagar. Þeir velta á því hvar hann er að hverju sinni og starfið er svo fjölbreytt að alltaf er eitthvað öðruvísi en áður. Á keppnisdegi er t.a.m. mætt í það minnsta þremur tímum fyrir einhvern akstur, venjulega hálf sjö um morguninn. Svo er farið yfir allt varðandi bílinn eða bílana, akstursplan í keppninni og athugað að öll kerfi og skynj- arar séu í lagi. Því næst eru vélin og gírkassinn hituð upp um hálftíma fyrir fyrsta akstur. Allar skynjara- upplýsingar eru athugaðar til að allt sé öruggt um að bíllinn sé í topp-ástandi áður en hann fer út. Á meðan bíllinn er úti í keppni þá er akstursplan uppfært því öll gul eða rauð flögg hafa áhrif á hversu lengi bíllinn getur haldið áfram áður en hann verður bensínlaus. „Því er mikilvægt að skipuleggja hvenær hann þarf að koma inn svo að hann sé ekki að óþörfu að keyra hægt. Oftar en ekki er betra að koma inn og fá bensín þegar er gult því maður nær samt að halda bílnum á sama hring og hinir en dettur inn aftar,“ lýsir Gunnar. Þegar keppnin er búin þarf svo að bíða eftir að skoðunarmenn gefi grænt á að bíll- inn hafi staðist skoðun og þá er hægt að ná í öll gögn og byrja að pakka saman. Skemmtilegt að hafa bein áhrif Launin segir Gunnar vera alveg ágæt og tækifærin séu hreinlega þau sem hann búi til sjálfur. „Það er ekkert gefins í mótorsporti og það eru bara þeir sem eru tilbúnir að vinna öllum stundum án þess að fá yfirvinnukaup sem komast eitthvað áfram. Skemmtilegast er að fá að komast á nýja staði, læra af þeim sem eru reyndari en maður sjálfur og hafa bein áhrif á það hvernig mótorsport kappaksturs- bíll er hannaður.“ Gunnar hefur hitt margan góðan ökumanninn en segist í raun aldrei hafa haft neinar fyrirmyndir í mótorsporti. „Líklega er sá frægasti ökumaðurinn Bruno Senna, en ég vann með honum tvisvar á síðasta ári þegar við kepptum í Brasilíu og Bandaríkj- unum í WEC mótaröðinni. Þökk sé honum þá unnum við keppnina í Bandaríkjunum.“ Minnisstæðasts í starfinu sé þegar Gunnar og félagar unnu ökumannstitilinn í British GT kappakstrinum á síðasta ári. „Það var búið að vera erfitt ár en hafðist á síðustu metrunum að ná í stigin sem þurfti,“ segir Gunnar. Við héldum úti smá rekstri sem byrjaði þegar við vorum 18 ára og var bílatengdur. Hann er meira að segja að ein- hverjum hluta enn í gangi í dag X■ Hannar kappakstursbíla í mótorsporti: Ætlaði að verða vísindamaður Skemmtilegast er að fá að komast á nýja staði, læra af þeim sem eru reyndari en maður sjálfur og hafa bein áhrif á það hvernig mótorsport kappakstursbíll er hannaður Rauði kross Íslands á Suðurnesjum Börn og umhverfi - námskeið (áður barnfóstrunámskeið) Haldið verður námskeið fyrir einstaklinga á aldrinum 12 - 15 ára (12 ára á árinu) og fer fram dagana 5. - 8. maí 2014 (ögur kvöld) frá kl. 18:00 - 21:00 alla dagana. Kennt verður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Farið er ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, ásamt kennslu í skyndihjálp. Námskeiðsgjald er kr. 6.000. Skráning og nánari upplýsingar í síma 420 4700 virka daga frá kl.13:00 - 16:30 eða með tölvupósti á sudredcross@sudredcross.is Innifalið námskeiðsgögn og hressing. Staðfestingarskírteini að námskeiði loknu. Gunnar (l.t.h.) í dæmigerðum vinnu- galla ásamt starfsfélögum sínum. Það gengur oft mikið á við kappaksturbrautina. Stund á milli stríða. Dæmigert sjónarhorn mótorsportverkfræðings í vinnunni?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.