Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 26
fimmtudagurinn 22. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR26 -aðsent pósturu vf@vf.is Kennarar óskast til starfa við Gerðaskóla í Sveitarfélaginu Garði skólaárið 2014-2015 Við óskum eftir að ráða kennara til kennslu í myndmennt auk almennrar bekkj- arkennslu á yngra stigi. Einnig óskum við eftir kennara til að kenna íslensku sem annað tungumál og sérkennslu. Við leitum eftir metnaðarfullum kennurum sem vilja ná góðum árangri og eiga gott með að vinna í góðum starfsmannahópi. Gerðaskóli er vel búinn heildstæður grunnskóli með um 200 nemendur í Sveitarfélaginu Garði á Suðurnesjum. Allur aðbúnaður starfsfólks og nemenda er mjög góður. Áhugasamir eru hvattir til að heimsækja okkur og skoða aðstæður. Skólastjórnendur veita frekari upplýsingar í síma 422-7020. Umsóknarfrestur er til 30. maí. Við erum öll sammála því að grundvöllur fyrir velgengni er að okkur líði vel, við séum þokka- lega sátt við okkur sjálf og þá sem næst okkur standa. Á bak við nem- endur í skólanum okkar eru for- eldrar en þeir bera fyrst og fremst ábyrgð á sínum börnum og velferð þeirra. Ábyrgð starfsmanna grunn- skóla er líka mikil og er samstarf og samvinna milli foreldra og starfs- manna algjört grundvallaratriði í velferð barnanna. Það var því mjög ánægjulegt að fá niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins sem flestir grunnskólar á landinu taka þátt í. Skólapúlsinn er könnun á skólastarfi sem er framkvæmd um land allt. Tilgangurinn með þátt- töku er að útvega samanburðarhæf og aðgengileg gögn um mikilvæga þætti í skólastarfinu. Þar kemur fram að almenn ánægja er með nám og kennslu í skólanum og þar er skólinn talsvert fyrir ofan landsmeðaltal. Foreldrar eru ánægðir með kennara, stjórnendur og starfs- menn almennt og samskipti þeirra við nemendur sem og hvernig tekið er á agamálum í skólanum. Einnig kom fram að upplýsingaflæði þykir gott og námslegum þörfum nemenda er mætt bæði í almennri kennslu og sérkennslu. Við teljum ástæðu til að vekja máls á því að virkni foreldra í námi barna sinna er töluvert yfir landsmeðaltali, sú þátttaka mun skila sér í bættum námsárangri. Við erum því miður ekki laus við ein- eltismál hér, þótt þeim fari fækkandi, en skorum langt fyrir ofan meðaltal hvað varðar ánægju foreldra með úr- vinnslu og hraða í meðferð eineltis- mála. Þar teljum við að foreldrar og starfsmenn standi þétt saman og að upplýsingar berist okkur strax ef eitt- hvað bjátar á en það skiptir sköpum í meðferð eineltismála. Í könnuninni kemur í ljós að for- eldrar telja sig hafa mikil áhrif á ákvarðanir varðandi börnin þeirra og eru ánægðir með síðasta foreldra- viðtal. Öllum nemendum skólans býðst gjaldfrjáls skólamáltíð, sem flestir nýta sér og er sérstaklega ánægju- legt að sjá að ánægja með matinn er langt yfir meðaltali. Við teljum að það hafi áhrif að allur matur er eld- aður frá grunni í mötuneytinu og að við framúrskarandi eldamennsku eru höfð til hliðsjónar markmið Lýð- heilsustofnunar. Meirihluti barna á yngsta stigi nýtir frístundaúrræði eftir skóla og er mikil ánægja með þá starfsemi. Í sameiningu munum við leggja okkur fram um að halda áfram því góða starfi sem unnið er. Svava Bogadóttir skólastjóri Linda Sjöfn Sigurðar- dóttir deildarstjóri Ánægjulegar niðurstöður úr foreldrakönnun Skóla- púlsins í Stóru-Vogaskóla AUGLÝSING VEGNA RAFRÆNNAR KÖNNUNAR HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að viðhafa könnun meðal bæjarbúa um málefni er varða þjónustu og aðkomu sveitarfélagsins um stjórn og rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja/heilsugæslunnar. Könnunin, sem er rafræn, fer fram dagana 23. mai – 31.mai. Á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is koma fram allar upplýsingar um framkvæmd könnunarinnar og hægt að kjósa þar og á kjornet.is frá og með 23.maí. Spurt er hvort íbúar séu sáttir við þjónustu HSS/heilsugæslunnar, hvort að Reykjanesbær eigi að koma að stjórnun og rekstri HSS/heilsu- gæslunnar og þá með hvaða hætti. Stofnfiskur hf. óskar eftir að ráða Næturvörð í sumarafleysingar í laxeldisstöðvar félagsins á suðurnesjum Starfssvið og ábyrgð: Menntunar og hæfniskröfur: - Vinna samkæmt gæðakerfi félagsins - Sjáfstæði í starfi - Næturvarsla - Metnaður og ábyrgð - Öryggisvarsla - Þrif Starfsumsókn má nálgast á íslenska hluta síðunnar: www.stofnfiskur.is Skrifleg umsókn ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið fiskur@stofnfiskur.is fyrir 26. maí 2014 Næturvörður - Sumarafleysing - Suðurnes Í boði er spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki sem er í örum vexti og hefur á að skipa metnaðarfullt og samhent starfsfólk. Næsta blað kemur út miðvikudaginn 22. maí. Auglýsingasíminn er 421 0001 Póstur: fusi@vf.is Auglýsendur athugið!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.