Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 miðvikudagurinn 28. maí 2014 • 21 . TÖLuBLað • 35. Árgangur Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA ERFIDRYKKJUR Chef Örn Garðars Sími 692 0200 TVÖ AUKABLÖÐ VÍKURFRÉTTA Það er lífleg útgáfa hjá Víkurfréttum íþessari viku. Víkurfréttir eru 40 síður en þar af eru níu síðna blaðauki um samfélagið á Ásbrú í tilefni af Opnum degi sem haldinn er á Ásbrú á morgun, uppstigningardag. Í gær gáfu Víkurfréttir út Járngerði í sam- starfi við Grindavíkurbæ. Um er að ræða 48 síðna blað sem gerir 40 ára kaupsstaðarafmæli Grindavíkurbæjar skil, auk þess sem Sjóar- anum síkáta eru gerð ítarleg skil í blaðinu. Páll Árnason fjórði maður álista Pírata í Reykjanesbæ hefur sagt skilið við flokkinn. Það gerir Páll vegna þess að honum fannst sem ekki væri farið eftir grunngildum flokksins í yfirstandandi kosn- ingabaráttu. „Flokkurinn á að snúast um lýð- ræði og gegnsæi. Undanfarið hefur þetta verið þannig að oddvitinn hefur ráðið öllu upp á eigin spýtur,“ segir Páll í samtali við Víkur- fréttir en hann er ósáttur við þá staðreynd að ýmis mál hafi ekki verið rædd og atkvæði greidd innan flokksins. „Ég vildi að hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn yrði í það minnsta rætt. Oddviti vildi hins vegar notast við loðin svör og ekki ákveða afstöðu okkar með ráðningu bæjarstjóra. Oddviti var ekki fáanlegur til þess að leyfa fólki að kjósa um slík mál,“ segir Páll sem hefur sagt sig form- lega úr flokknum. „Ég vil að fólk fari upplýst í kjörklefann en ég tel að við höfum ekki verið að upplýsa fólk nógu vel.“ Í yfirlýsingu frá Pírötum í kjölfarið segir að ósætti hafi verið milli Páls og Trausta Björgvinssonar oddvita flokksins. Ekki sé raunin að flokkurinn og eða oddviti hafi tekið þá stefnu í einhverjum ein- ræðisherraleik, að fara í samstarf við aðra flokka. Segir einnig í tilkynningu að hjá Pírötum fari fram lýðræðislegar kosningar en úrslit þeirra séu ekki alltaf eins og sumir vilji. Haldinn var fundur í gærkvöldi (mánudag) og sammældust þeir fram- bjóðendur sem komust á hann um að stuðningur við oddvita væri 100% og mun flokkurinn halda áfram að starfa af fullum krafti með öll gildi Pírata að leiðarljósi. Einnig kemur fram að komi til þess að flokkurinn nái nægilegum fjölda kjörna full- trúa inn í komandi kosningum og sjái sér það fært að ná fram sínum markmiðum sem eru gerð eftir grunngildum flokksins, ætla þeir sér ekki að úti- loka á neinar viðræður við aðra flokka. Hins vegar hafi engin ákvörðun verið tekin hvað samstarf við aðra flokka og ekki sé hægt að taka svo stór skref þar sem ekki sé enn byrjað að telja upp úr kössum. Fjórði maður á lista Pírata fyrir borð - Segir oddvita ráða öllu innan flokksins Áttatíu nemendur útskrifuðust frá vorönn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en braut- skráning og skólaslit fóru fram á sal skólans sl. laugardag. Sandra Lind Þrastardóttir, sem er að verða 18 ára, dúxaði frá skólanum með glæsilegri frammistöðu. Nánar um útskriftina og viðal við Söndru á bls. 22-23. Myndir frá útskrift tók Oddgeir Karlsson. Glæsilegur útskriftarhópur í FS Áður en Víkurfréttir fóruí prentun í gær fengust þau svör hjá sýslumanninum í Keflavík að helmings aukn- ing hafi verið á kjörsókn utan kjörfundar í ár, miðað við sveitarstjórnarkosningarnar árið 2010. Hjá sýslumanninum í Kefla- vík höfðu 518 kosið utan kjörfundar kl. 15:30 í gær þriðjudag. Í sveitarstjórnar- kosningunum árið 2010 höfðu 245 kosið utan kjörfundar í lok þriðjudags. Í lok þriðju- dags árið 2006 höfðu 570 kosið utan kjörfundar. Bæði 2010 og 2006 (og Alþk. 2013) eru tölur miðaðar við lok dags, en staðan í dag er miðuð við kl. 15:30, en opið er til kl. 19:00. Í alþingiskosningunum 2013 höfðu 737 kosið í lok þriðju- dags fyrir kjördag. Helmings aukn- ing í kjörsókn utan kjörfundar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.