Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 22
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR22 -íþróttir pósturu eythor@vf.is Keflvíkingar náðu að tylla sér á topp Pepsi-deildar karla í knatt-spyrnu með góðum 2-0 sigri gegn Breiðablik á Nettóvellinum á mánudag. Það var Elías Már Ómarsson sem skoraði bæði mörk Kefl- víkinga í leiknum en með smá heppni hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Keflvíkingar voru betri á öllum sviðum og hafa eftir leik- inn níu stig eftir þrjá leiki, fullt hús takk fyrir. Næsti leikur liðsins er svo gegn KR sunnudaginn 18. maí á Nettóvellinum. Er Elías næstur í röðinni? Keflvíkingurinn Elías Már Ómars- son hefur nú skorað fjögur mörk í efstu deild en þau hafa öll komið gegn Breiðablik. Hann skoraði í báðum leikjum liðanna í fyrra og bætti tveimur í safnið gegn landsliðsmarkmanninum Gunn- leifi Gunnleifssyni og félögum í leiknum á mánudag. Elías þykir eiga framtíðina fyrir sér. Hann er enn einn efnilegi framherjinn sem Bítlabærinn elur af sér. Í hópi fram- herja sem hafa fengið tækifæri með Keflvíkingum í efstu deild ungir að árum, eru t.d: Haukur Ingi Guðna- son, Guðmundur Steinarsson, Þórarinn Kristjánsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson og Hörður Sveinsson. Þessir kappar eru tölu- vert eldri en Elías og langt er síðan álíka efnilegur sóknarmaður og Elías hefur komið fram á sjónar- sviðið hjá Keflvíkingum. Ef til vill mikil pressa að setja á ungar herðar Elíasar en sjálfur finnur hann ekki fyrir álaginu. „Mér finnst engin pressa á mér. Ég spila bara minn leik hverju sinni og geri mitt besta fyrir félagið mitt. Ég bjóst við því að spila aðeins meira með meistaraflokknum í ár. Mark- mið mitt var að fá fleiri mínútur og ég ætla að reyna að skora fleiri mörk en þessi tvö. Við Keflvíkingar stefnum saman á að ýta okkur frá botnbaráttunni,“ segir hinn 19 ára gamli sóknarmaður. Elías hefur verið duglegur að æfa aukalega í vetur ásamt Theodóri Guðna liðs- félaga sínum sem einnig hefur verið nefndur meðal efnilegra framherja hjá félaginu „Við höfum verið dug- legir að lyfta og æfa aukalega,“ segir Elías sem er metnaðarfullur þegar kemur að fótboltanum, en hann tók sér frí frá skólanum þessa önn og æfði af krafti. Hann hefur verið í hópnum hjá U-19 landsliði Ís- lands og eins og svo marga unga knattspyrnumenn dreymir hann um að leika sem atvinnumaður. Í vetur æfði hann nánast sem slíkur en hann segist sjálfur hafa styrkst mikið og formið hafi aldrei verið betra. „Ég er í betra formi og hef meira sjálfstraust. Þetta er allt að koma,“ segir Elías af yfirvegun en andlegi þátturinn hefur líka styrkst hjá honum. „Ég tel mig vera orð- inn þroskaðri leikmann en í fyrra. Mórallinn er virkilega góður í lið- inu og allir eru að ná vel saman. Það er mjög gaman hjá okkur um þessar mundir, en það skiptir tölu- verðu máli í boltanum.“ Keflvíkingar með yfir- burði gegn Blikum „Ég er í betra formi og hef meira sjálfstraust,“ segir Elías sem kom við sögu í 17 leikjum hjá Keflavík á síðasta tíma- bili. Hann hefur þegar skorað jafnmörg mörk og í fyrra.) Mórallinn er virkilega góður í liðinu og allir eru að ná vel saman. Það er mjög gaman hjá okkur um þessar mundir, en það skiptir töluverðu máli í boltanum Tók 14 umferðir að ná yfir níu stig í fyrra XuÞað tók Keflvíkinga 14 um- ferðir að ná í meira en níu stig í Pepsi-deild karla í fyrra. Nú situr liðið á toppi deildarinar með níu stig eftir þrjár um- ferðir. Eftir tíu umferðir í fyrra hafði liðið átta stig en með sigri í 14. umferð gegn Víkingum komust Keflvíknigar í 11 stig. Í síðustu sjö umferðunum náðu Keflvíkingar svo að hala inn 13 stigum og tryggja sæti sitt í deildinni, en liðið hafnaði í 9. sæti deildarinar með 24 stig. Allt fasteignir á Suðurnes- jum – sími 426-8890 Allt fasteignir - fasteignasa- la í Grindavík YFIR 300 EIGNIR Á SUÐURNESJUM TIL SÖLU HJÁ OKKUR Skoðið heimasíðu okkar alltfasteignir.is Grindavík sími 426-8890 Dagbjartur Willardsson sölustjóri gsm 861 7507 // Þórir Sigfússon sölufull- trúi gsm 612 2266 // Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali gsm 898 1233. Hrannar ráðinn landsliðsþjálfari Dana XuKeflvíkingurinn Hrann ar Hólm hef ur verið ráðinn þjálf ari danska kvenna landsliðsins í körfuknatt leik til næstu þriggja ára. Hrann ar hefur náð frábærum árangri með danska kvennaliðið SISU en und ir hans stjórn hef ur fé lagið orðið tvöfald ur meist ari í Dan mörku und- an far in fjög ur ár. Hrannar var svo á dög un um út nefnd ur þjálf ari árs ins í dönsku úr vals deild inni annað árið í röð. „Ég hlakka mjög til þess að taka þetta verk efni að mér. Það eru marg ir hæfi leika- rík ir leik menn til staðar og það verður áhuga vert að sjá hvernig liðið stend ur sig í leikj um á móti Aust ur ríki og Íslandi í júlí,“ seg ir Hrann ar Hólm á vef danska körfuknatt leiks sam bands ins en mbl.is greinir frá. Elvar og Bryndís í úrvalsliði KKÍ - Craion besti erlendi leikmaðurinn XuLokahóf KKÍ fór fram á dögunum en þar var körfuboltaárið gert upp og ýmsir þeir sem þóttu skara framúr verðlaunaðir fyrir góðan árangur. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var einn Suður- nesjamanna í úrvalsliði karla en Elvar, sem brátt reynir fyrir sér í há- skólaboltanum í Bandaríkjunum, átti frábært tímabil með Njarðvík. Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir var eini fulltrúi Suður- nesjakvenna í úrvalsliði kvenna en hún var einn besti leikmaður deildarinnar þetta tímabil og máttarstólpi í ungu Keflavíkurliði. Michael Craion hjá Keflavík var svo kjörinn besti erlendi leikmaður deildarinnar enda illviðráðanlegur í vetur. Geta vegur þyngra en aldur - Njarðvíkingar taka á móti Reyni á laugardag XuNjarðvíkingar taka á móti grönnum sínum frá Sandgerði í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardag. Liðin hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár í deildinni en jafnan eru leikir liðanna mikil skemmtun þar sem boðið er upp á nóg af mörkum. Miklar manna- breytingar hafa orðið á báðum liðum og eru ungir og efnilegir þjálfarar hjá liðunum að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Guðmundur Steinarsson kom sem kunnugt er frá Keflvíkingum yfir til þeirra grænklæddu í fyrra en hann hefur nú tekið við þjálfun liðsins. Guðmundur segir Njarðvíkinga koma vel undan vetri en liðið er að mestu leyti skipað ungum og sprækum leikmönnum. „Ég ber traust til þessara ungu stráka. Okkar stærsta verkefni er að ná stöðugleika. Ég horfi ekkert sérstaklega í aldurinn en leikmenn eru að fá tæki- færi vegna getu sinnar. Við Ómar (Jóhannsson) erum mjög sáttir við okkar leikmannahóp í dag.“ Guðmundur býst við jafnri deild en flest liðin eru að upplifa miklar mannabreytingar. Hann telur að þrjú lið séu líklegust til þess að berjast á toppnum en önnur verði að ná að stilla sig saman hið fyrsta og byrja að hala inn stigum. Þjálfarinn er vongóður fyrir viðureignina gegn Sand- gerðingum. „Þeir eru í svipuðum sporum og við. Miklar breytingar og nýr þjálfari. Það er gaman að spila á móti þeim. Þetta eru leikir sem gefa sumrinu lit enda líklega flestir sem mæta á þetta litla Suðurnesja-derby,“ segir Guðmundur en leikir liðanna hafa verið augnakonfekt og mikið skorað. „Egill hjá Reyni er nú gamall sóknarmaður að upplagi. Eigum við því ekki að segja að von sé á sóknarbolta og mörkum á laugardaginn,“ segir Guðmundur. Reynismenn taka einn leik í einu Egill Atlason tók við stjórnar- taumunum hjá Reynismönnum eftir að faðir hans Atli Eðvaldsson lét af störfum. Miklar breytingar hafa verið á hópnum og eru Sand- gerðingar í yngri kantinum líkt og Njarðvíkingar þetta sumarið. „Samkeppnin um stöður er mikil sem er jákvætt.“ Egill segir að þetta sumar verði áhugavert og ekki verði farið af stað með miklar yfirlýsingar. Egill þekkir ágætlega til Njarðvíkinga en hann telur þá til alls líklega. „Það kom mér í raun á óvart að þeim hafi ekki verið spáð ofar í deildinni. Þeir hafa verið að fá til sín sterka leik- menn. Gummi er heilmikill refur og það verður gaman að fylgjast með þeim í sumar.“ Egill var að þjálfa 4. deildarlið KB í fyrra en hann er 32 ár gamall. Egill er lunkinn leikmaður en hann á að baki langan feril þar sem hann lék lengst af með Víkingum R. „Ég er með takkaskóna reimaða á öllum æfingum og er klár í slaginn á meðan ég er ekki sleginn út úr liðinu,“ segir Egill. Sú hugmynd kom upp að hann myndi koma inn sem spilandi þjálfari eftir að faðir hans hætti. „Svo þurfti að ræða ýmislegt. Það er heilmikil vinna hérna framundan. Það er auðvelt að hugsa um bara næsta tímabil en það verður að passa að hafa fókusinn í lagi og hugsa til framtíðar. Það þarf að vera þann- ig að allir séu að keppa að sömu verðlaunum,“ segir Egill sem lofar aðstöðuna í Sandgerði í hástert. Hann vill sem minnst segja fyrir viðureignina gegn Njarðvík en ætlar sér að sjálfsögðu að sækja þrjú stig. „Maður fer í hvern einasta leik til þess að vinna hann. Þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að blekkja sig. Við pössum okkur þó að fara ekki framúr okkur. Við hugsum bara um næsta leik og hvernig skal nálgast hann.“ Leikur Njarðvíkinga og Reynismanna fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 14:00 á laugardag. Sterkasta taekwondomót sem haldið hefur verið á Suðurnesjunum XuNorðurlandamótið í taekwondo verður haldið næstu helgi í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Það eru rúmlega 20 Suðurnesjamenn að keppa frá Sandgerði, Reykjanesbæ, Garði og Grindavík. Auk þeirra eru aðrir keppendur úr landsliði Íslands og um 100 erlendir keppendur. Þetta er því tvímælalaust sterkasta taekwondomót sem haldið hefur verið á Suðurnesjum. Mótið byrjar kl. 9:00 á laugar- dagsmorgun og er aðgangur opinn gestum. Suðurnesjamenn eru hvattir til að mæta og hvetja Íslendingana áfram.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.