Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 22. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Víkurfréttir koma næst út miðvikudaginn 28. maí. Síðasta blað fyrir sveitarstjórnarkosningar. -fréttir pósturu vf@vf.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Edda Hólmfríður Lúðvíksdóttir Pósthússtræti 3 Keflavík lést á Landspítalanum v/ Hringbraut, laugardaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 27. maí kl. 13.00. Sigurður Vignir Sigurðsson Guðrún Sigurðardóttir Annel Borgar Þorsteinsson Hrafnhildur Sigrún Sigurðardóttir Halldór Einarsson Sigurður Lúðvík Sigurðsson barnabörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, John Þór Toffolo, lést, fimmtudaginn 8. maí á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin hefur farið fram í kyrrþey frá Keflavíkurkirkju. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Danival Toffolo Solveig Toffolo, Luca Marchioni og börn. Áætlanir um hjólastíg frá FLE til Reykjavíkur Ferðamenn sem koma hingað til lands á reiðhjólum hafa þurft að sætta sig við það að ekki liggur göngu- og hjól reiðastíg ur frá Flug stöð Leifs Ei ríks son ar til Reykjavíkur. Árni Sigfússon segir málið vera forgangsatriði fyrir ferðaþjónustuna og hann telur best að tengja stígana við þá sem fyrir eru í Reykjanesbæ. „Ferðamenn sjálf ir hafa bent á þá staðreynd að þeir sem vilja hjóla eða ganga að og frá Flug stöðinni eiga þess nauðugan kost ein an að fara út á ak braut irn ar. Það hlýt ur að vera for gangs mál fyr ir ferðaþjón­ ust una að bjóða teng ingu frá Leifs­ stöð a.m.k. við göngu stíga kerfi Reykja nes bæj ar, sem er ein fald ast og ódýr ast,“ seg ir Árni Sig fús son bæj ar stjóri í Reykja nes bæ í frétta­ til kynn ingu sem Reykja nes bær hef ur sent frá sér. Þar segir einnig að málið hafi verið rætt við Vega­ gerðina og inn an rík is ráðherra og all ir tekið vel í að hratt verði brugð­ ist við. Áætlað er að kostnaður við slík an stíg sé um 50 millj ón ir króna, seg ir enn frem ur í frétta til kynn ingu frá Reykja nes bæ. Matarverð sem grunnskóla-börn í Reykjanesbæ greiða er með því lægsta samanborið við önnur sveitarfélög. Hver hádegismatur fyrir grunn­ skólanema kostar foreldra 297 kr. í áskrift. Um er að ræða holla máltíð með ábót. Raunverð máltíðar er kr. 542 en Reykjanesbær niðurgreiðir hverja máltíð um kr. 244 eða um rúm 45%. Á hverju ári hefur orðið mikil fjölgun barna sem nýta sér þessa þjónustu og voru um 79% nem­ enda í áskrift nú í apríl en var um 75% á sama tíma fyrir tveimur árum. Þá hafði verið mikil aukning í mataráskrift frá fyrri árum. „Öll börn sem eiga fjölskyldur sem eru í tengslum við félagsþjónustu bæjarins fá stuðning við kaup á há­ degisverði. Einnig hefur Reykja­ nesbær lagt styrk til Velferðarsjóðs kirkjunnar sem annast aðstoð við aðra foreldra sem einhverra hluta vegna hafa ekki tök á að kaupa mat á þessu niðurgreidda verði fyrir börn sín,“ segir Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri Reykjanesbæjar í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Samstarfssamningur milli Grindavíkurbæjar og GFF um vistvang í Lágafelli í landi Grinda- víkur var samþykktur á aðalfundi samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) í Hann- esarholti í Reykjavík í vikunni. Vistvangur er hugtak sem GFF hefur mótað upp á síðkastið í anda þess starfs sem samtökin hafa stundað í 17 ár, þ.e. að nota lífræn úrgangsefni til uppgræðslu örfoka lands. Samningurinn kveður á um samstarf við að koma þeim lífrænu úrgangsefnum sem samningsaðilar koma höndum yfir í Grindavík og nýta til að koma til gróðri í Lága­ felli. Í sumar verður t.d. flutt þangað gras sem slegið er af grænum svæðum bæjarins og því dreift yfir mela og uppblásin svæði. Einnig verður notuð molta úr jarðgerð í Grindavík til að koma til gróðri. Í sunnanverðu Lágafelli er gömul efnisnáma sem verður grædd upp í nafni verkefnisins. GFF hefur unnið með Grinda­ víkurbæ í Lágafelli áður. Vestan í svæðinu plöntuðu ungmenni úr vinnuskólanum talsverðu af trjá­ plöntum, aðallega birki, í grjótmel sumarið 2003 undir handleiðslu samtakanna. Sá staður hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim ára­ tug sem liðinn er. Austan í Lága­ felli hafa nemendur úr Grunnskóla Grindavíkur svo plantað síðan vorið 2006 í svæði sem í eina tíð var notað sem efnisnáma. Það svæði hefur einnig breyst til muna frá því sem áður var. Í samningnum er ákvæði um áframhaldandi þátttöku skóla­ æskunnar í uppgræðslu svæðisins enda ræktun lands og lýðs einn af hornsteinum hugtaksins vistv­ angur. Íbúafjöldi í Reykjanesbæ er nú þegar að ná þeirri tölu sem áætlað var að yrði fjöldinn í lok þessa árs. Íbúar voru 14.653 í lok apríl sl. en gert var ráð fyrir í hóf- legri áætlun að íbúafjöldi í lok árs 2014 yrði 14.655, eða tveimur fleiri en nú þegar er orðið í lok apríl. Í lok síðasta árs voru íbúar alls 14.527. Mest íbúafjölgunin á sér stað í nýju hverfunum í Innri Njarðvík, Tjarnahverfi og Dalshverfi. „Hér er talsvert um ungar fjölskyldur að setjast að og athyglisvert að jafn­ vel þótt önnur fyrirvinna heim­ ilisins sæki vinnu í Reykjavík, velja menn að búa hér“, segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í tilkynn­ ingu frá Reykjanesbæ. „Það er mjög ánægjulegt fyrir samfélagið enda fögnum við nýjum íbúum og bjóðum þau hjartanlega velkomin til okkar“. Þann 1. desember í fyrra höfðu 1412 einstaklingar lögheimili í Garði samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár. Garðmönnum hafði þá fækkað um 16 talsins frá árinu áður þegar þeir voru 1428 talsins. Búast má við að flutningur heimilismanna á Garðvangi yfir á hjúkrunarheimili Hrafnistu á Nesvöllum muni hafa nokkur áhrif þegar næsta mæling verður gerð í desember nk. Garðmönnum hefur fækkað nokkuð síðustu ár en þann 1. desember árið 2011 voru 1484 með lögheimili í Garði. Fækkun fólks með lögheimili í Garði má helst rekja til þess að erlendum íbúum fækkaði í kjölfar efna­ hagsþrenginga. Enn fjölgar íbúum í Reykjanesbæ Garðmönnum hefur fækkað Myndirnar eru frá Lágafelli vestur. Sú fyrri tekin í júlí 2003 og sú seinni í júlí 2013. Vel má sjá muninn á 10 árum. Samningur um vistvang í Lágafelli undirritaður – Gras sem slegið er af grænum svæðum verður dreift yfir mela og uppblásin svæði. Mikil fjölgun grunnskóla- nema í mataráskrift Næsta blað kemur út miðvikudaginn 22. maí Lesendur athugið!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.