Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 15. MAÍ 2014 • 19. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA KRISTÍN LEA Í VONARSTRÆTI KEFLVÍKINGURINN KRISTÍN LEA LEIKUR Í NÝRRI ÍSLENSKRI KVIK- MYND SEM VAKIÐ HEFUR ATHYGLI Heilnæmt „iðnaðarskolp“ eða hrakstraumarfrá orkuverum HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi eru nýtt til atvinnuskapandi verkefna hjá mörgum fyrirtækjum og hafa gefið af sér um 400 störf og fer fjölgandi. Fyrirtækin sem nýta þennan afgang eru samtals orðin jafn stór og HS Orka, eigandi orkuveranna, en með miklu fleiri starfsmenn. Þar ber hæst Bláa lónið sem er orðið eitt öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri HS Orku segir í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta að líklega hefði Bláa lónið ekki orðið til miðað við regluverkið sem er við lýði í dag því ekki fengist leyfi til að dæla jarð- hitavökva frá orkuverinu í Svartsengi út í náttúruna. Albert útskýrir í viðtalinu hvernig svokallaður Auð- lindagarður á Reykjanesi hefur þróast frá því orku- verið í Svartsengi var stofnsett. Þar er endurnýtingin á jarðhitavökva sem kemur út úr orkuverunum ein stærsta búbót eða bónus sem engir gátu séð fyrir þegar Hitaveita Suðurnesja var stofnuð. Mikil vinna hefur verið lögð í að formgera Auðlinda- garðinn á Reykjanesi á síðustu mánuðum. Sýnin er einföld; endurnýjanleg auðlind og sjálfbær vinnsla - samfélag án úrgangs – 100% grænn Auðlindagarður með jarðvarma í grunninn, þar sem ekkert fer til spillis og hrat frá einu fyrirtæki getur verið aðföng annars. Þverfaglegt samstarf og samhæfing ólíkra þátta til að hámarka árangur, nýtingu og virkni. Í vikulegum þætti Sjónvarps Víkurfrétta frá Suður- nesjum er einnig spjallað við Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku um breytingar á lögum um orku- mál og hvaða þýðingu þau höfðu. Hann tók við sem forstjóri fyrirtækisins um síðustu áramót. Ásgeir segir umræðuna um fyrirtækið oft hafa verið á villi- götum en mörg bæjarfélög á Suðurnesjum seldu hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja þegar ný lög um skiptingu fyrirtækisins í HS Veitur og HS Orku, tóku gildi. HS Orka á orkuverin í Svartsengi og á Reykjanesi en leigir landssvæðin af Grindavíkurbæ og ríkinu. Hann segir að íbúar á Suðurnesjum þurfi ekki að hafa áhyggjur af því þótt eigandi að um 2/3 hluta fyrirtækisins sé kanadískt orkufyrirtæki en 14 íslenskir lífeyrissjóðir eiga um þriðjung. Fyrrverandi eigendur hefðu ekki haft bolmagn og fjármagn sem til þurfti til eflingar þess inn í framtíðina. Þá segir hann HS Orku mjög meðvitaða um að auðlindin sé ekki ótakmörkuð og náttúran sé alltaf í öndvegi. Þátturinn er á ÍNN í kvöld kl. 21:30. Afgangs jarðhiti býr til um 400 störf MEIRIHLUTINN KOLFALLINN – samkvæmt könnun Fréttablaðsins Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykja-nesbæ er kolfallinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í gær. Flokkurinn fær 30,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, en fékk 52,8 prósent í kosning- unum árið 2010 og sjö bæjarfulltrúa. Samfylkingin tapar einnig talsverðu fylgi frá síð- ustu kosningum en 19,6% ætla að kjósa flokkinn núna. Það skilar Samfylkingunni tveimur bæjar- fulltrúum en fyrir fjórum árum fékk flokkurinn 28,4% atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Þetta gerir um þriðjungi minna fylgi. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar einnig um þriðjung. Flokkurinn fer úr 14% fylgi í 9,3% í könnunni. Flokkurinn heldur sínum eina bæjar- fulltrúa. Frjálst afl, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum er stærst nýrra framboða í Reykjanesbæ, samkvæmt könnuninni. Frjálst afl fær 18,6% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. Píratar fá 10,4% atkvæða samkvæmt könnuninni og einn mann kjörinn. Bein leið fær 9,8% atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Nánar má lesa um könnunina á vf.is. Heilnæmt iðnaðarskolp í Auðlindagarði einn stærsti atvinnuveitandinn á Suðurnesjum: Mikið hefur borið á því aðungmenni séu að stinga sér til sunds við bryggjur Suður- nesja að undanförnu. Reyndar tíðkast þetta víða um land en ástæðan ku vera áskorun á fa- cebook þar sem fólk er hvatt til þess að stökkva í sjóinn, ellegar þurfa að sæta refsingu í staðinn t.d. með því að borga áskoranda pítsu eða bjór. Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík hefur nokkrar áhyggjur af því að ung- mennin séu að stökkva án eftir- lits í sjóinn. Hann sendi heima- síðu bæjarsins línu þar sem hann brýnir fyrir ungu fólki að fara með gát. „Ég hef mestar áhyggjur af hætt- unni á því að börnin fái krampa. Ég reyni að brýna fyrir þeim að synda ekki á milli bryggja og vera ekki lengur í vatninu en þrjár mínútur í mesta lagi vegna hættu á ofkælingu. Ef þau fá krampa þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ég legg til að við öll, foreldrar og skólar, brýnum fyrir þeim að fara ekki langt frá bryggjum og alls ekki reyna að synda á milli þeirra og helst fara beint upp úr sjónum. Best væri að hafa einhverja áætlun um hvernig hægt er að fá hjálp ef eitthvað fer úrskeiðis,“ segir hafnarstjórinn. Ungmenni stökkva í sjóinn vegna áskorunar á Facebook Getur verið hættu- legt að stökkva af bryggjum Mynd úr safni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.