Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 5. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Sveitarstjórnarkosningarnar sl. laugardag eru sögulegar í Reykja- nesbæ. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta sínum í bænum eftir tólf ára stjórnarsetu í hreinum meirihluta og þar áður meiri- hlutasamstarf í samstarfi við Framsóknarflokk. Það liggur nú fyrir að þrjú framboð munu myndameirihluta í Reykjanesbæ. Bein leið, Frjálst afl og Samfylking og óháðir ætla að mynda nýjan meirihluta. Þessi framboð fengu öll tvo menn hvert í kosning- unum. Sjálfstæðislfokkurinn fékk fjóra menn og Framsókn einn. Píratar náðu ekki inn manni. Garðurinn er blár í gegn. Þar fengu Sjálfstæðismenn og óháðir fimm bæjarfulltrúa en N-listinn náði tveimur fulltrúum. Nýtt kvennaframboð í Garðinum var aðeins fimm kjósendum frá því að koma inn einum manni á kostnað þess fimmta hjá sjálfstæðis- mönnum. Síðasta kjörtímabil í Garði var fjörugt enda klofnaði meirihlutinn, bæjarstjóra sagt upp og svo klofnaði nýr meiri- hluti þannig að upprunalegi meirihlutinn komst aftur til valda. Ástandið er sagt mun tryggara í Garði eftir kosningar síðustu helgar. Það var stór helgi í Grindavík. Á sama tíma og heimamenn héldu sjómannahátíðina Sjóarann síkáta var stormað á kjörstað og þar, eins og í Garði, náði Sjálfstæðislfokkurinn góðum árangri. Bæjar- fulltrúar flokksins eru nú þrír en var einn áður. Þrátt fyrir þennan stóra sigur þá héldu flokkarnir sem mynduðu meirihlutasamstarf á síðasta kjörtímabili velli. Þrátt fyrir það þá ræðir Listi Grind- víkinga nú við Sjálfstæðislfokkinn um myndun meirihluta með Róbert Ragnarsson áfram í hlutverki bæjarstjóra. Í Sandgerði misstu Samfylking og óháðir meirihlutann. Voru með fjóra menn en fengu þrjá. Samfylkingarfólk er nú í viðræðum við Sjálfstæðisflokk um meirihlutasamstarf. Ekkert hefur verið gefið út um það hvort Sigrún Árnadóttir verði áfram bæjarstjóri eða hvort hún sækist eftir embættinu. Í Vogum er kominn hreinn meirihluti E-lista Strandar og Voga en ástandið í pólitíkinni í Vogum var brothætt á síðasta kjörtímabili. Landslagið í kosningabaráttu er breytt. Gömlu kosningablöðin heyra nú sögunni til að mestu en þess í stað er baráttan rekin í gegnum samfélagsmiðla. Fjölmargir nýttu sér einnig Víkurfréttir og vf.is í kosningabaráttunni, enda miðlarnir með mikla dreifingu á Suðurnesjum. Tekist er á um menn og málefni. Vonandi komust allir frá kosningabaráttunni ómeiddir og tilbúnir í að takast á við nýtt kjörtímabil. Yfir í allt annað: Að endingu er ástæða til að hverja fólk til að heimsækja Bryggjuhúsið í Duushúsum í Reykjanesbæ. Húsið er sannkallað listaverk eftir að hafa verið endurgert frá grunni. Þar er einnig áhugaverð sýning sem við á Víkurfréttum gerum m.a. ítarleg skil í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN í kvöld kl. 21:30 og einnig á vef Víkurfrétta, vf.is. Sögulegar kosningar -ritstjórnarbréf Hilmar Bragi Bárðarson skrifar vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Sagan verður undirtónninn Á dögunum opnaði Byggðasafn Suðurnesja glæsilegt Bryggjuhús í Duushúsum í Reykjanesbæ. Á efri hæð og í risi hússins mun fara fram sýning næstu 10 árin. Sagnfræðingurinn og safnafræðingurinn Sigrún Ásta Jónsdóttir er safnstjóri Byggðasafnsins. Grunnsýning með áherslu- breytingum „Ákveðið var að miða sýninguna við tíu ár til að setja eitthvað mark. Þar sem við vorum áður miðuðum við alltaf við tvö til þrjú ár fyrir hverja sýningu. Meiningin er þess vegna að nýja sýningin muni vara lengi,“ segir Sigrún Ásta. Sýningin verði söm í grunninn en með ein- hverjum smávægilegum áherslu- breytingum því nægt rými verður til þess að bæta við. „Byggðasafnið er staðurinn þar sem við gerum ráð fyrir að vera með allar okkar grunnsýningar og þá reynum við að segja sögu svæðisins vítt og breitt. Við hugsum þetta þannig að hægt verði að ganga að sýningunni sem slíkri. Hér er gott pláss á milli svæða og hluta og fínt t.d. fyrir hópa að koma eða einhverja sem vilja vera út af fyrir sig.“ Átti að vera tímabilaskipt eins og Rokksafnið Fyrsta hugmyndin hafi verið að hafa sýninguna með tímabilaskipt- ingu eins og á Rokksafninu. „Hús- næðið kallar meira á að það sé ekki verið að hólfa of mikið niður en láta frekar flæða. Sagan slík verði undirtónninn. Sýningin vex inn í húsið og húsið á að njóta sín líka í sínum hráleika,“ segir Sigrún Ásta. Eldra fólk í meirihluta gefenda Á sýningunni verður sérstök fjöl með hlutum sem lögð verður áhersla á hverju sinni. Sigrún Ásta segir safnið eiga mikið af munum sem erfitt hafi verið að velja úr. „Starfsmenn Byggðasafnsins, sýn- ingahönnuðir velja ásamt mér hluti og áherslur í safnið. Alltaf er eitt- hvað um að fólk gefi hluti og sumir vilja skoða hluti sem voru gefnir fyrir löngu síðan.“ Mest sé um að ræða fólk sem sé komið á efri ár og líka yngra fólk sem komi með hluti úr dánarbúum eða hafi fundið hluti þegar það flutti í gamalt hús- næði. „Eldra fólk gefur úr eigin búi sem það vill að komist á góðan stað til varðveislu. Svo koma ein- hverjir með myndir úr starfsemi, ferðum og öðru sem endurspeglar mannlífið. Myndir eru merkilegar heimildir og við höfum vakið at- hygli á þeim á Facebooksíðu safns- ins,“ segir Sigrún Ásta, sem segist sannarlega vera í draumastarfinu. „Ég hef unnið á söfnum í 22 ár, þar af hér í 13 ár.“ Fyrsta hugmyndin hafi verið að hafa sýninguna með tíma- bilaskiptingu eins og á Rokksafninu -viðtal pósturu vf@vf.is ■■ Gott pláss og hópar sérstaklega velkomnir: Úðum gegn: Lir fum og lús í trjám, roðamaur, kóngulóm, illgresi í grasflötum og fl. Fullgild réttindi og mikil reynsla! co/ Björn Víkingur og Elín Garðaúðun Suðurnesja ehf. 822-3577 · 699-5571 · 421-5571 netfang: bvikingur@visir.is GARÐAÚÐUN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.