Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 12
miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 -fréttir pósturu vf@vf.is Sex ungmenna minnst í nýjum minningalundi Á Sumardaginn fyrsta var minningalundur um ungt fólk vígður. Lundurinn er stað- settur í Ungmennagarði við 88 Húsið. Erla Guðmundsdóttir prestur sagði m.a. við vígsluna hve mikilvægt það væri að minnast þeirra sem ekki eru á meðal oss lengur og hve mikilvægt væri að taka á móti sumrinu með hlýju í hjarta. Hún sagðist þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari fallegu athöfn. Fjórir skátar frá skátafélaginu Heiðabúum stóðu heiðursvörð í lundinum með íslenska fána og settu hátíðlegan svip á athöfnina. Áður en formleg vígsla minninga- lundarins fór fram flutti dúettinn Heiður sálminn Kveðju eftir Bubba Morthens og kennarar Tónlista- skóla Reykjanesbæjar frumfluttu sálm eftir Indriða Jósafatsson sem hann samdi til miningar um 15 ára dreng sem lést í bílslysi. Ávörp fluttu Árni Sigfússon bæjarstjóri og Thelma Rún Matthíasdóttir frá Ungmennaráði. Sóley Þrastardóttir og Viðar Páll Traustason fulltrúar í Ungmennar- áði afhjúpuðu stein sem búið er að setja á myndir og nöfn þeirra sem minnst var. Íþrótta- og tómstundasvið Reykja- nesbæjar og Ungmennaráð vilja koma sérstökum þökkum til for- eldra sem samþykktu að útbúa plattana og láta þessa hugmynd verða að veruleika. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur athöfnina. For- eldrum þeirra sex ungmenna sem nú var minnst var boðið að vera viðstaddir og voru þeir jafnframt hvattir til að taka með sér nánustu aðstandendur og vini hinna látnu. Næsta minningarstund verður haldin í september. Ef foreldrar vilja minnast barna sinna sem voru á aldrinum 13 til 25 ára er þau létust og voru frá Reykjanesbæ og vilja taka þátt í þessu verkefni, þá er hægt að senda upplýsingar á netfangið it@rnb.is. Nánari upplýsingar um minninga- lundinn er einnig hægt að fá hjá Hafþóri B. Birgissyni í síma 898- 1394. Ungmennagarður formlega opnaður í Reykjanesbæ Ungmennagarður var form-lega opnaður við 88 húsið og Fjörheima á sumardaginn fyrsta. Garðurinn er afrakstur hug my nd av innu hjá Ung- mennaráði Reykjanesbæjar sem hvatti bæjaryfirvöld til að setja upp leiktæki og margs konar af- þreyingu fyrir ungmenni. Vel var tekið í þessar hugmyndir unga fólksins af Árna Sigfússyni bæjarstjóra og fjölmörgum hug- myndum og útfærslum velt upp á milli Ungmennaráðsins og full- trúum frá Reykjanesbæ. Hafist var handa á síðasta ári við að gera skjólgarð úr stórgrýti sem kom frá Helguvík og fyrsta leiktækið sem sett var upp var svokallaður ærslabelgur. Hann hefur notið gríðarlegra vinsælda og er nánast í stanslausri notkun frá morgni til kvölds. Síðan eru komin marg- vísleg leiktæki s.s. netboltasvæði, mini golfbrautir, aparóla, hjóla- stólaróla sem er sú fyrsta sinnar tegundar á landinu. Nýtt útisvið var sett upp og steinum raðað upp gegnt því sem notast sem áhorfendasvæði. Girðing var hækkuð við Njarðar- götu til að mynda enn betra skjóla í garðinum. Frá varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli (nú Ásbrú) voru fengnir nokkrir gamlir tré- ljósastaurar og gamalt gervigras úr Reykjaneshöll er víða notað í garðinum. Þannig hefur verið lögð áhersla á endurnýtingu og hag- kvæmni við lausnir. Annað dæmi um einfaldar og skemmtilegar lausnir er að mála litríka depla í malbikið sem fyrir var. Áfram verður haldið við uppbyggingu Ungmennagarðsins og stuðst við hugmyndir Ungmennaráðsins. Á næstu vikum verða t.d. settar upp stórar myndir af ungmennum frá Reykjanesbæ og margvíslegir leikir málaðir á malbikið. Í einum hluta garðsins hefur verið gerður sérstakur lundur en það var eitt af áhersluatriðum Ung- mennaráðs að minnast ungs fólks frá Reykjanesbæ sem var á aldr- inum 13-25 ára þegar það kvaddi þennan heim. Þessi minninga- lundur var sérstaklega vígður klukkustund áður en Ungmenna- garðurinn var formlega opnaður að viðstöddum foreldrum, ætt- ingjum og vinum hinna látnu ungmenna. Að þessu sinni voru sex minningaplattar afhjúpaðir, en næsta sambærileg athöfn mun fara fram í byrjun september. Íþrótta– og tómstundasvið og Ungmennaráð Reykjanesbæjar þakka öllum aðstoðuðu við að gera þennan draum um Ung- mennagarð að veruleika, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Plöttum með nöfnum og myndum ungmenna sem hafa fallið frá hefur verið komið fyrir á steini í minningalundinum. Minningasteinninn afhjúpaður. Ungmennagarðurinn í Reykjanesbæ.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.