Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 20
fimmtudagurinn 22. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR20 -Baráttan um Reykjanesbæ 2014 pósturu vf@vf.is Gunnar Þórarinsson oddviti Frjáls afls Hver eru þrjú helstu málefni sem ykkar flokkur leggur áherslu á fyrir þessar kosningar? Þegar við rekum heimili þá þurfum við alltaf að hafa tvennt í huga ef að erfiðlega gengur. Við þurfum að lækka útgjöld og auka tekjur, það er algjört skilyrði. Þetta er það sem við leggjum áherslu á í rekstri bæjarins, við viljum lækka skuldirnar svo við höfum meira aflögu fyrir ýmis verkefni. Við viljum auka atvinnuna og efla þar með tekjur bæjarins. Þannig munum við, líkt og heimilin, fá meira í framtíðinni til þess að ráðstafa fyrir ýmis verkefni eins og fyrir barna- fjölskyldur og eldri borgara og alls kyns velferðarþjónustu. Fjármálin hafa verið mikið í umræðunni, hvað hyggist þið gera í þeim? Staðan er auðvitað alvarleg hjá bæjarfélaginu. Við hyggj- umst hagræða í rekstri það er númer eitt. Auk þess þurfum við að auka tekjur bæjarfélagsins það er ljóst. Þar höfum við mörg tækifæri. Við þurfum að forgangsraða verk- efnum, þannig að þau verkefni sem eru nauðsynleg verði í forgangi en hin sem eru bara æskileg, bíði betri tíma. Það er eitthvað sem við verðum að huga að. Við verðum að reka ábyrga fjármálastofnun, þannig að reksturinn sé helst með einhverjum afgangi eða alla vega sjálfbær. Atvinnumálin hafa verið fyrirferðamikil, hver er ykkar stefna þar? Við viljum stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi sem skapar vel launuð störf og dregur úr atvinnuleysi. Við viljum einbeita okkur að raunhæfum verkefnum í stað þess að fara út um víðan völl. Við sjáum fyrir okkur álverið, að það komi. Það mun auðvitað skapa vel launuð störf í álverinu sjálfu. Ekki síður störf sem eru afleidd. Ferðaþjónustan er auð- vitað vaxtarbroddurinn sem við horfum til. Við verðum að sinna grunnstoðunum í því kerfi og vinna með atvinnu- lífinu þar, ferðaþjónustunni sjálfri. Hvað um bæjarstjóramálin? Við viljum ráða faglegan bæjarstjóra sem hefur þekk- ingu og reynslu á sviði rekstrar og endurskipulagningu skulda. Hann á ekki að koma úr röðum bæjarfulltrúa. Við þurfum að gera vandaðar og raunverulegar fjárhagsáætl- anir sem styðjast við raunveruleikann, í stað þess að vera með óraunhæfar væntingar. Þetta eru auðvitað fjármunir Reykjanesbæjar sem við förum með og við þurfum því að vanda okkur við þetta og eyða ekki um efni fram. Hver er ykkar skoðun á íbúalýðræði? Við viljum auka gegnsæi eins og aðrir. Við sjáum fyrir okkur að íbúar hafi kost á því að kynna sér efnin jafnóðum í stað þess að gera það bara á fjögurra ára fresti. Við sjáum líka fyrir okkur að það sé hægt að auka ýmsar kynningar til íbúa, hvað varðar kostnað við verkefni og slíkt. Þá sjáum við líka fyrir okkur grenndarkynningar, þegar um er að ræða nýja íbúðabyggð eða breytingar á skipulagi, að þær geti verið kynntar í gegnum þessa nýju tækni sem við höfum. Hvernig hefur kosningabaráttan gengið? Við höfum auðvitað verið með vind í seglin. Ég sem smiður veit að það er afskaplega mikilvægt að byggja þannig að grunnurinn sé traustur og innviðir allir. Þetta höfum við frambjóðendur listans haft að leiðarljósi í þessari baráttu. Við viljum treysta grunninn og því verðum við að lækka útgjöld bæjarins, sérstaklega með lækkun skulda og þar með vaxtagjöldin. Við hvetjum auðvitað kjósendur til þess að taka þátt í að skapa þetta heilbrigða samfélag sem við viljum byggja á þannig að reksturinn batni. Með því að kjósa Á-listann Frjálst afl, þá verður þetta að veruleika. Kristinn Þór Jakobsson oddviti Framsóknar Hver eru þrjú helstu málefni sem ykkar flokkur leggur áherslu á fyrir þessar kosningar? Það er auðvitað að koma atvinnumálunum í gang. Með því að koma þeim í gang þá fáum við þessa velferð sem við öll viljum. Húsnæðismálin, það er í bígerð lagagerð á Alþingi varðandi húsnæðismál þar sem sveitarfélögin geta gengið inn í. Svo eru það umhverfis- og skipulagsmál. Við viljum gera sorpeyðinguna ódýrari með því að flokka betur sorpið. Hún er sú dýrasta á landinu hér í dag. Fjármálin hafa verið mikið í umræðunni, hvað hyggist þið gera í þeim? Við þurfum að leysa til okkar allar eignir innan Eignar- haldsfélagsins Fasteignar og fá betri vaxtakjör. Það eru óhagstæðir vextir sem hvíla á þeim lánum, það bjóðast mun betri vextir á markaði í dag. Við viljum koma þessum atvinnumálum í Helguvík í gagnið, þá leysum við úr ábyrgðum og kvöðum sem hvíla á bænum vegna hafnar- innar. Við höfum fundið holu í aðfangakeðju Reykjanes- bæjar þar sem við getum sparað alla vega 40-60 milljónir á ári, með mjög góðri fjárfestingu. Atvinnumálin hafa verið fyrirferðamikil, hver er ykkar stefna þar? Eins og ég hef sagt þá er það að koma Helguvík í gagnið. Við verðum að nýta okkur tækifæri á Suðurnesjum, þar sem er alþjóðlegur flugvöllur og fengsæl fiskimið í ná- grenninu. Við þurfum að koma upp öflugri fiskvinnslu og við höfum sett af stað hugmynd um fiskiþorp og tengingu við ferðaþjónustuna þar sem hugsanlega gæti verið vaxtarbroddur. Síðan er Geopark ómæld stærð í ferðaþjónustu. Það eru síaukin tækifæri fyrir Suðurnesin að blómstra í ferðaþjónustu og atvinnumálum. Hvað um bæjarstjóramálin? Flokkarnir hafa verið að rugla saman bæjarstjórakosn- ingum og bæjarstjórnarkosningum. Við erum í bæjar- stjórnarkosningum. Við göngum óbundin til kosninga. Við viljum ráða bæjarstjóra á faglegum grunni og standa vel að því. Hver er ykkar skoðun á íbúalýðræði? Framsókn í Reykjanesbæ var frumkvöðull að ung- mennaráðinu. Við styðjum t.d. stofnun öldungaráðs. Við viljum að íbúalýðræði verði virkt í gegnum hverfaráð, þar sem haldnir eru 1-2 fundir á ári í hverfunum þar sem farið er yfir verkefni og fjárhagsáætlun. Við viljum hætta þessu eintali á íbúafundum, við viljum fara í alvöru íbúalýðræði. Hvernig hefur kosningabaráttan gengið? Við höfum sett saman alveg einstaklega öflugan hóp. Svokallaðan fléttulista, þann fyrsta og eina í 20 ára sögu Reykjanesbæjar, og þó víðar væri leitað. Við höfum öfluga málefnaskrá sem við höfum unnið í samvinnu við íbúa og hópinn líka. Við viljum meiri og betri Reykjanesbæ fyrir okkur öll. Árni Sigfússon oddviti Sjálfstæðisflokks Hver eru þrjú helstu málefni sem ykkar flokkur leggur áherslu á fyrir þessar kosningar? Mig langar til þess að íbúar íhugi hvaðan við komum. Hvernig var staðan fyrir 10 árum? Hvernig var hún í um- hverfismálum, menntamálum, hvað með atvinnumálin, voru hér einhver pláss fyrir aldraða? Hver er staða heilsu- gæslunnar? Við viljum styrkja heilsugæsluna og tryggja að íbúar þurfi ekki að bíða í daga eða vikur eftir því að fá heilsugæslu, því það er óþolandi. Við viljum styrkja Hafnargötuna með betri bæjarstemningu og byggja á þessari reynslu sem við höfum. Fjármálin hafa verið mikið í umræðunni, hvað hyggist þið gera í þeim? Oft tala menn um það að eignir bæjarins séu allar seldar en við erum enn í dag það sveitarfélag sem á mestar eignir. Við erum með miklar skuldir en þær ætlum við að greiða niður á sex árum, það getum við gert en það er vel innan þeirra marka sem okkur eru sett. Fyrst og fremst ætlum við að gera það án þess að auka skatta. Við getum einnig haldið uppi góðri þjónustu án þess að auka gjöld á íbúa. Atvinnumálin hafa verið fyrirferðamikil, hver er ykkar stefna þar? Ég held við getum notað orðið fjölbreytni. Við erum búin að vera að vinna að því að byggja upp atvinnulífið eftir að stærsti vinnuveitandi okkar fór. Auðlindagarðurinn úti á Reykjanesi og sömuleiðis fiskeldið þar, einnig heilsuvöru- verksmiðja sem er þar. Auk þess má nefna gagnaverin og Keilir og hans uppbygging. Svo eru það öll stóru verkefnin í Helguvík. Það er fjölbreytni en við þurfum vel launuð störf fyrir almenning. Við erum ekki að byggja bara upp einhver störf fyrir nokkra stóra atvinnurekendur. Hvað um bæjarstjóramálin? Ég er reiðubúinn að vinna áfram sem bæjarstjóri hér. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fæ. Ég er ánægður með það að uppbygging okkar í framtíðarsýn og markvissri vinnu, hún fær stjórnsýsluverðlaun fyrir fagleg vinnubrögð. Ég er afar sáttur með það. Hver er ykkar skoðun á íbúalýðræði? Ég held að fólk þekki það sem við höfum verið að gera inni á heimasíðu bæjarins. Þar bjóðum við fólki að taka þátt í ákvörðunum og þar má sjá hvernig við erum að auka íbúalýðræði. Þar erum við með hugmyndir okkar og höfum lagt fram tillögur og samþykkt tillögur. Við erum með tillögur sem miða að því að fólk geti kosið frekar. Núna erum við með skemmtilegar tillögur er varða grunnskólana þar sem taka má þátt í rafrænum kosningum um matarmálin. Við erum mjög hlynnt því og teljum að framtíðin séu rafrænar kosningar um mjög marga skemmtilega hluti. Hvernig hefur kosningabaráttan gengið? Mér finnst alltaf gott að hafa góða fótfestu í botninum. Við finnum mikinn stíganda og erum spennt fyrir fram- haldinu. Óneitanlega held ég að það sé mjög sérstakt ástand hérna hjá okkur sjálfstæðismönnum. Við erum búin að byggja upp á svo mörgum sviðum og ná svo miklum árangri. Við erum í innsiglingunni og með ríkis- stjórn sem er að vinna með okkur núna. Hvað gerist, þá rofnar samstaðan. Það er í gegnum prófkjör sem haldið er þar sem Gunnar Þórarinsson býður sig fram í 1. sæti en fellur í 5. sæti. Hann nær ekki bindandi kosningu og er boðið að taka 6. sætið sem er baráttusætið okkar, en hann hafnar því og fer í nýtt framboð. Það er auðvitað mjög sér- stök staða og ég bið íbúa að hugleiða það. Nú er þó stefnan bara upp og áfram. xDxÁ xB ODDVITARNIR SVARA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.