Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 32
fimmtudagurinn 22. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR32 Tómas J. Knútsson Ég ætla að kjósa þá aðila sem setja það sem loforð að afmenga Ísland. Sigurður Sævarsson Er ekki lausnin á þessari kjaradeilu við flugmenn að láta þá bara hafa þessa 30% hækkun sem þeir vilja og í leiðinni veita öllum launþegum í landinu sömu hækkun? Svo jafnasta þetta allt í haust með hraustlegu verðbólguskoti, gengisfell- ingu og vísitöluhækkun. Þá erum við öll í jafn djúpum skít og enginn getur kvartað yfir því að hafa verið skilinn eftir. Sævar Sævarsson Ég og Ólafur Hvanndal mættum einum eld- hressum eldri manni í há- deginu í leit sinni að 10/11 svo hann gæti keypt sér sígarettur. Sá sagði að ég væri sláandi líkur Grétari Sigfinni Sigurðssyni fót- boltamanni úr KR! Grétar hlýtur að taka þessu sem miklu hrósi... Guðmunda Helgadóttir Fjórar sitja og sauma, inní litlu húsi, enginn fær að sjá þær, nema litli Ítalinn á barnum. Haraldur Axel Ætli maður megi taka hádegismatinn sem stjórnmálaflokkarnir bjóða uppá, með sér heim? #mátturísúpunni #xvf2014 #svikinnhériádiskum Jóhann B. Guðmunds- son Jess!! Frábær sigur hjá Heiðarskóla. Holtaskóli stóð sig líka mjög vel. Flottir krakkar. #skólahreysti Katla Garðarsdóttir 1. Sæti í Skólahreysti. Takk fyrir kvöldið yndis- legu liðsfélagar mínir! Við áttum þetta svo sannarlega skilið Unnur María Ég sakna þess að fara í videóleiguna og leigja mér mynd #goodoldti- mes vf.is FimmTudaGuRinn 22. maÍ 2014 • 20. TÖLuBLaÐ • 35. ÁRGanGuR -mundi VIKAN Á VEFNUM Er þetta bara Bein leið í súludansinn? Karla- og konukvöld sjálfstæðismanna Vinnum áfram Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ Á kosningamiðstöð okkar að Hafnagötu 90 bjóðum við uppá súpu í hádeginu á virkum dögum, við grillum pylsur á milli kl. 14 og 16 á laugardögum og bökum saman vöfflur alla sunnudaga frá 14 til 16. Síminn hjá kosningastjóra er 848-2424. Líttu við! xdreykjanes.is Karlarnir á Kaffi Duus kl. 19:30 Um 20:30 verður þeim sem vilja boðið að hoppa í smá rútuferð með Árna um okkar frábæra Reykjanesbæ. Eftir rútuferðina verður farið aftur á DUUS þar sem boðið verður upp á grill fyrir mannskapinn og því skolað niður með svalandi drykkjum. Frábær skemmtiatriði! Enginn sjálfstæðis-karlmaður má láta þetta fram hjá sér fara! Sjáumst á föstudaginn kl. 19:30 á Duus. Konur til áhrifa Konuboð sjálfstæðiskvenna í Reykjanesbæ verður haldið föstudaginn 23. maí kl. 20:00 í kosningamiðstöð xD að Hafnargötu 90. Boðið verður upp á léttar veitingar frá Jenný á Kef Restaurant og lifandi tónlist. Védís Hervör og Ísold synga nokkur lög. Veislustjórn verður í höndum Kristínar Jónu Hilmarsdóttur. Allar konur eru hjartanlega velkomnar! Á föstudaginn munu sjálfstæðismenn standa fyrir bæði karla- og konukvöldum #vikurfrettir Bein leið hefur ákveðið að bjóða upp á dans-kennslu til að fjármagna framboð sitt fyrir bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ. Bein leið segist vilja nálgast stjórnmál á óhefðbund- inn hátt og vilja vera eins og fólk er í daglegu lífi. Þess vegna brugðu frambjóðendur á það ráð að taka sér eina kvöldstund í upptökur á dansi.Þegar höfðu farið fram nokkrar dansæfingar á kosningaskrifstofunni. Dominika Wróblewska, sem skipar 8. sæti á lista Beinnar leiðar, hefur verið að læra dans og bjó til dans fyrir hópinn. Tekið var upp myndband af dans- inum og það má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is. Dansa fyrir kosningasjóðinn Bein leið með óhefðbunda aðferð í í fjármögnun kosningabaráttunnar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.