Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. maí 2014 17 Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN og vf.is -aðsent pósturu vf@vf.is Eftirtaldir framboðslistar eru í kjöri í Sandgerðsbæ vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 31. maí 2014 Kjörstjörn Sandgerðisbæjar B - listi Framsóknarfélag Sandgerðis og óháðir 1. Guðmundur Skúlason 2. Daði Bergþórsson 3. Valgerður Guðbjörnsdóttir 4. Jóna María Viktorsdóttir 5. Eyjólfur Ólafsson 6. Berglind Mjöll Tómasdóttir 7. Hjörtur Fjeldsted 8. Guðrún Pétursdóttir 9. Þorgeir Karl Gunnarsson 10. Agnieszka Woskresinska 11. Bjarki Dagsson 12. Gréta Ágústsdóttir 13. Jón Sigurðsson 14. Unnur Sveindís Óskarsdóttir D - listi Sjálfstæðismenn og óháðir 1. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir 2. Tyrfingur Andrésson 3. Elín Björg Gissurardóttir 4. Gísli Þór Þórhallsson 5. Ólafur Oddgeir Einarsson 6. Gyða Björk Guðjónsdóttir 7. Margrét Bjarnadóttir 8. Björn Ingvar Björnsson 9. Ingibjörg Oddný Karlsdóttir 10. Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir 11. Linda Björk Ársælsdóttir 12. Sigurpáll Árnason 13. Sveinbjörg Eydís Eiríksdóttir 14. Þórunn Björk Tryggvadóttir H - listi Listi Fólksins 1. Magnús Sigfús Magnússon 2. Helga Björk Stefánsdóttir 3. Svavar Grétarsson 4. Jóna Kristín Sigurjónsdóttir 5. Haukur Andrésson 6. Andrea Dögg Færseth 7. Kjartan Dagsson 8. Andrea Bára Andrésdóttir 9. Ingi Björn Sigurðsson 10. Jóna Júlíusdóttir 11. Ásta Laufey Sigurjónsdóttir 12. Björgvin Guðmundsson 13. Rafn Magnússon 14. Ottó Þormar S - listi Samfylkingin og óháðir borgarar 1. Ólafur Þór Ólafsson 2. Sigursveinn Bjarni Jónsson 3. Fríða Stefánsdóttir 4. Andri Þór Ólafsson 5. Kristinn Halldórsson 6. Sæunn Guðrún Guðjónsdóttir 7. Rakel Ósk Eckard 8. Lúðvík Júlíusson 9. Thelma Guðlaug Arnarsdóttir 10. Rakel Rós Ævarsdóttir 11. Sævar Sigurðsson 12. Sif Karlsdóttir 13. Jónas Ingason 14. Helga Karlsdóttir Það er ágætt að fara með bætta stöðu heimila og fyr ir- tækja inn í sumarið og skoða 20 jákvæð atriði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur komið í verk. Ríkisstjórnin lagði upp með það að lækka álögur á heimilin og atvinnulífið í landinu. Það hefur tekist og ríkisstjórnin hefur beygt inn á þá leið sem lofað var og sýnt á spilin en mörg tromp eru enn á hendinni sem spilað verður út á kjörtímabilinu. Ríkisstjórnin skilaði fyrstu halla- lausum fjárlögum í 4 ár sem eru afar mikilvæg skilaboð um bætta fjárhagsstjórn í landinu. Á næstu árum skapast svigrúm til að greiða niður 400 ma gat á fjárlögum síð- ustu ára og lækka skuldir ríkisins. Það mun takast ef við höldum áfram á sömu braut og komum stóru tækifærunum í atvinnulífinu í gang. Lækkun skatta á einstaklinga um 5.000 milljónir þótti mörgum ekki mikil lækkun, en í því ljósi að fyrr- verandi ríkisstjórn ætlaði áfram að hækka skatta voru skilaboðin skýr og áfram verður haldið með skattalækkanir á einstaklinga og fyrirtæki. Ósanngjarn auðlegðarskattur sem fyrst og fremst lagðist á eldra fólk verður ekki framlengdur og fyrsta skrefið í lækkun Tryggingagjalds um 1.000 milljónir er vísbending um að á kjörtímabilinu verði það lækkað um 4.000 milljónir. Þá stóð ríkisstjórnin fyrir lækkun veiði- gjalda en í ár eru veiðigjöld áætluð 8.000 milljónir en fyrri ríkisstjórn hafði áætlað 18.000 milljónir í veiðigjöld á árinu 2014. Þetta gera lækkun skatta um 25.000 milljónir. Þá eru ótaldar gjaldskrárlækkanir tengdar kjarasamningum sem eru að koma frá þinginu og lög verða samþykkt á Alþingi fyrir þinglok sem tryggja 150.000 milljóna króna lækkun á skuldum heimilanna með blandaðri leið sparnaðar og niður- færslu höfuðstóls. Einu aðilarnir sem skattar hafa verið hækkaðir á eru slitastjórnir föllnu bankanna og fjármálafyrir- tæki og greiða þau 20.000 milljónir á ári og verða þeir fjármunir nýttir til að lækka skuldir heimilanna eins og fram hefur komið. Hefur ein- hver á móti því? Dregið var úr skerðingum bóta ellilífeyrisþega og öryrkja og frí- tekjumark hækkað úr 490.000 á ári í um 1.100.000 og nú geta bótaþegar unnið sér inn aukalega 109.000 kr. á mánuði án þess að skerða bætur. Kostnaður vegna þessa nemur 8.000 milljónum á ár- inu 2014 auk þess sem 10.000 millj- ónir voru settar í heilbrigðiskerfið og við ætlum ekki að staðnæmast þar. Endurreisn heilbrigðisþjón- ustunnar á landsbyggðinni og bætt aðstaða Landspítalans eru næstu verkefni. Það eru jákvæð teikn á lofti, hag- vöxtur er 3,3%, aukin áhugi er- lendra fjárfesta á landinu, það er eftirspurn eftir nýju íbúðarhús- næði og fleiri flytja til landsins en frá því. Endurskoðun virðisauka- skattsins er hafin þar sem ein- földun er höfð að leiðarljósi, bætt innheimta og fækka undanþágum. Við ætlum að halda áfram á leið lægri skatta, aukins kaupmáttar og velmegunar í samfélaginu. Bæta heilbrigðiskerfið, skólana og ein- falda umgjörðina og regluverkið um atvinnulífið. Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks er á réttri leið. Ásmundur Friðriksson alþingismaður. – 20 atriði um lægri skatta og velferð ■■ Ásmundur Friðriksson alþingismaður skrifar: Skilaboð ríkisstjórnarinnar eru góð fyrir heimili og fyrirtækin Ólafur Þór leiðir S-listann í Sandgerði ■uS-listi Samfylkingarinnar og óháðra borgara í Sandgerði kynnti framboðslista sinn 1. maí. Listinn sem verður boðinn fram í bæjar- stjórnarkosningunum 31. maí 2014 er þannig skipaður: 1. Ólafur Þór Ólafsson 2. Sigursveinn Bjarni Jónsson 3. Fríða Stefánsdóttir 4. Andri Þór Ólafsson 5. Kristinn Halldórsson 6. Sæunn Guðrún Guðjónsdóttir 7. Rakel Ósk Eckard 8. Lúðvík Júlíusson 9. Thelma Guðlaug Arnarsdóttir 10. Rakel Rós Ævarsdóttir 11. Sævar Sigurðsson 12. Sif Karlsdóttir 13. Jónas Ingason 14. Helga Karlsdóttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.