Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2014, Side 1

Víkurfréttir - 05.06.2014, Side 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 fimmtudagurinn 5. júní 2014 • 22. tÖLuBLaÐ • 35. Árgangur Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA ERFIDRYKKJUR Chef Örn Garðars Sími 692 0200 Kona í stól bæjarstjóra? - fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar þann 18. júní nk. Árni Sigfússon fráfarandi bæjarstjóri Dregur andann utan pólitíkur næstu vikur Árni Sigfússon, bæjarstjóriReykjanesbæjar, segir að eftir sveitarstjórnarkosningarnar um síðustu helgi sé hugur hans hjá íbúum Reykjanesbæjar og þeim verkefnum sem stutt er í að klárist. „Sumir voru að halda því fram að kísilverið væri bara leikur. Vélar settar upp bara fyrir helgi til að sýn- ast. Menn gætu þá velt fyrir af hverju þær eru þá ennþá að. Það er verkefni sem er að fara í gang og er gríðarlega ánægjulegt,“ segir Árni og bætir við að þriðja gagnaverið sé að fara í byggingu, annað kísilver skammt undan og hreyfing á álversmálinu. „Það er gríðarlega mikilvægt að ekkert af þessu tefjist nú þegar skipt er um meirihluta í bæjarstjórn. Ég mun gera allt til að liðka götu þessara verkefna og fleiri verkefna. Tryggja að þau komst áfram þótt ég geri það á öðrum vettvangi en á stóli bæjarstjóra.“ Sjálfur segist Árni vera að hugsa sinn gang. „Ég finn núna að ég er þreyttur eftir mikla vinnu undanfarið og hef lofað mér að draga andann utan pólitíkur næstu vikur. Svo sér maður hvað kemur.“ Árni segir klofningsframboð Frjáls afls líklega grunninn að því að Sjálfstæðismenn náðu ekki fleiri mönnum inn en þó sé endalaust hægt að velta fyrir sér hversu langt það gekk. „Allavega alveg ljóst að það er klofningur í okkar röðum, því miður. Auðvitað hefur það áhrif á myndun þessa meirihluta sem nú er að verða til,“ segir Árni. Hann hefur góða trú á að nýja meirihlutanum muni farnast vel í sínu starfi. „Ég vona það fyrir hönd Reykjanesbæjar. Ég má ekki til þess hugsa að fara að hökta þau verkefni sem við höfum verið að byggja upp eða þann árangur sem við höfum náði í stórum málum. Ég er reyndar mjög sáttur með að við höfum náð mjög víða sterkri stöðu sem þyrfti mikið til að fella. Í núverandi meirihluta er ágætisfólk og ég hef ekki trú á öðru en að menn geti náð saman um slík verkefni áfram. Ég er ekkert að spá þeim óförum.“ Spurður um minnkandi áhuga meðal ungra kjósenda á pólitík segir Árni að á meðan fólk sé bara upprifið af hamingju yfir því sem hefur tekist að gera geti hann vel séð fyrir sér að þorri fólks sé ekkert að velta pólitík fyrir sér og setji ekki árangur í samhengi við vinnubrögð og vinnustundir sem þar liggji að baki. „Fólk lifir í núinu en það er að vissu leyti líka kostur. Ég er þeirrar pólitíkur gerður að mér finnst ekki að stjórnmálamenn eigi að skipta öllu máli í lífi fólks. Mér finnst að þeir eigi að sjá til þess að samfélagið sé upp á sitt besta og fólk fái frið og frelsi til að njóta sín með sínum nánustu.“ Hann er sannfærður um að það ala börn upp í því að hafa val og taka þátt í rafrænum kosningum, þá aukist áhugi þeirra á samfélaginu sínu og ábyrgðar- tilfinning með slíkri þátttöku. „Smám saman verða þau virkir þátt- takendur án þess að það snúist endilega um stjórnmál,“ segir Árni. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ féll í sveitarstjórnarkosningunum sl. laugardag. Flokkurinn náði inn fjórum mönnum, miðað við sjö árið 2010. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 36,5% atkvæða í kosningunum nú eða 2550 atkvæði. Þrjú framboð náðu tveimur mönnum inn hvert. Samfylkingin sem fékk næst flest atkvæði eða 1453, sem gerir 20,8%. Bein Leið sem hlaut 16,9% atkvæða, sem gera 1178 atkvæði. Frjálst afl hlaut svo 1067 atkvæði eða 15,3%. Fram- sókn náði inn einum manni en flokkurinn hlaut 8% atkvæða, eða 562. Píratar náðu ekki inn manni. Alls greiddu 7.181 atkvæði, en á kjörskrá voru 10.404. Kjörsókn var því 69%. Guðbrandur Einarsson, oddvit i Beinnar leiðar, segir meirihlutann vera þessa dagana að undirbúa það að skipta upp í nefndir. „Síðan erum við að leita til ráðgjafa um auglýsingu eftir bæjar- stjóra. Þetta er allt komið á fullt og hefur verið síðan á kosninganótt. Við ræddum við Kristin Þór Jakobsson og ég get ekki sagt að búið sé að slá meiri- hlutasamstarf við Framsóknarflokkinn af. Við vildum á þessum tímapunkti heyra þeirra hugmyndir. Það er margt sem þarf að gera og gott yrði að hafa samvinnu við Framsókn um. Þeir voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtíma- bili og hafa tekið þátt í þessari vinnu og ekki óeðlilegt að haft sé samráð við þá og samstarf á einhvern hátt. Hvernig sem það fer get ég ekki sagt á þessum tímapunkti.“ Guðbrandur reiknar með að fyrsti fundur bæjarstjórnar verði 18. júní. Einungis karlmenn hafa sinnt starfi bæjarstjóra, bæði í Reykjanesbæ og áður í Keflavík, Njarðvík og Höfnum. „Ég er mjög skotinn í þeirri hugmynd að kona verði bæjarstjóri. Það hafa einungis karlmenn verið í því starfi í þessum bæ frá upphafi og það er alveg kominn tími á það að kona verði bæjar- stjóri. Við auglýsum og ráðum hæfasta einstaklinginn,“ segir Guðbrandur og bætir við að það þurfi einhvern tryggan í fjármálum og viðkomandi þurfi að hafa ýmislegt til brunns að bera því starfið sé margþætt. Spurður um hvort hann vilji sjá heimamann eða utanað- komandi segir Guðbrandur að honum þætti ekki verra ef heimamenn myndu sækja um en ekki sé hægt að skilyrða það. „Ég hvet alla hæfa heimamenn til að sækja um. Líklega verður auglýst eftir bæjarstjóra í næstu viku og fólk getur því farið að velta fyrir sér hvort það geti hugsað sér að verða bæjar- stjóri,“ segir Guðbrandur að lokum og vill þakka kjósendum fyrir að hafa stutt meirihlutann til þessara verka og þau muni leggja sig fram við að vera traustsins verð. Sex bæjarfulltrúar þrigga flokka, Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar. F.v.: Friðjón Einarsson, Anna Lóa Ólafsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Guðbrandur Einarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir. VF-mynd/Eyþór

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.