Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 Ágætu kjósendur í Garði! Ég er fædd og uppalin í Garðinum og hér á ég mínar rætur. Uppvaxin börn mín og barnabörn búa í Garðinum og vil ég leggja mitt af mörkum til þess að þau og aðrir njóti tilveru sinnar hér. Orð eru til alls fyrst og orðum fylgir ábyrgð. Ég vil að athafnir fylgi orðum bæjarstjórnar og mun leggja áherslu á þau vinnubrögð næsta kjörtímabil. Síðustu fjögur ár hef ég starfað með N-listanum og hefur mér líkað vel þau heiðarlegu vinnubrögð sem þar eru viðhöfð. Á kjörtímabilinu hef ég setið í ýmsum nefndum bæjarins bæði sem aðal- og eða varamaður. Ég gef kost á mér í þriðja sæti N-lista, lista nýrra tíma með það markmið að sjá Garðinn blómstra sem líf- legan fjölskyldubæ. Ég vil að bæjaryfirvöld leggi áherslu á að friður ríki um skólastarfið. Allir starfsmenn Sveitarfélagsins Garðs, eiga að vera góðar fyrirmyndir og líti á sig sem slíkar. Sama krafa er gerð til þeirra sem vinna sem þjálfarar og leiðtogar í íþrótta-, félags- og menningarstarfsemi á vegum bæjarins. Það þarf að lyfta grettistaki í félagsmálum bæjarbúa. Stór þáttur í því átaki væri að koma upp samkomustað eða félagsheimili sem bæjarbúar gætu verið stoltir af. Samkomuhúsið sem þjónað hefur íbúum síðan 1910 þarfnast gagngerðra endurbóta svo sómi verði að. Ég tel að vinna þurfi að úrbótum í þessum málum svo blása megi nýju lífi í gamlar glæður og efla og bæta fé- lagslífið í okkar annars ágæta bæjarfélagi. Mér finnst mjög brýnt að komið verði á hvatastyrk vegna tómstundaþátttöku barna og unglinga. Auka þarf fjölbreytni í tómstundavali þar sem börnin okkar hafa mismunandi áhugamál og öll eiga þau að fá að njóta sín á því sviði sem áhugi þeirra liggur. Það er bæjaryfirvalda að koma til móts við þennan hóp. Það kom mér ekki á óvart að 600 manns skrifuðu nafn sitt við spurninguna „Styður þú persónukjör í Garðinum?“ Ég vil að hlustað sé á raddir bæjarbúa hér í samfélaginu og að íbúalýðræði verði virkt, t.d. með rafrænum kosningum um hin ýmsu málefni og framkvæmdir. N-listi leggur áherslu á að sveitarfélagið verði tilraunasveitarfélag í persónukjöri kosningaárið 2018. Setjum X við N og njótum alls þess er Garðurinn hefur upp á að bjóða og gerum enn betur saman. Álfhildur Sigurjónsdóttir frambjóðandi í 3. sæti fyrir N-lista, lista nýrra tíma -fréttir pósturu vf@vf.is -aðsent pósturu vf@vf.is Á bæjarstjórnarfundi í Sveitar-félaginu Garði á miðvikudag í síðustu viku gerðist sá merki atburður, í fyrsta skipti í Garð- inum, að fulltrúar í ungmennar- áði sátu bæjarstjórnarfund. Formaður ungmennaráðsins, María Ósk Guðmundsdóttir, bar fram til- lögu, sem bæjarstjórn samþykkti og vísaði til bæjarráðs og skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar. María Ósk Guðmundsdóttir er því fyrsti fulltrúi ungmennaráðs Garðs til að stíga í ræðustól bæjarstjórnar. Halldór Gísli Ólafsson fór einnig í ræðustól og sagði frá ungmennaráð- stefnu UMFÍ, sem hann og María sóttu á Ísafjörð, og lesa má um í fyrri fréttum á heimasíðu Garðs. Á þeirri ráðstefnu samþykktu ungmennin ályktanir til bæjarstjórna og alþingis- manna, sem Halldór las upp fyrir bæjarstjórn og afhenti, en á ráðstefn- unni voru um 70 ungmenni frá ung- mennaráðum bæjarfélaga, hringinn í kringum landið. Í erindisbréfi ungmennaráðs segir að ráðið skuli minnst sitja einn fund á ári með bæjarstjóra, einn fund með æskulýðsnefnd og einn fund með bæjarstjórn. Ráðið tók til starfa sl. haust og hélt sinn fyrsta fund þann 17. desember 2013. Ráðið hefur síðan fundað með æskulýðsnefnd í janúar á þessu ári og nú með bæjarstjórn. Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með að ungmennaráð sé tekið til starfa í Garðinum og vonast eftir að slíkt starf eigi eftir að gera Garðinn að betri bæ til að búa í, segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Garðs. Ungmennaráð á bæjar- stjórnarfundi í Garði Samstarf milli Flugakademíu Keilis og Flugskóla Akureyrar Flugakademía Keilis og Flugskóli Akureyrar undirrituðu þann 7. maí sameiginlega viljayfirlýsingu um samstarf með það að markmiði að auka gæði og fjölbreytileika námsframboðs, sem og efla þjónustu við viðskiptavini skólanna. Í viljayfirlýsingunni kemur fyrir að Flugakademía Keilis og Flugskóli Akureyrar lýsa yfir vilja til aukins samstarfs á fjölmörgum sviðum, þar á meðal gagnkvæma kynningu á námsframboði skólanna, sér í lagi sem snýr að möguleikum til atvinnuflugmannsnáms hjá Flug- akademíu Keilis, samnýtingu og sameiginlega þróun á kennsluefni, þróun á nýju námsframboði, o.fl. Starfsfólk og kennarar Flugaka- demíu Keilis fagna þessari vilja- yfirlýsingu og líta björtum augum á framtíðarsamstarf við Flugskóla Akureyrar. Samstarfið verður formlega kynnt síðar og mun þá verða greint betur frá helstu sam- starfsliðum. Tveir nemendur við Tónlistar-skóla Reykjanesbæjar halda burtfarartónleika sína á næstu dögum. Laugardaginn 17. maí kl.16.00 mun Arnar Freyr Vals- son, nemandi í klassískum gítar- leik, halda burtfarartónleika í Bergi, hinum nýja og glæsilega tónleikasal í Hljómahöll. Arnar Freyr hóf nám í klassískum gítar- leik við Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar árið 2001, auk þess sem hann stundaði nám í rafgítarleik um árabil samhliða klassíska gítarnum. Arnar Freyr hefur á námstímanum við skólann, sótt námskeið og mastersklassa, m.a. New York Guitar Seminar. Arnar Freyr hefur verið rafgítarleikari Léttsveitarinnar undanfarin ár og leikið með eldri Gítarsveit Tón- listarskóla Reykjanesbæjar, auk þess að koma fram við ýmiss tæki- færi á vegum skólans sem ein- leikari á klassískan gítar. Kennari Arnars Freys á klassískan gítar, hefur frá upphafi verið Þorvaldur Már Guðmundsson. Birta Rós Arnórsdóttir, söngnem- andi, mun halda burtfarartónleika, sömuleiðis í Bergi, miðvikudaginn 21. maí kl. 20.00. Birta Rós hóf söngnám við Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar árið 2008 undir hand- leiðslu Dagnýjar Þ. Jónsdóttur, sem hefur verið kennari hennar síðan. Þar áður stundaði hún píanónám við Tónlistarskólann í Garði. Birta Rós syngur með Kór Söngdeildar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar auk þess sem hún hefur oft komið fram sem einsöngvari á vegum skólans við hin ýmsu tækifæri. Birta Rós er félagi í Kvennakór Suðurnesja og hefur komið fram sem einsöngvari með kórnum. Birta Rós Arnórsdóttir heldur burt- farartónleika miðvikudaginn 21. maí. VF-mynd: Hilmar Bragi Friðrik Ólafsson, yfir- maður bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Keilis og Kristján Kristjánsson framkvæmdastóri Flug- skóla Akureyrar undir- rituðu samninginn í flug- skýli Flugskóla Akureyrar. ■■ Álfhildur Sigurjónsdóttir skrifar: Orðum fylgir ábyrgð Arnar og Birta með burtfarar- tónleika Sex með þungan bensínfót Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Allir voru þeir á ferð á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 130 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af tveimur bifreiðum sem ekki höfðu verið færðar tímanlega til endurskoðunar. Opin áskorun – til allra framboða í Reykjanesbæ Bindindissamtökin IOGT á Íslandi skora á framboðin í Reykjanesbæ að bjóða ekki upp á áfengi eða önnur vímu- efni á framboðsskrifstofum sínum eða viðburðum á þeirra vegum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.