Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 22. maí 2014 25 -aðsent pósturu vf@vf.is Þessari spurningu þarf hver og einn að spyrja sig að áður en hann greiðir atkvæði á kjördag. Mitt framlag er að það þarf vel samsetta bæjarstjórn með góðan leiðtoga í brúnni. Næsta bæjarstjórn þarf að geta hugsað í stóru sam- hengi og hafa styrk til að takast á við mótlæti. Þessir verðandi fulltrúar okkar þurfa að geta unnið með öllum bæjarbúum að góðri fram- tíðarsýn og hafa styrk til að koma þeim verk- efnum í framkvæmd sem þarf til að gera bæinn okkar betri. Innan skamms fagnar Reykjanesbær 20 ára af- mæli sameiningar sveitarfélaganna Hafna, Njarð- víkur og Keflavíkur. Á þessum tveimur áratugum hefur bærinn okkar tekið miklum framförum. En sú jákvæða þróun er ekki komin til að sjálfu sér, heldur liggur þar á bakvið markviss vinna sam- helds hóps okkar fulltrúa í fyrri bæjarstjórnum. Á þessum 20 árum hafa íbúar í Reykjanesbæjar mátt upplifa einhverjar mestu hremmingar sem eitt sveitarfélag á landsbyggðinni hefur nokkurn- tíma gengið í gegnum. Í fyrsta lagi þá þá lagðist útgerð og fisverkun næstum alveg af, sem m.a. má rekja til þess ríkið, fjölmiðlar og almennings- álitið var með þeim hætti að þetta byggðasvæði okkar þyrfti ekki sérstakan stuðning, þar sem það hefði varnarliðið sem öruggan vinnuveitanda. Þá gerðist það að varnarliðið ákvað með mjög skömmum fyrirvara að hætta allri starfsemi á Keflavíkurflugvelli og við það hurfu á einu bretti um 1.100 störf. Það var svo rétt í þann mund sem endurreisnin var hafin í kjölfar brottfarar Varnar- liðsins, að hér skall á fjármálakreppa sem er ein sú stærsta í sögunni og ekki er enn búið að bíta úr nálinni með. Þrátt fyrir mótlæti hafa fyrri bæjarstjórnir Reykjanesbæjar haldið áfram að fylgja eftir þeim verkefnum sem snéru að nýrri framtíðarsýn í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Það hefur hinsvegar ekki gengið sársaukalaust og ein mjög erfið afleiðing þess er sú erfiða skuldastaða sem við stöndum nú frammi fyrir að þurfa að vinna okkur út úr. Ekki fæst þó betur séð en að hafin sé markviss vinna að því hjá bæjarstjórn að fylla aftur í þessa skulda- holu, en betur má ef duga skal. Til þess að halda þeirri vinnu áfram þarf næsta bæjarstjórn okkar stuðning og skilning á því að það kunni að þurfa að grípa til sérstakra ráðstafana til þess að fullnýta öll tækifæri til þess að minnka kostnað og auka tekjur bæjarsjóðs. Vel má vera að einhverjir hefðu gert hlutina með öðrum hætti ef fyrirséð hefði verið að út- gerð myndi nánast leggjast af, eða að varnar- liðið myndi hætta starfsemi, eða að bankakreppa myndi að skella á. En það er svo að þegar framtíð- arsýn er lögð fram er alltaf óvissa um hvað tekur við, hvaða hindranir verða á veginum og hversu langan tíma það tekur að koma þeim í fram- kvæmd. Það þarf styrk til að riðja úr veginum hindrunum svo að framtíðarsýn geti orðið að veruleika. Sú hefur verið raunin hjá fyrri bæjar- stjórnum, en lýsandi dæmi um dugnað okkar fólks eru þau verkefni sem nú þegar eru nú orðin að veruleika, eins og t.d.: Endurnýjun gamla bæjarins, Hafnargötunnar og Duus húsa sem nú eru orðin að menningarmiðstöð Grunnskólarnir okkar sem hafa dafnað og tekið miklum framförum og eru enn að bæta sig Íþróttaaðstaðan í bænum sem hefur batnað og árangur íþróttagreina í samræmi við það Atvinnusvæðin í Helguvík og Ásbrú sem eru tilbúin til að taka við nýjum atvinnutækifærum Öldrunarsetrið að Nesvöllum sem er orðið að veru- leika og er líklega eitt flottasta konsept á landinu Ásýnd gatna, opinna svæða og bygginga í bænum okkar sem hefur tekið miklum framförum Byggingarasvæði fyrir nýjar íbúðir sem er tilbúið í Innri-Njarðvík með tilheyrandi skóla og þjónustu Menningar- og tónlistamiðstöðin Hljómahöll í Stapanum Það þarf áhuga, ástundun og árvekni til að ná árangri. Fyrri bæjarstjórnir og bæjarstjórar hafa sýnt okkur það í verki og við erum nú á góðri leið með mörg verkefni sem gera bæinn okkar betri. Gleymum því þó ekki að hvernig sem kosningar fara, þá erum eitt bæjarfélag og eigum mikið undir því komið að vinna samhent að góðum málum í framtíðinni. Við deilum því flest að vilja; fjölbreytt atvinnutækifæri, gott íþrótta og menningarlíf, góð uppeldisskilyrði fyrir börnin okkar, aðlaðandi umhverfi, virðingu fyrir fólki, og tækifæri til að eyða efri árum á heimaslóðum. Hver sem úrslit kosninganna verða þá verðum við að vinna saman að því að gera góðan bæ betri, bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum og styðja okkar stjórnmálafólk áfram til góðra mála. Hér að ofan eru þau gildi sem ég hef að leiðar- ljósi þegar ég greiði atkvæði mitt. Ég hvet alla til að fylgja eigin hjarta og dómgreind og skoða sín eigin gildi áður en lagt er af stað með óánægðu hjörðinni. Með von um að atkvæði ykkar verði bænum okkar til heilla. Sigurður Garðarsson Hvað verður Reykjanesbæ til heilla? n SIGURÐUR GARÐARSSON SKRIFAR: Drukkinn öku- maður stöðvaður í startholunum uÁrvökull lögreglumaður á Suðurnesjum stöðvaði ölvaðan mann sem sestur var undir stýri í Keflavík og hugðist aka af s tað. L ö g- reglumenn voru við hefðbundið eftirlit við skemmti- staði umdæmisins þegar einn þeirra kom auga á mann sem skaust baka til út af skemmti- stað. Lögreglumaðurinn hélt á eftir honum og sá að hann setti bifreið í gang. Stækan áfengis- þef lagði af manninum, þegar hann var tekinn tali, og viður- kenndi hann neyslu áfengis. Honum var tjáð að hann gæti sótt bíllyklana á lögreglustöð þegar runnið væri af honum. Þá voru tveir ökumenn til við- bótar teknir vegna gruns um ölvun við akstur í umdæminu. Annar þeirra ók einnig yfir leyfi- legum hámarkshraða, því bifreið hans mældist á 139 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga óskar eftir samstarfi við einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa mikinn áhuga á starfi með börnum og ungmennum. Um er að ræða starf sem persónulegur ráðgjafi. Helstu verkefni og ábyrgð Helstu verkefni persónulegra ráðgjafa er að sinna stuðningi við barn og að vera því góð fyrirmynd. Hlutverk persónulegs ráðgjafa skv. barnaverndar- lögum er að veita barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega og tilfinningalega svo sem í sambandi við tómstundir, menntun og vinnu. Samband persónulegs ráðgjafa og barns byggist á gagnkvæmu trausti og vinsemd. Hæfniskröfur · Góðir samskiptahæfileikar · Sjálfstæði í vinnubrögðum · Áhugi og reynsla af vinnu með börnum · Hreint sakarvottorð Frekari upplýsingar um starfið Algengast er að um 12 klst. sé að ræða á mánuði, en vinnutími er sveigjanlegur og fer eftir þörfum hvers og eins. Karlmenn eru sérstaklega hvattir til þess að leggja inn umsókn. Starfið hentar einstaklega vel sem hlutastarf með námi og er góður undirbúningur fyrir alla sem hyggjast stunda nám og/eða störf sem krefjast mannlegra samskipta. Ekki er krafist tiltekinnar menntunar eða reynslu, öll lífsreynsla getur komið að notum! Einnig vantar okkur fólk á skrá til að sinna liðveislu í málefnum fatlaðra. Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Björk Guðbjörnsdóttir í síma 420-7555 eða með því að senda fyrirspurn á thelma@sandgerdi.is Ertu góður félagi? VÖRÐUNNI MIÐNESTORGI 3 – 24 SANDGERÐI – SÍMI 420 7555 FÉLAGSÞJÓNUSTA SANDGERÐISBÆJAR, SVEITARFÉLAGSINS GARÐS OG SVEITARFÉLAGSINS VOGA Næsta blað kemur út miðvikudaginn 22. maí Lesendur athugið! Frjálst afl býður eldri borgurum í Reykjanesbæ upp á léttar veitingar á kosningaskrifstofu sinni að Hafnargötu 91, sunnudaginn 25. maí kl. 15:00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Spjöllum og syngjum saman. Opnunartíminn á kosningaskrifstofunni er alla virka daga frá kl. 16:00 til 22:00 um helgar frá kl 11:30-17:00. Fylgist með starfinu okkar á Facebook.com/frjalstafl og á heimasíðu okkar www.frjalstafl.is Hlökkum til að sjá ykkur Frjálst afl – Fyrir ykkur! Oddvitarnir í Reykjanesbæ í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN í kvöld kl. 21:30

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.