Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 6
miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Það er svo sannarlega vor í lofti. Veðurguðirnir hafa brosað breitt síðustu daga og bæði sent okkur sólargeisla og hita þann- ig að þessi fyrsta vika sumars er eiginlega orðin betri en allt síðasta sumar. Það sést líka á mannlífinu að vorið er að koma. Fólk á öllum aldri að njóta útivistar langt fram eftir kvöldi, enda orðið bjart fram eftir öllu. Það var falleg stund á sumardaginn fyrsta þegar opnaður var minningalundur í Reykjanesbæ um ungt fólk sem fallið hefur frá í blóma lífsins. Minningalundurinn er í ungmenna- garðinum sem jafnframt var formlega opnaður þennan sama dag og er skemmtileg framkvæmd. Ungmennagarðurinn er skemmtilegt leiksvæði fyrir börn og ungmenni en ungmenn- aráð Reykjanesbæjar á allan heiður af uppbyggingunni. List án landamæra var með uppákomur á sumardaginn fyrsta og um nýliðna helgi. Þátttaka í viðburðum var framar vonum og vel mætt á sýningar. Þannig var t.a.m. húsfyllir á setningu hátíðarinnar þar sem Már Gunnarsson og Villi Naglbítur frumfluttu nýtt lag sem þeir sömdu saman. Það var mikil gleði hjá öllum sem komu að List án landamæra. Og talandi um vorið. Suðurnesjamenn tóku heldur betur vel við sér þegar efnt var til umhverfisátaks sl. föstudag og laugar- dag. Hundruð tonna af rusli söfnuðust á móttökustöðvar um öll Suðurnes. Langar bílaraðir voru í Helguvík bæði föstudag og laugardag þar sem fólk var með fulla bíla og kerrur af rusli sem fólk gat hent frá heimilum sér að kostnaðarlausu þessa tvo daga. Framkvæmdastjóri Kölku benti á það í samtali við Víkurfréttir að um helmingur af því rusli sem barst í um- hverfisátakinu sé rusl sem ekki þarf að greiða fyrir förgun á. Umhverfisátakinu ber að fagna og vonandi skilar það sér í vitund fólks að ruslið á að fara til eyðingar á viðeigandi mót- tökustöðvum en á ekki að henda út í náttúruna. Að endingu hvetjum við lesendur Víkurfrétta til að taka myndir af vorinu og merkja þær #vikurfrettir og deila þeim á Instagram. Vorið er komið -ritstjórnarbréf vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Hilmar Bragi Bárðarson skrifar SÍMI 421 0000 Mynd: Gísli Dúa//Texti: Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is Allt fasteignir á Suðurnes- jum – sími 426-8890 Allt fasteignir - fasteignasa- la í Grindavík YFIR 300 EIGNIR Á SUÐURNESJUM TIL SÖLU HJÁ OKKUR Skoðið heimasíðu okkar alltfasteignir.is Grindavík sími 426-8890 Dagbjartur Willardsson sölustjóri gsm 861 7507 // Þórir Sigfússon sölufull- trúi gsm 612 2266 // Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali gsm 898 1233. Sandgerðingurinn Halli Valli hefur komið sér vel fyrir í Danmörku en þaðan hefur hann haft umsjón með tónlistarhá- tíðinni Rockville undanfarin tvö ár. Halli hefur í raun verið með puttana í hátíðinni allar götur frá árinu 2005 þegar Rockville hóf göngu sína. Tónlistarveislan verður haldin um helgina 1.- 3. maí nk. en hátíðin fer að venju fram á Paddy's í Reykjanesbæ. Í fyrra fagnaði Paddy's 10 ára af- mæli sínu með pompi og prakt en staðurinn hefur stuðlað að því að veita ungu og efnilegu tónlistar- fólki af Suðurnesjum tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast. Að sögn Halla hefur það einnig verið markmið Rockville. Halli segir að erfiðlega hafi gengið að hafa uppi á ungum hljóm- sveitum frá Suðurnesjum þetta árið. „Ég er orðinn það gamall að maður þekkir ekki þá krakka sem eru að spila í bílskúrsböndum. Ég leitaðist mikið eftir því að finna slík bönd en það gekk erfiðlega,“ segir Halli. Þó eru heimamenn að stíga á stokk um helgina en þar er m.a. um að ræða böndin: Aesculus, Ælu, Mystery boy og G-Strengi frá Keflavík. Dagskráin er mjög vegleg að þessu sinni en ljóst er að Rockville hefur fest sig í sessi sem lítil og fremur náin hátíð tónlistaráhugafólks. Upprunalega var þó fyrirhugað að Rockville myndi vaxa og dafna og verða nokkuð stór í sniðum. „Við sáum fyrir okkur að þetta yrði al- vöru hátíð þar sem fólk gæti gist og svona. Ekki ósvipað og ATP hátíðin á Ásbrú. Við vildum gefa lókal böndunum möguleika. Það er ennþá markmiðið.“ Halli segir að einnig hafi verið ætlunin að draga jaðarbönd úr Reykjavík til Suður- nesja og reyna að sýna þeim menn- inguna á svæðinu. Það hefur loðað við hátíðina að ung og upprenn- andi bönd hafa fengið tækifæri. Síðar meir hafa þau mörg hver svo gert góða hluti bæði á íslenskum og erlendum markaði. Rokkið hófst í Rockville Nafnið á hátíðinni er fengið að láni frá grjótaþorpinu Rockville sem stóð á Miðnesheiði en á sínum tíma vildu skipuleggjendur hátíðarinnar að hætt yrði við að rífa þær bygg- ingar sem þar stóðu og þær yrðu jafnvel nýttar undir tónlistarþró- unarmiðstöð. Þorpið var jafnað við jörðu og á heiðinni eru eftir sorg- legar götur þorpsins og grunnar húsanna sem þar stóðu. Hljómar og fleiri góð bönd af Suðurnesjum hófu sinn tónlistarferil í Rockville. Þannig vildu aðstandendur há- tíðarinnar heiðra minningu staðar- ins og vöggu rokksins á Íslandi. Halli hefur verið söngvari hljóm- sveitarinnar Ælu en nú er allt útlit fyrir að plata með sveitinni sé að koma út. „Hún hefur verið tilbúin þannig séð síðan 2008. Við erum búnir að taka hana upp þrisvar og erum núna loks ánægðir,“ segir Halli og hlær en hann hefur einn- ig verið að grúska í tónlist í Dan- mörku þar sem hann er búsettur. Þar hefur hann m.a. verið að spila í afrísku bandi og kántrýhljómsveit. Halli Valli vonast eftir góðri stemn- ingu um helgina en hann býst við fólki á öllum aldri og hvaðanæfa af, enda dagskráin fjölbreytt eins og sjá má hér að neðan. Miðaverð á hátíðina er 3.500 fyrir helgarpassa sem gefur aðgang alla daga og veitir 500 kr. afslátt á Rokksafn Íslands í Hljómahöll. 1.500 krónur fyrir stakt kvöld. Dagskráin um helgina: Fimmtudagur 1. maí 21:00 - Aesculus 21:45 - Conflictions 22:30 - Icarus 23:15 - TBC 00:00 - In The Company Of Men Föstudagur 2. maí 21:00 - dj. flugvél og geimskip 21:45 - Caterpillarmen 22:30 - Aela (Æla) 23:15 - Lokbrá 00:00 - Skelkur í bringu 01:00 - 04:30 - G-Strengirnir Keflavík Laugardagur 3. maí 21:00 - Íkorni 21:45 - Johnny And The Rest 22:30 - Eyþór Ingi og Atómskáldin 23:15 - Markús and the Diversion Sessions 00:00 - Mystery Boy feat. Mixed Emotions 01:00 - 04:30 - Diskótekið Mixed Emotions - Tónlistarhátíðin Rockville haldin í tíunda sinn ROCKVILLE ER VAGGA ROKKSINS Rokkari! Halli nýtur lífsins í Danmörku.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.