Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 22. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturu vf@vf.is – að atvinnumálum bæjarbúa Grundvöllur að góðu samfélagi byggist á atvinnu. Þegar atvinnulífið er í blóma eru allar leiðir færar. Tekjur bæjarbúa aukast, tekjur bæjarsjóðs aukast, útgjöld vegna atvinnuleysis minnka og svigrúm sveitarfélagsins eykst til að styðja önnur mikilvæg samfélagsverkefni. Fjölmargt jákvætt hefur gerst í atvinnumálum á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að bið hafi verið á að stóru verkefnin í Helguvík verði að veruleika. Í því sambandi má nefna: • Ásbrú – stærsta frumkvöðlasetur landsins • Stolt seafarm á Reykjanesi • Verne – gagnaver á Ásbrú • Nýtt gagnaver í byggingu við Patterson • Hjúkrunarheimilið á Nesvöllum • Codland, heilsuvöruverksmiðja á Reykjanesi • Keilir – menntasetur á Ásbrú • Hljómahöllin • Viðbætur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Algalíf, þörungagróðurhús Klárum málin Átta stór atvinnuverkefni sem eru í undirbúningi í Helguvík eru ekki tilviljun heldur afleiðing margra ára baráttu Sjálfstæðismanna fyrir góðum og vel launuðum störfum í þágu bæjarbúa í Reykjanesbæ. Þau fyrirtæki sem nú undirbúa starfsemi í Helguvík eru m.a.: • Vatnsútflutningur • Kísilver – United Silicon • Kísilver – Torsil • Hreinkísill • Álver Norðuráls • Grænn efnagarður – AGC Setjum X við D og tryggjum áframhaldandi atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ. xdreykjanes.is Vinnum áfram Vinnum áfram Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ Á kosningamiðstöð okkar að Hafnagötu 90 bjóðum við uppá súpu í hádeginu á virkum dögum, við grillum pylsur á milli kl. 14 og 16 á laugardögum og bökum saman vöfflur alla sunnudaga frá 14 til 16. Síminn hjá kosningastjóra er 848-2424. Líttu við! ATVINNA NJARÐVÍKURSKÓLI ATVINNA HÚSUMSJÓNARMAÐUR Starfsmenn skóla óskast til starfa við Njarðvíkurskóla næsta skólaár. Starfssvið: Starfsmaður skóla/stuðningsfulltrúi, starfar með nemendum í leik og starfi innan og utan kennslustofu. Umsóknum skal skila rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. h…p://www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf Umsóknarfrestur er til 5. júní 2014 Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Þorgeirsdó…ir skólastjóri í síma 420-3000 eða 863-2426. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: asgerdur.thorgeirsdo‰ir@njardvikurskoli.is Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar leitar e”ir húsumsjónarmanni. Starfið felst meðal annars í umsjón og viðhaldi á Nesvöllum (Njarðarvöllum 2, 4 og 6). Leitað er e˜ir áhugasömum og úrræðagóðum starfsmanni sem getur unnið sjálfstæ…, með góða tölvufærni, ríka þjónustulund og mikla færni í mannlegum samskiptum. Krafa er um iðnmenntun og ökuré…indi. Ráðið verður í starfið frá 1. júlí og umsóknarfrestur er til 13. júní. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar h…p://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar veitir Inga Lóa Guðmundsdó…ir á netfangið: inga.l.gudmundsdo‰ir@reykjanesbaer.is TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR TÓNLEIKAR Vortónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða í Stapa, Hljómahöll, þriðjudaginn 27. maí kl.19.00. Fram koma yngsta, mið og elsta sveit. SKÓLASLIT Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, miðvikudaginn 28. maí kl. 18.00. Tónlistaratriði, a£ending áfangaprófsskírteina og vitnisburðarblaða, Hvatningarverðlaun Íslandsbanka a£ent nýjum handhafa. LAUS PLÁSS Getum bæ… við okkur örfáum nemendum í e˜irtaldar námsgreinar: Trompet, Horn og fleiri málmblásturshljóðfæri, klaríne…u, saxófón, ra§assa, selló, kontrabassa, harmoníku, einsöng. Só… er um á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2, Hljómahöll eða á mi…reykjanes.is Umsóknarfrestur er til 28. maí n.k. Skólastjóri ÓSKILAMUNIR Í SUNDMIÐSTÖÐ Föstudaginn 23. maí á milli klukkan 16.00 og 17.30 verður hægt að vitja óskilamuna í Sundmiðstöðinni. Aðalfundur Samkaupa var haldinn 19. mars síðastlið- inn. Velta Samkaupa og dóttur- félagsins Búrs, var tæplega 23,5 milljarðar á árinu 2013 og jókst um tæp 3,6% frá fyrra ári. Hagn- aður félagsins eftir skatta var rúmar 296 milljónir. Samkaup reka 48 verslanir undir merkjum Nettó, Kaskó, Samkaup úrval og Samkaup strax, verslan- irnar eru á 34 stöðum um allt land. Starfsmenn félagsins á árinu 2013 voru 874 í 498 stöðugildum. Hluthafar Samkaupa voru 177 í lok árs 2013. Kaupfélag Suðurnesja ásamt dótturfélögum átti 62,9% hlut og Kaupfélag Borgfirðinga ásamt dótturfélagi átti 21,9%. Aðrir hluthafar áttu minna en 10% hver um sig. Kaupfélag Suðurnesja var stofnað í Keflavík árið 1945 og nær starfs- svæði þess nú yfir Suðurnesin, Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog, Seltjarnarnes og Reykjavík. Félagar eru tæplega 5.000. Kaupfélag Borg- firðinga var stofnað árið 1904 og nær félagssvæði þess frá Breiðafirði suður í Hvalfjörð. Félagar eru rúm- lega 1.500. Verslanir Samkaupa voru margar hverjar reknar áður af kaup- félögum. Samkaup hafa gert samninga við öll kaupfélög á starfs- svæðum verslana félagsins, um af- sláttarkjör fyrir félagsmenn kaup- félaga. Í dag notfæra sér meira en 30.000 félagar kaupfélaga um allt land þessi afsláttarkjör í verslunum Samkaupa. Á aðalfundi Samkaupa voru eftir- taldir kosnir í stjórn félagsins: Skúli Skúlason, formaður, Reykja- nesbæ, Rögnvaldur Skíði Frið- björnsson, varaformaður, Dal- víkurbyggð, Árelía Eydís Guð- mundsdóttir, Reykjavík, Margrét Katrín Erlingsdóttir, Árborg, Guð- steinn Einarsson, Borgarbyggð. Framkvæmdastjóri Samkaupa er Ómar Valdimarsson. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Reykjanesbæ. Samkaup hf. hagnast um rúmar 296 milljónir Nettó Samkaup hf. á og rekur m.a. fjölmargar Nettó-verslanir. Myndin er úr versluninni í Reykjanesbæ. Fékk að máta buxur og stal þeim uKarlmaður, sem fékk að máta buxur í fataverslun í um- dæmi lögreglunnar á Suður- nesjum um helgina gerði meira en að máta, því hann gekk út í buxunum án þess að greiða fyrir þær. Gömlu buxurnar skildi hann eftir í mátunarklef- anum. Málið er í rannsókn. Lét greipar sópa uLögreglan hafði um helgina hendur í hári annars manns sem hafði látið greipar sópa í verslun í umdæminu þrjá daga í röð fyrr í mánuðinum. Hann var látinn greiða fyrir varninginn sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi og undirrita skaðabótakröfu á hendur sér. Með margar tegundir fíkniefna á heimilinu uRúmlega tvítugur karlmaður var tekinn með amfetamín í fórum sínum í umdæmi lög- reglunnar á Suðurnesjum um helgina. Lögreglan fór eftir það í húsleit á heimili hans, að fenginni heimild frá honum. Þar fundust kannabisefni, e-töflur, amfetamín, óþekkt hvítt efni og slatti af kannabisfræjum. Op i n n d a g u r verður haldinn á Ásbr ú í Re y kja- nesbæ nk. fimmtudag, 29. maí. Þann dag er Uppstigningardagur og flestir í fríi og þá verður boðið til sann- kallaðrar karnival- stemmningar í Atlantic Studios sem er kvikmyndaverið á Ásbrú. Opni dagurinn hefur farið stækkandi ár frá ári. Hann hefur undanfarin ár verið á sumardag- inn fyrsta en nú var ákveðið að færa hátíðina aðeins lengra inn í vorið í þeirri von að veðurguð- irnir taki frekar á móti gestum með mildu veðri. Opni dagurinn verður með karnivalsniði og sannkölluð fjöl- skylduskemmtun frá kl. 13-16. Skemmtiatriði verða í boði í Atlantic Studios en í Keili verða menn á rólegri nótum að kynna skólastarfið og með vísindatil- raunir þar sem Villi vísindamaður mun troða upp. Í Eldey verður einnig opið hús þar sem fyrirtæki kynna starf- semi sína. Sirkus Ísland mun koma og skemmta í Atlantic Studios ásamt Polla- pönki. Fjölmörg leik- tæki verða á staðnum og þá kemur Ávaxta- karfan á svæðið með skemmtiat- riði og spjallar við krakkana. Þá munu ungmenni úr BRYN ballett taka sporið. Sendiráð Bandaríkjanna verður þátttakandi í hátíðinni og mun m.a. koma að keppni um besta Chili og Pie. Einnig er von til þess að bandarískir hermenn sem nú eru við loftrýmisgæslu á Kefla- víkurflugvelli muni setja svip sinn á hátíðina og jafnvel sýna eitthvað af búnaði sínum. Nánar verður fjallað um Opna daginn á Ásbrú á vf.is og í næsta tölublaði Víkurfrétta en þá mun fylgja sérstakur blaðauki um Ásbrú. KARNIVAL ÁVAXTAKARFAN HOPPUKASTALAR DRAUGAHÚS SIRKUS INGÓ VEÐURGUÐ CHILI&PIE-KEPPNI ANDLITSMÁLUN SKEMMTIBÁSAR 40 MÍN Í R E Y K J A N E S B Æ K RNIVAL 25. APRÍL, KL. 13.00–16.00 OPINN DAGUR Á ÁSBRÚ SANNKÖLLUÐ SKÓLASTEMNING Kynningar á skólastarfsemi. Flughermir. Komdu og prófaðu að lenda flugvél. Opið í efnafræðistofunni. Opið í mekatrónik stofunni. Bjarni töframaður skemmtir. Skúffukaka í boði Skólamatar. Snorri Helgason spilar. Bryn Ballett Akademían sýnir dans. KARNIVALSTEMNING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA KARNIVAL Á tímum Varnarliðsins héldu íbúar árlegt KARNIVAL í fjáröflunarskyni. Íslendingar voru þá boðnir velkomnir í fjörið og gátu keypt amerískar vörur og tekið þátt í skemmtilegum karnivalleikjum. Nú höldum við á Ásbrú KARNIVAL með svipuðu sniði og bjóðum alla velkomna til að skemmta sér og sínum. Matarbásar. Fjölbreytt úrval. Þrautir og leikir. Andlitsmálning. Ingó Veðurguð syngur. Fáðu mynd af þér með Obama. Ný vatnsgusugræja. Draugahús. Þorir þú að kíkja? Chili&Pie-keppni í boði sendiráðs Bandaríkjanna. Kynningar- og skemmtibásar. Leiktæki og hoppukastalar. Trúður, blöðrukall og alls kyns uppákomur. Flugsýning Flugakademíunnar. Draugahús HoppukastaliAndlitsmálun Ingó Veðurguð Snorri Helgason Bryn Ba llett Ak ademía n SPORTHÚSIÐ Opið hús, vörukynningar, DJ-Atli spilar, sumarkort á frábæru tilboði og margt fleira. Ávaxtakarfan ELDEY Opið hús – íslenskt hugvit og hönnun í frumkvöðlasetrinu, dúettinn Heiðar spilar. Létt stemning. OPIN KEPPNI Í BESTU PIE-UNNI Epla-pie, berja-pie og opinn flokkur. Nánar á www.asbru.is. Skráning á keppni@asbru.is HEIMILI Íbúð á Ásbrú verður til sýnis fyrir gesti. CHILI-KEPPNI Fyrirtæki keppa um besta chili á Íslandi. Skráning á keppni@asbru.is Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, öldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is. Hinn árlegi Opni dagur á Ásbrú í Reykjanesbæ, sumardaginn fyrsta. Verið velkomin að fagna sumrinu með okkur. Opinn dagur Opinn dagur á Ásbrú er haldinn ár hvert á sumardaginn fyrsta. Landsmenn allir eru hvattir til að koma og kynna sér starfsemina á svæðinu. Að deginum standa Kadeco, Keilir og Háskólavellir í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi. PI PA R \ TB W A • S ÍA Opinn dagur á Ásbrú næsta fimmtudag KARNIVAL ÁVAXTAKARFAN HOPPUKASTALAR DRAUGAHÚS SIRKUS INGÓ VEÐURGUÐ CHILI&PIE-KEPPNI ANDLITSMÁLUN SKEMMTIBÁSAR 40 MÍN Í R E Y K J A N E S B Æ K RNIVAL 25. APRÍL, KL. 13.00–16.00 OPINN DAGUR Á ÁSBRÚ SANNKÖLLUÐ SKÓLASTEMNING Kynningar á skólastarfsemi. Flughermir. Komdu og prófaðu að lenda flugvél. Opið í efnafræðistofunni. Opið í mekatrónik stofunni. Bjarni töframaður skemmtir. Skúffukaka í boði Skólamatar. Snorri Helgason spilar. Bryn Ballett Akademían sýnir dans. KARNIVALSTEMNING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA KARNIVAL Á tímum Varnarliðsins héldu íbúar árlegt KARNIVAL í fjáröflunarskyni. Íslendingar voru þá boðnir velkomnir í fjörið og gátu keypt amerískar vörur og tekið þátt í skem tilegum karnivalleikjum. Nú höldum við á Ásbrú KARNIVAL með svipuðu sniði og bjóðum alla velkomna til að skemmta sér og sínum. Matarbásar. Fjölbreytt úrval. Þrautir og leikir. Andlitsmálning. Ingó Veðurguð syngur. Fáðu mynd af þér með Obama. Ný vatnsgusugræja. Draugahús. Þorir þú að kíkja? Chili&Pie-keppni í boði sendiráðs Bandaríkjanna. Kynningar- og skemmtibásar. Leiktæki og hoppukastalar. Trúður, löðrukall og alls kyns uppákomur. Flugsýning Flugakademíunnar. Draugahús HoppukastaliAndlitsmálun Ingó Veðurguð Snorri Helgason Bryn Ba llett Ak ademía n SPORTHÚSIÐ Opið hús, vörukynningar, DJ-Atli spilar, sumarkort á frábæru tilboði og margt fleira. Ávaxtakarfan ELDEY Opið hús – íslenskt hugvit og hönnun í frumkvöðlasetrinu, dúettinn Heiðar spilar. Létt stemning. OPIN KEPPNI Í BESTU PIE-UNNI Epla-pie, berja-pie og opinn flokkur. Nánar á www.asbru.is. Skráning á keppni@asbru.is HEIMILI Íbúð á Ásbrú verður til sýnis fyrir gesti. CHILI-KEPPNI Fyrirtæki keppa um besta chili á Íslandi. Skráning á keppni@asbru.is Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, öldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is. Hinn árlegi Opni dagur á Ásbrú í Reykjanesbæ, sumardaginn fyrsta. Verið velkomin að fagna sumrinu með okkur. Opinn dagur Opinn dagur á Ásbrú er haldinn ár hvert á sumardaginn fyrsta. Landsmenn allir eru hvattir til að koma og kynna sér starfsemina á svæðinu. Að deginum standa Kadeco, Keilir og Háskólavellir í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi. P IP A R \ TB W A • S ÍA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.