Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 22. maí 2014 23 -aðsent pósturu vf@vf.is Orðið Fésbókar,,vinir” er sér-stakt hugtak sem ber með sér að vinir ræði uppbyggjandi málefni og beri jákvæðni og birtu í samskiptum sín á milli. Þessi netmiðill býður þó hætt- unni heim þegar rógur og níð fá mesta ,,læk” og deilingu. Svo- kölluð ,,net-tröll” nýta sér miðil- inn í miður uppbyggilega umræðu. Um árabil hafa foreldra – og félagasamtök eins og Heimili og skóli og Barnaheill, jafnvel símafyrirtækin, skorið upp herör gegn neikvæðri umræðu á netinu þar sem minnt er á að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Kröftug og verð umræða er um ein- elti og skaðleg áhrif þess á börn og fjöl- skyldur. Það hefur verið viðtekin venja að hægt sé að vega að stjórnmálamönnum umfram aðra. Ég kannast vel við það og læt mér ekki allt fyrir brjósti brenna eftir áratuga samfylgd í pólitík með manninum mín- um, Árna Sigfússyni, sem jafnframt er faðir fjögurra barna okkar og afi þriggja barnabarna. Þegar maður lifir og hrærist í heimi stjórnmálanna er mjög mikilvægt að vernda fjölskylduna og stuðla að því að heimilið sé griðastaður þar sem friður ríkir og fólk stígur varlega til jarðar í umræðu um náungann, þrátt fyrir að hann sé á önd- verðum meiði í pólitík. Ég trúi því að á þann hátt kenni maður börnum gildi þess að bera virðingu fyrir náunganum og að sýna honum umburðarlyndi. Fordómar verða ekki til ef við erum góð fyrirmynd. Fyrirmyndirnar En hvers vegna er ég að minnast á átaks- verkefni foreldrasamtaka, einelti og fyrir- myndir? Jú, það ber svo við að sérstakur áhugamaður um níðskrif á bæjar- stjórann, manninn minn, er kennari hér í bæ sem hefur m.a. stundað þessa iðju sína á vinnu- tíma. Hann heitir Styrmir Barkar- son og kennir við skóla sem ég starfa við. Kennarinn, sem á að vera fyrirmynd nemenda sinna notar ítrekað ógeðfelldar aðferðir einelt- is með afskræmdum myndum sem hann hefur leikið sér að útbúa. Allt er þetta undir yfirskini umburðarlyndis, gagnrýnnar hugsunar og skoðanafrelsis. Þessar aðferðir eiga víst að vera mikilvægar til að verja hagsmuni bæjarins. Umræðan er einhliða og rætin; ,,Sjallarnir” skulu falla fyrir lífstíð með bæjarstjórann í fararbroddi. Hann hamast og hamast en ummælin verða ítrekað rætnari og eiga minna og minna skylt við málefnalega umræðu eða skoð- anafrelsi. Á meðan ,,Sjallarnir” svokölluðu skammta grauta, skammtar kennarinn nefnilega al- heimsnetinu vettvang til að níðast á öðrum samferðamönnum. Hvort skyldi vera betra? Nóg komið Það er í eðli sínu varhugavert og viðkvæmt að koma fram sem maki með þessum hætti og gefur auðvitað tilefni til frekari útúr- snúnings, ef net–tröllin vilja svo viðhafa. Ég hef hingað til ekki fylgst glöggt með þessum langvarandi skrifum kennarans og annarra þekktra níðpenna, hreinlega til að láta ekki taka gleðina frá mér af því að lifa og hrærast í samfélagi sem ég hef mikla trú á. Ég vil geta horft í augu þess fólks sem ég vinn með og brosað til þess af einlægni. Frá því að við Árni fluttum hingað með fjöl- skylduna fyrir tólf árum höfum við kynnst góðu fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem vill náunga sínum og bænum allt hið besta. Við komum mörg úr ólíkum áttum með ólík gildi og áherslur og eigum rétt á að kjósa þá til sem við viljum að sinni þjónandi forystu fyrir bæinn. Málefnanleg umræða og gagn- rýni á að þrífast í heilbrigðum samfélögum en hin vandmeðfarna lína milli gagnrýni og eineltis er orðin mjög óljós. Ég veit að fleirum en mér þykir nóg komið. Við búum ekki til betra samfélag með því að hatast og níða náunga okkar. Það er blettur á okkar góða samfélagi að láta óhróður og níðskrif taka völdin. Það er ólíðandi að net-tröllum leyfist að draga og tala bæinn okkar niður eftir margra ára þrotlausa uppbyggingu á öllum sviðum. Ég hvet þá sem iðka þessi skrif, deila og láta sér líka við slík ummæli, til að doka við og hugsa hvaða verðuga innlegg þeir leggja til samfélagsins og kynna hvernig þau sjá fyrir sér framtíð bæjarins á uppbyggilegri nótum. Þeir sem deila boðskap óhróðurs, jafnvel án ígrundunar, eru í sjálfu sér ekkert betri en upphaflegur textasmiður. Betra samfélag – verkin látin tala Bæjarstjórinn títtnefndi hefur beitt sér í þágu bæjarbúa af prúðmennsku, engin níð- skrif eru notuð sem vopn í baráttunni. Hann hefur sett fram skýra sýn um að í Reykja- nesbæ verði betra samfélag; umhverfi sem laðar að nýja íbúa með allt til reiðu fyrir ný atvinnufyrirtæki, áhersla er á alla inn- viði samfélagsins þar sem sérstaklega er hugað að barnafjölskyldum. Árni hefur sem bæjarstjóri sýnt ótrúlega elju og þolinmæði síðustu ár og haft óbilandi trú á að hjól at- vinnulífsins færu að snúast. Allt kapp hefur verið lagt á að undirbúa jarðveginn og gera bæinn okkar samkeppnishæfan um fólk og fyrirtæki. Verkin hafa svo sannarlega verið látin tala; ekki rógur og níð. Hvernig væri að sameinast um að halda áfram á þeirri vegferð? Bryndís Guðmundsdóttir n BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR SKRIFAR: Að níða náungann Framsókn í Reykjanesbæ framsokn.com KveiKjum á perunni 60 milljóna króna sparnaðartækifæri Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnar- kosninga, sem fram eiga að fara 31. maí 2014, er hafin hjá sýslumanninum í Keflavík. Hún verður sem hér segir á skrifstofum sýslumannsins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ og Víkurbraut 25, Grindavík: Reykjanesbær: • Alla virka daga frá kl. 08:30 til 19:00 • Laugardaginn 24. maí frá kl. 10:00 til 14:00 • Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí frá kl. 10:00 til 14:00 • Á kjördag, laugardaginn 31. maí frá kl. 10:00 til 14:00 Grindavík: Opið virka daga og á uppstigningardag sem hér segir: • Til og með 23. maí frá kl. 08:30 til 13:00. • Dagana 26.- 28. og 30. maí frá kl. 08:30 til 18:00. • Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, frá kl. 10:00 til 14:00. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 26. til 28. maí nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnunum. Sýslumaðurinn í Keflavík 21. maí 2014 Þórólfur Halldórsson sýslumaður Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Auglýsingasíminn er 421 0001 Víkurfréttir koma næst út miðvikudaginn 28. maí. Síðasta blað fyrir sveitarstjórnarkosningar sem verða laugardaginn 31. maí.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.