Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. maí 2014 27 ■■ Páll Þorbjörnsson skrifar: Við lifum og þið viljið lifa Síðustu mánuði og ár hefur margt farið í gegnum kollinn á mér. Hvað get ég gert sem einstaklingur í litlu bæjarfélagi til þess að það dafni vel? Ég bý að þeim ókosti að hafa aldrei átt ömmu né afa á lífi, vegna þess þekki ég ekki svo mikið til daglegs lífs hjá eldra fólki. En mér hefur alla tíð þótt mjög vænt um eldra fólk, sérstaklega þegar ég var ungur og móðir mín forstöðukona yfir elliheimili, þá enduðu dagar mínir gjarnan hjá mömmu. Þar fékk ég haf- sjó af sögum frá virðulegum körlum, og konum þótti nú gott að hafa strák- pjakkinn til að kenna honum lífsregl- urnar. Ég verð að segja að ofursögur karlanna heilluðu mig meira og gat ég setið svo tímunum saman og hlustað á þeirra hjal sín á milli. Af þessu hef ég lært að landið byggðist upp á berum höndum feðra okkar. Ég gleymi því aldrei þegar ég spurði frænda minn hann Þórhall Sigurjóns í Grindavík, og ég búsettur í Vestmannaeyjum, hvort hann vildi ekki vera afi minn. Eitthvað vantaði í líf mitt og sú fallega tilhugsun þegar hann tjáði mér að auðvitað mætti ég kalla hann afa er mér fersk í huga. Við þetta róaðist ég allur að innan og hugsaði oft til þess að ég ætti afa í Grindavík. Tuttugu árum síðar lá svo leið mín einmitt þangað. Móðir mín skikkaði mig að láta ættingja okkar vita að ég væri sestur hér að og man þann dag þegar ég rölti upp Víkurbrautina að Árnastígnum til að banka á hurðina hjá Ívari Þórhallssyni frænda mínum. Ég tók Daníel elsta son minn, sem þá var um 5 ára gamall, mér til halds og traust. Það var innileg heimsókn og fékk ég að sjá hjá honum afrakstur hans í smíðum á módelum og fleira áhugavert. Það var gott að vita af einhverjum nálægt mér. Í dag er þetta enn sterk minning. Mér hefur ávallt þótt mjög vænt um eldra fólk og sérstaklega þegar ég hitti á fólk hér í bæ og annars staðar sem getur sagt mér sögur af Palla Krata í Vestmanna- eyjum alnafna mínum og afa. Steinþór Þorvaldsson hefur gefið mér góða inn- sýn í fyrri tíma og þekktust þeir afi. Af hverju er ég að ræða um uppvaxtarár mín? Vegna þess að hér í bæ er sam- félag eldri borgara sem mikil þörf er á að bæði sameina og búa þeim hlýlegra og félagslegra betra umhverfi. Hafist var handa 2007 að gera deiliskipulag fyrir smáíbúðabyggð við Víðihlíð sem aldrei var lokið. Fyrir mér er brýnt að klára þetta skipulag og hefjast handa við að búa til samfélag á þessum reit sem verður líflegur og ákjósanlegur staður fyrir eldra fólk sem vill búa í nánd við vini og kunningja. Þetta er fólkið sem hefur byggt upp Grindavík og sáð þeim fræjum sem nú blómstra í fallegum bæ. Ég vil að við höldum þeirri stefnu að öllum líði vel og sam- eina samfélag eldri borgara. Hver vill ekki á eldri árum geta rölt stuttan spöl í kaffi til vinar, eða hafa í göngufæri góðan samverustað þar sem nóg er af fjölbreyttri afþreyingu. Þetta eigum við að fara í og gæti verið átak hjá Grinda- víkurbæ, lífeyrissjóðum, húseigna- félögum og jafnvel að stéttarfélögin taki einnig þátt. Ég verð 35 ára gamall í sumar, finnst eins og ég hafi verið 16 ára fyrir fáum árum síðan. Á þessu ári verður samanlagður aldur allra minna barna í dögum talið sá sami og minn. Já ótrúlegt, þau hafa samanlagt lifað sama dagafjölda og ég og þetta segir mér að lífið heldur áfram dag eftir dag og að lokum uppskerum við erfiðið og komumst á lífeyri. Þá vil ég vera í sam- félagi með vinum og kunningjum og að börnin mín viti að mér líði vel. Páll Þorbjörnsson Höfundur skipar 7. sæti á lista Samfylkingarinnar og er for- maður Samfylkingar í Grindavík Það er breytingarandi yfir bænum okkar þessa dagana, bæjarbúar kalla á nýjar áherslur við stjórn bæjarins. Við á S-listanum höfum einbeitt okkur að því að kynna okkar flotta og fjöl- breytta frambjóðendahóp, bankað upp á hjá bæjarbúum og kynnt nýja sýn og breyttar áherslur fyrir bæinn og boðið bæjarbúum þjónandi forystu. Allt uppi á borði hjá S-listanum Við munum stjórna bænum okkar á opnari og ábyrgari hátt en nú er gert og tryggja að íbúar Reykjanesbæjar séu upplýstir um stöðu bæjarsjóðs og um tengsl og hagsmuni kjörinna fulltrúa. Við göngum undan með góðu fordæmi og höfum birt upplýsingar um hags- muni og tengsl okkar frambjóðenda – ein allra framboða – á xsreykjanesbaer. is en þar má líka finna myndbönd með frambjóðendum og allar upplýsingar. Við munum móta samfélag með bæjar- búum grundvallað á virðingu, jöfnuði, lýðræði, ábyrgð og gegnsæi með fjöl- skylduna í fyrirrúmi og standa vörð um grundavallarstoðir eins og Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og berjast hart gegn einkavæðingarhugmyndum. Sameinumst og breytum! Ef núverandi meirihluti bæjarstjórnar fellur eins og flest bendir til þá eru það mjög skýr skilaboð frá bæjarbúum um breytingar og því skylda okkar að ná samstöðu um stjórn bæjarins og ég hef fulla trú á að það takist. Ný bæjarstjórn mun svo auglýsa eftir bæjarstjóra og ráða hæfan einstakling til verksins sem framfylgi stefnunni sem bæjarfulltrúar, kjörnir af íbúum bæjarins móta. Kosningarnar 31. maí eru bæjarstjórnarkosningar þar sem kosið er um nýjar og breyttar áherslur við stjórn bæjarins – kosningarnar snúast ekki um einstök embætti. Til þjónustu reiðubúinn! Ég hlakka til að vinna í stórum og fjölbreyttum hópi að því að breyta áherslum og bæta bæ- inn okkar, búa til sam- félag þar sem öllum bjóðast jöfn tækifæri. Hópi þar sem fjöl- breyttar raddir hljóma og hópi sem hrindir spennandi hugmyndum í framkvæmd. Hópi sem sameinast um að reka bæ- inn okkar af ábyrgð, nýta tækifærin af skynsemi og skila honum betri til barna okkar. Ég er í baráttusæti S-listans samkvæmt skoðanakönnunum, kominn með fjög- urra ára reynslu í bæjarstjórn, brima- fullur af metnaði fyrir hönd bæjarins okkar og til þjónustu reiðubúinn. X við S á kjördag er atkvæði greitt breyttum áherslum, nýrri sýn og betri bæ. Eysteinn Eyjólfsson 3. sæti á S-lista Samfylk- ingarinnar eða óháðra Nú er komið að bæjar- stjórnarkosningum. Stefnumál okkar hjá Á-lista Frjáls afls snúast um fjármál sveitar- félagsins, uppbyggingu atvinnulífs og velferðar- mál. Þau hafa fengið góðar viðtökur. Innleiðum ábyrga fjármálastjórn! Skuldastaða bæjarins er grafalvarleg. Í árslok 2013 voru skuldir og skuld- bindingar bæjarsjóðs 24,7 milljarðar króna og 40,4 milljarðar ef b-hluta fyrirtæki eru tekin með. Þá var bæjar- sjóður rekinn með 539 milljóna tapi og með b-hluta fyrirtækjum meðtöldum var tapið 973 milljónir króna. Vextir sem slíkar skuldir bera eru auðvitað gríðarlega háir eða 1,2 milljarðar hjá bæjarsjóði og 2,4 milljarðar hjá sam- stæðu. Þannig fer sorglega stór hluti af tekjum bæjarfélagsins okkar einungis í vexti! Ef haldið verður áfram á sömu braut, stefnir í algert óefni. Við verðum að ná niður skuldunum eins hratt og mögu- legt er. Minnka útgjöld og auka tekjur. Verkefnum verður að forgangsraða. Þar verðum við að hafa manndóm til að velja nauðsynlegustu verkefnin úr en geyma önnur til betri tíma. Við þurfum að gera eins og vel rekin heimili við slíkar aðstæður: lækka útgjöld og auka vinnuframlag. Ráðum fagmann í stöðu bæjarstjóra Mikilvægt er að til þessa verkefnis verði ráðinn bæjarstjóri sem er reynslu- mikill fagmaður í rekstri og endur- skipulagningu skulda. Hann á ekki að koma úr röðum bæjarfulltrúa. Undir hans forystu þarf að gera vandaðar fjárhagsáætlanir sem byggja á raun- veruleikanum en ekki á óraunhæfum væntingum eða glansmyndum. Íbúar Reykjanesbæjar trúa kjörnum bæjar- fulltrúum fyrir fjármunum bæjarins, sínum peningum. Bæjarfulltrúum ber skylda til að fara vel með þau verðmæti sem þeim er trúað fyrir. Styðjum raunhæf atvinnutækifæri Hitt stóra verkefnið er að stuðla að fjölbreyttu og öflugu atvinnulífi til að draga úr atvinnuleysi og fjölga vel launuðum störfum þar sem menntun bæjarbúa fær að njóta sín. Við þurfum að styðja við bakið á raunhæfum at- vinnutækifærum í stað þess að dreifa kröftunum um of. Ferðaþjónustan er helsti vaxtarbroddurinn í dag. Þar þurfum við að bæta innviðina í góð- um tengslum við atvinnugreinina. Þá er álver í Helguvík vænlegur kostur með fjölda vel launaðra og fjölbreyttra starfa. Þar verðum við að fá ríkisvaldið til að leggjast fastar á árar með okkur. Verjum velferðina Þrátt fyrir aðhald í rekstri þurfum við að verja grunnþjónustu við íbúana. Við eigum að veita börnum okkar góða menntun. Við eigum að styðja dyggi- lega við bakið á hverskonar forvarnar- starfi eins og íþróttum. Veita eldri borg- urum aðgang að þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. En við þurfum einnig að koma sem flestum til sjálfs- bjargar. Við, fulltrúar Á-lista Frjáls afls, munum leggja okkur öll fram um að ná fram verulegum umbótum fyrir bæjarbúa og gera bæjarlífið þannig að öllum geti liðið vel. Taktu því á með okkur og merktu X við Á-listann 31. maí. Gunnar Þórarinsson Kr ist inn Ha lld ór a Ha lld ór Bja rn ey Gu ðm un du r Ko lbr ún Framsókn í Reykjanesbæ framsokn.com Betri bæjarstjórn skilar meiri árangri ■■ Eysteinn Eyjólfsson skrifar: ■■ Gunnar Þórarinsson skrifar: Svona byggjum við betri Reykjanesbæ! XS – Breytum bænum saman Átak við hreinsun smábátahafnarinnar í Gróf í Keflavík hefur staðið yfir í sjö mánuði, þegar loks kom að því að Land- vernd, sem sér um fánaveitinguna, var reiðubúið að afhenda Bláfánamerkið til merkis um hreinleika hafnarinnar. Sum- arið 2013 var gengið frá frárennslislögnum sem legið höfðu í höfnina og útilokaði að öll óhreinindi bærust þangað tengd frárennslislögnum. Gengið hafði verið frá öðrum þáttum sem tilheyra veitingu bláfánans sem snúa að öryggi og um- hverfi fyrir notendur smábátahafnarinnar, eins og ílát fyrir hættuleg efni, úrgangsolíur, slökkvibúnað við olíudælu o.fl. Dagsetningin var tilkynnt í fjölmiðlum og til stóð að fagna þessum umhverfisáfanga með lítilli samkomu, þar sem öllum bæjarbúum ásamt stjórnendum bæjarins og hafnar- innar var boðið til athafnarinnar auk fulltrúa Bláa hersins, Tómasi Knútssyni. Íbúi í nágrenni hafnarinnar, Styrmir Barkarson, reynist hafa hringt inn til Landverndar degi fyrir auglýsta athöfn, þar sem viðurkenningin skyldi afhent, og tilkynnti um saur í höfninni. Landvernd varð að bregðast við með því að hafna afhendingu Bláfánans og fresta afhendingu þar til niðurstaða úr sjávarsýnatöku lægi fyrir. Enginn annar virðist hafa orðið var við þessi óhreinindi. Sýnatakan hefur nú leitt í ljós að höfnin sé tær og hrein nánast án saurgerla og langt innan allra eðlilegra marka. Þetta er ekkert ólíkt því að tilkynna sprengju í flugstöðinni, sem reynist vera uppspuni. Við slíkum tilkynningum þarf þó alltaf að bregðast. Umhverfissamtök er hyggjast veita viðurkenningu verða því að bregðast alvarlega við tilkynn- ingum af því tagi er barst frá Styrmi eins og Landvernd gerði í þessu tilviki. Hins vegar er það alvarlegt mál að misnota umhverfissamtök á þennan hátt, þótt viðkomandi hafi horn í síðu núverandi stjórnar Reykjanesbæjar. Bláfáninn er eftirsóknarverð viðurkenning, sem staðfestir hreinleika og öryggi smábátahafna. Mikilvægast er þó að við íbúar Reykjanesbæjar eigum snyrtilega og góða smábátahöfn eins og Grófin er í dag. Óska öllum til hamingju með þennan áfanga sem Bláfáninn er. Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar. ■■ Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, skrifar: Fölsk viðvörun – Er verið að gera lítið úr bænum?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.