Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 8
miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Samstarfsaðilar Aðalstyrktaraðili Vinnustaðakeppni Keppt er um: • Flesta þátttökudaga – vinnustaðakeppni • Flesta kílómetra – liðakeppni Skráning og nánari upplýsingar á hjoladivinnuna.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir: 7.-27. maí ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 6 81 84 0 4/ 14 Notum virkan ferðamáta! Hjólum •  Göngum •  Hlaupum •  Tökum strætó Taktu þátt í instagramleik #hjólaðívinnuna Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Kjörstjórn veitir framboðslistum móttöku þann dag frá kl. 10:00 til kl. 12:00 á hádegi á skrifstofu sveitarfélagsins, Sunnubraut 4. Kjörstjórn vill vekja sérstaka athygli á 22. gr. laga nr. 5/1998 en þar er kveðið á um fjölda meðmælenda með framboðslistum sem skulu vera að lágmarki 20 og hámarki 40 í Sveitarfélaginu Garði. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar 2014 ALMENNAR SVEITAR- STJÓRNARKOSNINGAR FARA FRAM 31. MAÍ 2014 Þrettán styrkjum var veitt úr um-hverfissjóði Fríhafnarinnar við hátíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar fyrir páska. Það var Þór- ólfur Árnason, stjórnarformaður Fríhafnarinnar, sem setti athöfn- ina og Ásta Dís Óladóttir, fram- kvæmdastjóri, afhenti styrkina. Þetta er annað árið sem styrkir eru veittir úr umhverfissjóðnum. Sjóður- inn var stofnaður í maí árið 2012 með það að markmiði að styrkja verkefni á sviði umhverfisverndar, með áherslu á nærsvæði starfsstöðva Fríhafnarinnar. Samþykkt var að 5 krónur af hverjum seldum plastpoka skyldu renna í sjóðinn. Alls nema þeir styrkir sem veittir voru í dag tveimur og hálfri milljón króna. Fjöl- margir sóttu um, en ákveðið var að veita 13 aðilum styrk í fjölbreytt upp- byggingar- og hreinsunarverkefni á mismunandi sviðum. Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr sjóðnum: Keflavíkursókn hlaut styrk til grænmetisræktunar. Verk- efnið Letigarðar í Keflavíkurkirkju er verkefni Keflavíkursóknar en kirkjan hlaut styrk til grænmetisræktunar. Gróðurkössum verður komið fyrir í lokuðum garði milli kirkju og safn- aðarheimilis og verður þar ræktað grænmeti sem nýtist við matseld í kirkjunni. Vikulega elda sjálfboða- liðar máltíð fyrir 150 messugesti auk annarra máltíða, m.a. fyrir eldri borgara á Suðurnesjum. Stefnt er að því að uppskeran verði nýtt í þessa matseld en um leið yrði hún hvatn- ing fyrir gesti kirkjunnar til þess að auka sjálfbærni í sínu heimilishaldi S.l. haust steig Keflavíkurkirkja stórt skref í þá átt að verða græn kirkja. Allt sorp frá kirkjunni er nú flokkað og er lífrænum úrgangi komið fyrir í safnhaugi í samstarfi við kirkju- garðana. Þekkingarsetur Suðurnesja, Rann- sóknasetur HÍ á Suðurnesjum og Náttúrustofa Suðvesturlands hafa undanfarið unnið að grunnrann- sóknum á fjörusvæðum á Reykja- nesskaganum og kortlagningu á vistfræði fjara á Suðvesturlandi. Þekkingarsetrið hlaut styrk til áfram- haldandi rannsókna á fjöruvistsvæði Reykjanesskagans. Leikskólinn Holt sem er umhverfis- vænn leikskóli hlaut styrk til áfram- halds verkefnis í umhverfismálum sem hann hefur unnið að í mörg ár. Verkefnið snýr að því að efla um- hverfisvitund hjá börnum á leikskól- anum. Margar leiðir eru farnar í þeim efnum en eitt af því er t.d gróður- setning trjáa, bæði innan og utan leikskólasvæðis. Keilir – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hlaut styrk sem lýtur að því að fá ungt fólk og listamenn (bæði innlenda og erlenda) til að búa og starfa á Ásbrú í skemmri tíma við listsköpun. Um leið eiga aðilarnir að vinna að útilistaverkum og umhverf- islist sem prýða eiga svæðið og brjóta upp það einhæfa útlit sem fjölbýlis- húsin á Ásbrú annars bjóða uppá. Skotdeild Keflavíkur hlaut styrk til umhverfisátaks og uppbyggingar á skotsvæði félagsins á Hafnarheiðinni. Verkefnið er til þess fallið að fegra svæðið og rækta landið. Myllubakkaskóli vinnur að uppbygg- ingu á útikennslusvæði við gamla Miðtúnsróló. Áætlað er að fara í jarðvegsskipti að hluta til á svæðinu, byggja upp litlar manir, tyrfa að hluta, setja upp eldstæði, drumba (sæti), skýli og leiktæki. Starfsmenn skól- ans, nemendur og foreldrar koma að vinnunni og hlaut skólinn styrk til verkefnisins. Ungmennafélagið Þróttur hlaut styrk til gróðursetningar trjáa og fegr- unar svæðis við knattspyrnuvöllinn í Vogum. Hinn glæsilegi knattspyrnu- völlur var vígður í ágúst 2012 og því mikilvægt að fegra umhverfi hans. Lionsklúbbur Grindavíkur hlaut styrk til gróðursetningar trjáplanta á svæði við Grindavík ásamt því að út- búa göngustíga og setja upp skilti og merkingar fyrir útivistafólk. Barna- og unglingaráð knattspyrnu- deildar Keflavíkur hlaut styrk til að fegra umhverfi keppnis- og æfinga- svæði barna og unglinga. Svæðið er staðsett við Reykjaneshöllina og ætla iðkendur og fjölskyldur þeirra að hjálpast að við að gróðursetja og snyrta umhverfið. Ungmennafélag Njarðvíkur (UMFN) hlaut styrk til gróðursetningu trjáa við keppnis- og æfingasvæði deildar- innar í Njarðvík. Markmið þessa verkefnis er að bæta og fegra aðstöðu svæðisins. Áhugahópurinn Heiðafélagið hlaut styrk til gróðursetningar trjáa á Mið- nesheiðinni í nágrenni flugstöðvar- innar. Heiðafélagið leggur til mót- framlag sem felst í gróðursetningu á trjánum ásamt því að útvega verkfæri og áburð. Blái herinn vinnur allan ársins hring að hreinsunarverkefnum ásamt því að fræða leikskólabörn um náttúruna og umhverfið, hann heldur fyrirlestra og hvetur fyrirtæki og sveitastjórnir til að tileinka sér bætt umhverfisvit- und. Blái herinn hlaut styrk til áfram- haldandi vinnu að þessum málum. Skógræktarfélag Grindavíkur leggur göngustíg að fallegum útsýnisstað sem sýnir miklar andstæður í nátt- úrunni þ.e. skóg, hraun, Bláa lónið og jarðvarmavirkjun, stígurinn verður fyrir ofan Selskóg við Þorbjörn og hlaut skógræktunarfélagið styrk til þessa verkefnis. Fríhöfnin óskar styrkþegum til ham- ingju með styrkina og þakkar þeim jafnframt fyrir þann dugnað og þá elju sem felst í allri þeirri vinnu sem þeir inna af hendi á sviði umhverf- isverndar og uppbyggingar, oft og tíðum í sjálfboðavinnu. Tvær og hálf milljón til umhverfismála – Þrettán aðilar fá styrki frá Fríhöfninni Kaupa tjald til að nota við hópslys Bæjarráð Grindavíkur hefur lagt til við bæjarstjórn að erindi Björgunarsveitar- innar Þorbjarnar um styrk til kaupa á við- bragðstjaldi til að nota við hópslysa- og al- mannavarnaratvik verði samþykkt. Jafnframt leggur bæjarráð til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014 að fjárhæð 1.767.000 kr. vegna málsins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.