Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 Magnús Stefánsson, bæjar-stjóri í Garði, hefur sent erindi til Póst- og fjarskipta- stofnunar þar sem fyrirhugaðri lokun póstafgreiðslu Íslandspósts í Garðinum er harðlega mótmælt. Í bréfi bæjarstjóra kemur fram bókun bæjarráðs þar sem bæjar- ráð Garðs mótmælir harðlega áformum Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Garði. Þá kemur fram í bréfi bæjarstjóra að vakin er athygli á því að Íslandspóstur hefur á engan hátt verið í sambandi við bæjarstjóra né bæjarstjórn um þau áform að loka póstafgreiðslunni í Garði, né að kynntar hafi verið hugmyndir um það hvernig fyrir- tækið hyggst veita íbúum í sveitar- félaginu þjónustu ef til þess kemur að fyrirtækið lokar afgreiðslunni. Bæjarstjóri mótmælir þessum vinnubrögðum fyrir hönd bæjar- stjórnar, ekki síst framkomu Ís- landspósts. Um er að ræða ríkis- fyrirtæki sem starfar að hluta í skjóli einkaréttar og ætti í nútím- anum ekki að ástunda þau vinnu- brögð sem raun ber vitni. Bæjar- stjóri hvetur Póst- og fjarskipta- stofnun til þess að koma þessum umkvörtunum um vinnubrögð og framkomu Íslandspósts á framfæri við fyrirtækið við frekari vinnslu málsins. Þá kemur fram í bréfi bæjarstjóra að hvað varði möguleika fyrir íbúa Garðs að sækja póstþjónustu annað, þá munu íbúar í sveitar- félagi sem telur um 1.400 íbúa ekki sætta sig við það að þurfa að sækja póstþjónustu í önnur byggðarlög. -fréttir pósturu vf@vf.is Mikla brunalykt lagði frá íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og var hún kvödd á vettvang, ásamt slökkviliði Brunavarna Suður- nesja. Lögreglumenn skrúfuðu upp opnanlegt fag á eldhúsglugga og fóru inn. Lagði reyk frá potti á elda- vél. Húsráðandi hafði verið að sjóða slátur, en brugðið sér af bæ án þess að slökkva áður undir honum. Slökkviliðið reykræsti húsnæðið og urðu engar skemmdir af völdum slátursuðunnar. Sláturpotturinn sem allt snerist um. Lögreglan og slökkvilið í soðið slátur Sætta sig ekki við það að þurfa að sækja póstþjónustu annað 822-3577 · 699-5571 · 421-5571 GARÐAÚÐUN Úðum gegn: Roðamaur, kóngulóm og fl. – að fjölskyldu- og félagsmálum Fjölskyldan – hornsteinn samfélagsins Við leggjum áherslu á að ef við byrjum snemma að vernda börnin og veita þeim bestu aðstæður til náms og þroska, þá er það besta veganesti sem við getum veitt þeim. • Hærri umönnunargreiðslur • Ókeypis uppeldisnámskeið • Snemmtæk íhlutun í leikskólum • Betri menntun • Betri þjónustu við eldri borgara • Betri heilsugæslu • Fatlaðir fái þá þjónustu sem þeir þurfa við hæfi hvers og eins og við höldum áfram að efla úrræði í búsetumálum • Eldri borgarar njóti góðrar þjónustu og eigi áhyggjulaust ævikvöld Komum að rekstri Heilbrigðisstofnunar Við viljum hækka þjónustustig heilsugæslunnar þannig að bið eftir sjálfsagðri þjónustu verði styttri og í samræmi við það sem best gerist á höfuðborgarsvæðinu. Að okkar mati verður þetta einungis gert með því að Reykjanesbær komi að gerð framtíðarsýnar og markmiðasetningu fyrir stofnunina. Sjálfboðaliðar í velferðarmálum Ráðum verkefnastjóra sem hafi yfirsýn yfir það sem unnt er að gera í sjálfboðastarfi í Reykjanesbæ á sviði umhverfis-, félags- og velferðarmála. Fjölskyldusetur opnað Fjölskyldusetrið er samhent aðgerð samfélagsins í Reykjanesbæ til að fagaðilar nái til allra foreldra og barna með jákvæðri fræðslu og aðstoð, allt frá fæðingu barns fram á fullorðinsár. Lausnir í húsnæðismálum Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að leyst verði úr húsnæðisvanda margra íbúa í kjölfar efnahagskreppunnar. Rætt verði við aðila sem búi yfir lausu húsnæði, s.s. Íbúðalánasjóð og banka og leitað nýrra lausna strax á þessu sumri. Dagar fjölmenningar Við fögnum fjölbreytileikanum í samfélaginu um leið og við tökum vel á móti gestum okkar og þeim sem vilja búa í okkar samfélagi. Styðjum þá sem minna mega sín Reykjanesbær hefur á undanförnum árum verið í forystu nýrra leiða til að styðja einstaklinga sem búa við skerta möguleika í lífinu m.a. vegna líkamlegra, andlegra eða efnahagslegra hafta. xdreykjanes.is Vinnum áfram Vinnum áfram Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ Á kosningamiðstöð okkar að Hafnagötu 90 bjóðum við uppá súpu í hádeginu á virkum dögum, við grillum pylsur á milli kl. 14 og 16 á laugardögum og bökum saman vöfflur alla sunnudaga frá 14 til 16. Síminn hjá kosningastjóra er 848-2424. Líttu við! Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga óskar eftir samstarfi við fjölskyldur sem eru reiðubúnar að taka reglubundið börn til dvalar á heimili sínu. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu eina til tvær helgar í mánuði. Helstu verkefni og ábyrgð Helstu verkefni stuðningsfjölskyldna eru að taka reglubundið á móti barni í dvöl og að leyfa barni að taka þátt í daglegu fjölskyldu lífi. Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barnanna, veita börnunum tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagsle- gum tengslum. Reynslan hefur sýnt að stuðningsfjölskyldurnar vinna öflugt forvarnarstarf til að tryggja og viðhalda festu og öryggi í lífi þeirra barna sem til þeirra koma. Hæfniskröfur · Góðir samskiptahæfileikar · Sjálfstæði í vinnubrögðum · Áhugi og reynsla af vinnu með börnum · Hreint sakarvottorð Frekari upplýsingar um starfið Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur og er mikil áhersla lögð á trúnað í starfi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Björk Guðbjörnsdóttir í síma 420-7555 eða með því að senda fyrirspurn á thelma@sandgerdi.is Viltu gerast stuðningsfjölskylda? ■■ iPadvæðing á unglingastigi í grunnskólum Reykjanesbæjar: Kostnaður heimila minnkar Reykjanesbær er að iPadvæða kennslu á öllu unglingastigi í skólum bæjarins. Það er gert í þremur þrepum. Einn árgangur í hverjum skóla hefur þegar fengið iPad til notkunar í námi sínu. Þá eru tveir af hverjum þremur grunnskólakennurum í bæjarfélaginu komnir með Ipad. Að sögn Haraldar Axels Einars- sonar, aðstoðarskólastjóra í Heiðar- skóla, minnkar kostnaður heim- ilanna mikið við Ipadvæðinguna. Þannig fer kostnaður heimilanna á hvern nemanda við upphaf annar úr 8-10 þúsund krónum niður í núll. Nemendur gætu reyndar hugsanlega þurft að endurnýja gúmmí framan á pennum sem not- aðir eru þegar skrifað er á Ipadinn. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar segir að þar sem allir fái afhenta iPadana til per- sónulegrar notkunar, jafni það fé- lagslega stöðu nemenda. Með þessu hafa allir nemendur jöfn tækifæri til að kynna sér og nota hina nýju tækni, ekki bara þau börn sem koma frá efnameiri heimilunum. Það nýti mannauðinn betur og auki hamingju barnanna. Gylfi Jón segir mikilvægt að nem- endur tileinki sér strax þá mögu- leika sem felast í nýrri tækni, það sé hlutverk grunnskólans að laða fram það besta sem býr í hverjum og einum og búa undir fullorðins- árin. Það geti grunnskólinn ekki nema að starf hans taki mið af því samfélagi sem skólinn starfi í. Nauðsynlegt sé að skólamenn fylgist vel með tækniframförum og setji þær jafnóðum inn í skólana sem eðlilegan hluta skólastarfs. Tveir af hverjum þremur grunn- skólakennurum í Reykjanesbæ eru nú komnir með Ipad sem þeir nýta við störf sín. Gylfi Jón Gylfa- son, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að stefnt sé að því að á næstu tveimur árum verði allir kennarar bæjarins komnir með slík tæki í hendurnar. Aðbúnaður nemenda og kennara verður að vera góður og tryggja þarf að skólinn fylgist vel með til að geta skilað hlutverki sínu og undirbúið nemendur undir þátttöku í flóknu samfélagi sem tekur örum breytingum. Nauðsyn- leg forsenda þess er að kappkosta að vinnumhverfi kennara sé gott, þeir geti fylgst vel með nýjungum og noti nýjustu tækni í kennslu. Nemendur 8. bekkjar í Akurskóla með iPad. VF-mynd: Hilmar Bragi Landsnet sækir um fram- kvæmdaleyfi fyrir Suður- nesjalínu 2 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitar- félaganna Grindavíkur, Hafn- arfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. Stefnt er að því að fram- kvæmdir hefjist um mitt þetta ár og þeim ljúki í árslok 2015, fyrir utan frágangsvinnu sem verði lokið um mitt ár 2016. Orkustofnun hefur veitt Lands- neti leyfi til að reisa og reka flutningsvirkið Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta (kV) háspennu- línu frá Hamranesi í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svarts- engis. Telur Landsnet nauðsyn- legt að hefja framkvæmdina sem fyrst þar sem þörfin á Suðurnes- jalínu 2 sé aðkallandi og er óskað eftir því að sveitarfélögin fjögur veiti umbeðið framkvæmdaleyfi, í samræmi við gildandi aðal- skipulag, við fyrsta tækifæri. Frá stuttmyndakynningu á samskiptadegi í Heiðarskóla í vikunni. VF-mynd: pket

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.