Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 22
fimmtudagurinn 22. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR22 -aðsent pósturu vf@vf.is Samfylkingin og óháð-ir í Reykjanesbæ eru tilbúnir að leiða Reykja- nesbæ inn í nýja tíma þar sem fjölgun starfa í Reykjanesbæ byggir á heilbrigðu starfsum- hverfi, minni og meðal- stórum fyrirtækjum, sem byggja tilveru sína á heilbrigðri áætlun og varfærni í fjármálum. Við ætlum að endurskoða allan rekstur bæjarfélagsins, leggja til nýtt skipulag, nýja stefnu og uppstokkun nefnda. Höfnin á t.d. ekki að sjá um atvinnu- og ferðaþjónustu eins og er í skipulaginu í dag. Við styðjum uppbyggingu í Helguvík, gætum varfærni og lofum ekki gulli og grænum skógi. Við hugsum um umhverfið og vöndum til verka. Ferðaþjónustan er okkar stóriðja, þar viljum við taka forystu með nýrri stefnumótun og uppbyggingu tjald- stæðis sem við höfum lengi barist fyrir. Við viljum innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar, það er ekki einkamál Reykvíkinga hvar innanlandsflugið er stað- sett. Umhverfismál eru fram- tíðin, við berum virðingu fyrir náttúrunni, í bænum og nágrenni hans. Um- hverfismál eru ekki bara steinhleðslur og torg. Verum ábyrg fyrir umhverfinu okkar. Bæjarstjórn hefur það hlutverk að ráða bæjarstjóra á 4 ára fresti. Ef Samfylkingin og óháðir komast til valda þá munum við standa rétt að þeirri ráðningu. Ég hef fulla trú að gott samkomulag muni ríkja um þá niðurstöðu. Við höfum haft forystu um aukið íbúalýðræði, gegnsæi í fjármálum og samráð á þessu kjörtímabili. Munið XS á kjördag og tryggið þannig nýjan og sterkan meirihluta í Reykjanesbæ. Friðjón Einarsson, Oddviti Samfylkingar- innar og óháðra. Umhverfismál er u forgangsatriði og á við okkur öll. N listi, l isti nýrra tíma mun gera umhverfismálum hátt undir höfði á næsta kjör t ímabi l i . Í upp- lýstum heimi okkar er dapurt að verða vitni að umhverfisspjöllum sama á hvaða sviði þau eru. N listinn mun fara fram á að Skipulags- og byggingarnefnd hugi vel að umhverfismálum svo að umhverfismál verði sýnileg og hlutverk þeirra útvíkkað þannig að mála- flokkurinn nái utan um allar hliðar umhverfis- mála. Umhverfismál eiga að vera sýnileg á heimasíðu Garðs og ýmsar fróðlegar upplýsingar sendar á öll heimili. N listinn er fylgjandi vistvænni stefnu í um- hverfismálum og mun leggja sitt af mörkum til að vekja til umhugs- unar mikilvægi málaflokksins. N listinn vill fylgja stefnu Umhverfis- stofnunar, huga að og vernda nátt- úruna og umhverfið á ábyrgan hátt. (http://www.ust.is/umhverfis- stofnun/hlutverk-og-stefna/stefna- umhverfisstofnunar/) Garðbúar búa við náttúruperlu þar sem ósnortin náttúra verður að fá að njóta sín, fuglalífið er einstakt, norðurljós, útsýnið og friðsældin, fjallasýn og gamla byggðin í Út- Garðinum. Að þessu verða Garð- búar allir að hlúa og vaka yfir, það er mikilvægt. Á Garðskaga liggja ótal tækifæri til ferðamennsku án þess að þurfa að snerta ásýnd og um- hverfi Út-Garðsins. Það er alveg eins heillandi að hafa vindinn í fangið og horfa á magnað samspil vinda og hafs, eins og að sitja og horfa á fal- legt sólarlag og fugladýrðina. Það er ómetanlegt að búa á stað þar sem fólk getur auðveldlega og án nokkurs fyrirhafnar gengið að því, að upp- lifa samhljóm umhverfisins og fengið um leið orku, innblástur, hugarró og hvíld. Garðbúar hljóta að vera sammála því að eftir 30 ár sé flokkun sorps á hverju heimili sjálfsagt, að hér eigi að ríkja sátt milli manns og náttúru, hjóla og gönguvænt verði milli ná- grannabyggðanna. Höfninni verði sýnd sú virðing sem henni ber, að hún verði endurbætt og fegruð svo hún geti verið öruggur og fjölsóttur staður fyrir stangveiðimenn, að grænum svæðum verði fjölgað og gróðursetning verði aukin til muna. Umhverfismál eru efnahagsmál og varða nútíðina og framtíðina. Okkur ber skylda til við afkomendur okkar að færa umhverfið til þeirra í eins góðu ástandi og kostur er. N listi, lista nýrra tíma mun leggja áherslu á að svo megi verða og Garðurinn blómstri. Fyrir hönd N listans Ásta Óskarsdóttir Fyrir síðustu sveitar-stjórnarkosningar, árið 2010 var B-listinn og óháðir eina framboðið í Sandgerði sem benti á slæma skuldastöðu bæjar- ins. Þegar núverandi meirihluti S-lista settist í bæjarstjórnarstólana 2010 virtust þau ekki hafa hugmynd um þessa slæmu stöðu og það sást best á því að þegar þau réðu bæjarstjóra, höfðu þau ekki fyrir því að kynna honum slæma stöðu bæjarins. Það var ekki fyrr en Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna boð- aði bæjarstjórn á fund og kynnti skuldastöðu Sandgerðisbæjar fyrir bæjarfulltrúum að hlutirnir fóru að gerast. Eftirlitsnefndin fer í málið Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar gerði þann 1. nóvember 2011 samning við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um skoðun á fjárhag sveitarfélagsins og möguleikum þess til hagræðingar í rekstri. Í framhaldi var gerður samningur við innan- ríkisráðherra þann 12. júní 2012 um fjárhags- legar aðgerðir og eftirlit á grundvelli 83. gr. laga nr. 138/2011. Bæjarsjóður í gjörgæslu Eftirlitsnefndin kom með tillögu um að ráðinn yrði sérstakur ráðgjafi sem myndi skila tillögum að bættum rekstri og fjárhagslegri endurskipu- lagningu Sandgerðisbæjar því staðan var það grafalvarleg að ella myndi bærinn missa fjárráðin í hendur nefndarinnar. Til verksins var feng- inn Haraldur Líndal Haraldsson. Segja má að bæjarstjórn Sandgerðis- bæjar hafi sest á skólabekk með Har- aldi og eftirlitsnefndinni því nánast allar tillögur í skýrslu Haraldar voru samþykktar af bæjarstjórn. Enda ekki annað hægt þegar nefndin og Har- aldur voru búnir að benda á slæman rekstur og að Sandgerðisbær gæti með engu móti staðið við skuldbind- ingar sínar til framtíðar og yrði settur í gjörgæslu ef ekkert yrði að gert. Góður árangur Núna árið 2014 erum við bæjarbúar loksins farnir að sjá árangur af erfiði okkar sl. 4 ár og ársreikningur sýnir svart á hvítu þann góða viðsnúning sem orðið hefur á rekstri Sandgerðis- bæjar á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum kjörnum fulltrúum sem störfuðu með mér í bæjarstjórn á kjörtíma- bilinu fyrir samstarfið. Ekki síst vil ég þakka Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Haraldi Líndal Har- aldssyni fyrir að opna augu meiri- hlutans og benda á þá slæmu stöðu sem Sandgerðisbær var kominn í. Vonandi þurfum við ekki á slíkum ráðleggingum að halda í framtíðinni. Guðmundur Skúlason, bæjarfull- trúi og skipar 1. sæti á lista Fram- sóknar og óháðra í Sandgerðisbæ. n GUÐMUNDUR SKÚLASON SKRIFAR: n FRIÐJÓN EINARSSON SKRIFAR: n ÁSTA ÓSKARSDÓTTIR SKRIFAR Bæjarstjórn á skólabekk Af gefnu tilefni Umhverfismál í Garðinum AUGLÝSING VEGNA KOSNINGA TIL SVEITARSTJÓRNAR 31. MAÍ 2014 KJÖRSKRÁ OG KJÖRSTAÐIR Í REYKJANESBÆ Kjörskrá í Reykjanesbæ vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Kjörfundur fyrir íbúa í Innri Njarðvík, Höfnum og Ásbrú er í Akurskóla Kjörfundur fyrir íbúa í Ytri Njarðvík er í Njarðvíkurskóla Kjörfundur fyrir íbúa í Keflavík er í Heiðarskóla Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Heiðarskóla sími 420 4515. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar ATVINNA Stolt Sea Farm er eitt af þróuðustu skeldisfyrirtækjum heims og hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða sandhverfu, úru og styrju. Stolt Sea Farm rekur skeldií 6 löndum; Bandaríkjunum, Frakklandi, Noregi, Portúgal, Spáni og nú á Íslandi. Stolt Sea Farm á Íslandi hefur þegar hað uppbyggingu á 2000 tonna eldi á senegalúru á Reykjanesi og er uppbygging þess vel á veg komin. Áætlað er að fyrsti skurinn verði seldur í ár og að uppbyggingu verði endanlega lokið 2017. Starfsmaður í eldi Stolt Sea Farm, alþjóðlegt, leiðandi skeldisfyrirtæki óskar að ráða starfsmann í eldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi. Fiskeldið verður stærst sinnar tegundar í heimi og er því um kreandi og ölbreytt framtíðarstarf að ræða. Starfsmaður þarf að hafa bifreið til umráða. Starfssvið og ábyrgð: - Almenn skeldisstörf. - Bakvaktavinna. Hæfniskröfur: - Reynsla úr skeldi, skvinnslu eða sambærilegu. - Skipulögð og öguð vinnubrögð. - Góð íslensku- og enskukunnátta. Kunnátta í spænsku er kostur. - Reykleysi og reglusemi. - Hreint sakavottorð. - Lágmarksaldur 25 ár. Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2014. Umsókn og ferilsskrá sendist á íslensku á netfangið ss celand@stolt.com merkt “Starfsmaður í eldi”. Stolt Sea Farm Icela d, á Reykjanesi, óskar að ráða sumarstarfsmann á verkstæði okkar frá júní til sept. Upplýsi gar í íma 6600810. Skilafrestur greina í næsta blað er til kl. 17 á morgun, föstudag, 23. maí. Póstfang: hilmar@vf.is Athugið!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.