Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 35
ÁSBRÚ6 n LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ ALGALÍF TÆKNISMIÐJA Á SUÐURNESJUM – Formleg opnun á Opnum degi á Ásbrú F ormleg opnun tæknismiðju á Suðurnesjum verður í Eldey á Opna deginum á Ásbrú. Verkefnið er liður í Sóknaráætlun Suðurnesja en markmið þess er að koma á fót skapandi smiðju fyrir ungt fólk í samstarfi við menntastofnanir á svæðinu og frum- kvöðlasetrið á Ásbrú. Tæknismiðjan er samstarf Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs og Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er þróunarverkefni ætlað að styðja við nýsköpun á Suðurnesjum. Nemendafélagið NOT sem eru nemendur í tæknifræði hjá Keili hafa unnið að verkefninu í sjálfboðavinnu bæði við undirbúning og þróun en þeir munu jafnframt koma að rekstri smiðjunnar en hún verður opin öllum menntastofnunum sem og almenningi. Kennarar og nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja munu jafnframt starfa í sjálfboðastarfi í smiðj- unni á fyrstu stigum hennar en verkefnið er þróunarverkefni til eins árs. Að sögn Dagnýjar Gísladóttur verkefnastjóra Heklunnar miðar verkefnið að því að efla tæknimenntun á svæðinu, tengja saman tækni og hönnun, og kveikja áhuga hjá ungu fólki á frekara námi á þessu sviði en einnig að ná til ungs fólks sem e.t.v. finnur sig ekki í hefðbundnu námi. Tæknismiðjan verður staðsett í Eldey, frumkvöðlasetri á Ásbrú. Þeir sem sækja smiðjuna geta jafnframt nýtt sér tækjabúnað í FS og Keili eftir því sem við á. Í smiðjunni er m.a. þrívíddarprentari og þrívíddarskanni sem býður upp á fjölda möguleika, bæði fyrir frumkvöðla, hönnuði eða fyrir- tæki í nýsköpun sem og almenning. Notast er við opinn hugbúnað og smiðjustjóri leiðbeinir gestum. Markmið og áherslur Tæknismiðjan byggir að hluta til á reynslu Fablab á Íslandi en þó enn frekar á grunni Hackerspace/Hakkasmiðja sem líta má á sem samfélags- lega vinnustofu, tilraunastofu og eða verkstæði „garage“ þar sem ein- staklingar með mismunandi þekkingu og hæfileika geta samnýtt, búið til og skipst á hlutum, þekkingu og hugmyndum. Áhersla verður lögð á endurvinnslu og grænt umhverfi þar sem unnið verður með „ónýt“ tæki og búnað og þeim fundin ný hlutverk í stað förgunar – á skapandi hátt. Í þeim tilgangi mun Kalka leggja til gám sem verður staðsettur við Eldey og eru íbúar hvattir til þess að koma þangað með „ónýt“ rafmagnstæki sem hægt verður að vinna og skapa úr nýja hluti. Hugmyndasamkeppni um nafn Efnt er til hugmyndasamkeppni um nafn á smiðjunni og geta gestir sem líta við í Eldey á Opna deginum komið með tillögur. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu tillöguna. L íftæknifyrirtækið Algalíf mun fá fyrstu uppskeru úr örþörungaræktun sinni í júnímánuði. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að uppbyggingu verksmiðjunnar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Alga- líf nýtir nú 1.500 fermetra hús- næði sem þegar er til á Ásbrú. Þar hefur verið komið fyrir samtals um 55 kílómetrum af fimm sentimetra breiðum gler- pípum þar sem þörungurinn er ræktaður í lokuðu kerfi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan stækki enn frekar á næsta ári og gert er ráð fyrir allt að 6000 fermetra viðbyggingu við núverandi hús- næði. Áætlað er að uppbygg- ing örþörungaverksmiðjunnar muni kosta um tvo milljarða króna og hún verði fullkláruð um mitt ár 2015. Í verksmiðjunni verða ræktaðir örþörungar sem nefnast Ha- ematococcus Pluvialis, en úr þeim er unnið virka efnið Astaxanthin. Það er sterkt andoxunarefni sem notað er í fæðubótarefni og víta- mínblöndur, auk þess að vera neytt í hylkjaformi. Mikill og vaxandi markaður er fyrir efnið og heimsframleiðslan núna annar hvergi nærri eftirspurn. Skilyrði eru sérstaklega hagstæð á Íslandi til hátækniframleiðslu af þessu tagi, en nálægð við al- þjóðaflugvöll, hreint vatn, örugg afhending orku og hæft starfsfólk eru meðal þeirra þátta sem réðu staðarvalinu. Verksmiðjan verður sú fullkomn- asta sinnar gerðar í heiminum. Þörungarnir verða ræktaðir í lok- uðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt ná- kvæmlega. Verksmiðja Algalífs mun nota 5 megavött af raforku til framleiðsl- unnar. Þegar hefur verið gengið frá samningi við HS Orku um raf- orkukaup til 25 ára. Algalíf Iceland ehf. var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska fé- lagsins NutraQ A/S. Áætlað er að uppbygging örþör- ungaverksmiðjunnar muni kosta um tvo milljarða króna og hún verði fullkláruð um mitt ár 2015. Starfsmenn eru núna 18 en verða um 30 þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang. F rá því á vormánuðum 2012 hefur Þróunarfélag Keflavíkur-flugvallar, Reykjanesbær og Skógræktarfélag Suðurnesja unnið saman að umfangsmiklu uppgræðsluátaki á jaðar- svæðum á Ásbrú. Helst hefur verið horft til svæðis norðaustan við Ásbrú til þess að mynda skjól fyrir sterkri norðaustanáttinni. Á þessum tíma hafa verið gróðursettar yfir 11.000 trjáplöntur. Gróðursetning trjáa myndar ekki bara skjól með tilheyrandi já- kvæðum áhrifum á hitastig og veðurfar svæða heldur fegrar gróður einnig umhverfið, gerir það hlýlegra og myndar umgjörð um það mannlíf sem íbúar svæðisins óska sér. Gróðursetning á nærsvæðum samfélagsins hefur einnig verið mikil á undanförnum árum og ber þar t.d. að nefna gróðursetningu við Inn- komu, Andrews Keilisbraut, golfvöllinn og Sporthúsið. Áframhaldandi gróðursetning á Ásbrú mun auka á lífsgæði og vel- líðan íbúa Ásbrúar auk annarra í Reykjanesbæ en Ásbrú er í dag mikið sótt af íbúum annarra hverfa í Reykjanesbæ t.d. til að sækja Sporthúsið eða Keili heim eða jafnvel til að taka nokkrar holur á golf- vellinum á Ásbrú svo eitthvað sé nefnt. Rækta örþörung í 55 kílómetrum af glerpípum Hafliði Ásgeirsson og Xabier Þór Landa við þrívíddarprentarann. 11.000 trjáplöntur mynda skjól fyrir sterkri NA-áttinni Framkvæmda- stjóri Algalífs á Íslandi er Skarphéðinn Orri Björnsson. Samtals eru 55 kílómetrar af glerpípum í örþörunga- ræktun Algalífs á Ásbrú. Glerpípurnar munu mynda lokað kerfi sem nýtt er í ræktun þörunganna. Rækt- unarferlið tekur um þrjár vikur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.