Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. júní 2014 7 Reykjanestá Sandvík Djúpivogur Hvalsnes Keflavíkurflugvöllur Sandfellshæð Stapafell Þórðarfell Arnarseturshraun Sólbrekkur GRINDAVÍK Bláa lóniðBridge between continents Seltjörn Þorbjarnarfell HAFNIR SANDGERÐI REYKJANESBÆR GARÐUR VOGAR JARÐVANGSVIKA Á REYKJANESI 2.-8. JÚNÍ 2014 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ Gíga ganga með Ara Trausta og Nanný Gengin verður ný 14 km gönguleið, 100 gíga leiðin, undir leiðsögn Ara Trausta Guðmunds- sonar jarðfræðings og Rannveigar L. Garðars- dóttur leiðsögumanns. Gangan hefst við Valahnúk kl. 17:30 en boðið verður uppá rútu kl. 17:00 frá Hópferðum Sævars Vesturbraut 12, Reykjanesbæ. Kostnaður við rútu og leið- sögn er 1.000 kr. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ Heimskautin heilla í Þekkingarsetri Suðurnesja Þekkingarsetur Suðurnesja fær afhent málverk af Jean-Baptiste Charcot sem áður var í eigu Hermanns Jónassonar fv. forsætisráðherra. Kl. 18:00. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ Kortlagning lúpínu í Reykjanesfólkvangi Ekið verður um Reykjanesfólkvang og farið í styttri gönguferðir til að kortlegg ja útbreiðslu lúpínu. Minnstu breiðurnar verða fjarlægðar í samvinnu við landvörð. Mæting við Seltún í Krýsuvík. Kl. 10:00 Gönguferð um Ásbrú Létt morgunganga um gamla varnarliðssvæðið að Ásbrú í boði Kadeco. Sagt verður frá lífinu á „vellinum“ þegar svæðið var í umsjón Bandaríkja- hers. Gengið verður frá Eldey, frumkvöðlasetri og endað í Íbúð kanans. Leiðsögumaður er Eysteinn Eyjólfsson. Kl. 10:00 Blue Lagoon Challenge 2014 Stærsta fjallahjólakeppni landsins hefst við Ásvelli í Hafnarfirði. Keppendur hjóla sem leið liggur Djúpavatnsleið, gamla Suðurstrandar- veginn, gegnum Grindavík og koma í mark við Bláa Lónið. Kl. 16:00 Nánari upplýsingar á www.bluelagoonchallenge.com. SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ Matarupplifun í Reykjanes jarðvangi Veitingastaðir á Suðurnesjum bjóða alla daga ársins uppá girnilega rétti þar sem notast er við hráefni úr Reykjanes jarðvangi. Veitingastaðirnir LAVA í Bláa Lóninu, Vitinn í Sandgerði, Kaffi Duus í Reykjanesbæ og Vocal í Reykjanesbæ vekja sérstaka athygli á þeim réttum sem unnir eru úr hráefni úr nágrenninu. Jarðvangsvika í Nettó Nettó í Reykjanesbæ og Grindavík vekur sérstaka athygli á þeim vörum sem framleiddar eru í Reykjanes jarðvangi á meðan vikunni sten- dur. TAKTU ÞÁTT Í SKEMMTILEGUM LEIK Á FACEBOOK! Þú getur unnið glaðning fyrir fjölskylduna með því að taka þátt í skemmtilegum leik á Facebook síðu Reykjanes Geopark - Iceland facebook.com/reykjanesgeopark Í tilefni dags sjómanna þann 1. júní 2014 var vígð ný hönnun á minningarreit um drukknaða og horfna sjómenn sem stendur við Njarðvíkurkirkju. Hönnunin á minningarreitnum var í höndum Guðmundar Rafns Sigurðssonar framkvæmdastjóra kirkjugarðar- áðs en um framkvæmdina sáu fyrirtækin Grjótagarðar og Raf- verkstæði IB. Bæði þessi fyrir- tæki eru í rekstri í Reykjanesbæ. Upphaf minningarreitsins má rekja til þess að Karvel Ögmundsson hafði forgöngu að því að setja upp minnisvarða um unga menn sem fórust 3. maí 1962 með vélbátnum Maríu. Seinna var settur upp steinn til minningar um horfna og drukknaða sjómenn en við hlið hans eru smærri steinar með nöfnum horfinna. Ólafur Guðmundsson sem var umsjónarmaður Kirkjugarðs Njarðvíkur um árabil bar þá von í brjósti að gera minnisvarðann og umhverfi hans veglegra. Loks var farið í verkið á vordögum þessa árs, með góðum stuðningi styrktaraðila ásamt fjárframlagi úr sjóði Kirkju- garðs Njarðvíkur. Helstu styrktaraðilar voru: Útvegs- mannafélag Suðurnesja, Sparri ehf., Samkaup h.f. og Halldóra J. Guð- mundsdóttir og börn til minningar um Ingólf Bárðarson fyrrv. for- mann sóknarnefndar Ytri-Njarð- víkursóknar. Vilja sóknarnefndir Njarðvíkur- sókna koma á framfæri innilegu þakklæti til styrktaraðila fyrir þessar höfðinglegu gjafir, fram- kvæmdaraðila sem og hönnuðar verksins. Guð blessi íslenska sjó- menn og fjölskyldur þeirra, segir í tilkynningu. Grallarar rassa kast­ ast á Reykjanesi Í vikunni kemur út bókin „Glingló, Dabbi og Rex – Rassaköst á Reykjanesi“ eftir Selmu Hrönn Maríudóttur. Bókin er sjötta bókin í bókaflokknum um kisurnar Glingló og Dabba og hundinn Rex. Í þess- ari bók fara þau í könnunarleiðangur um Reykjanesskagann. Þau hitta m.a. bergrisa, hlaða beinakerlingu, ganga yfir brú á milli heimsálfa, prófa jarðskjálftahermi og lenda í skemmtilegum ævintýrum. Sögurnar eru á vísnaformi, vel til þess fallnar að auka orðaforða barna en einnig sagðar á einföldu máli fyrir yngstu lesendurna. Bókin sem hér um ræðir er unnin í samvinnu við Reykjanes jarð- vang og kemur jarðvangurinn til með að gefa bækur í alla leik- og grunnskóla á Suðurnesjum. Fyrstu eintökin voru afhent í Grunnskól- anum í Sandgerði við upphaf jarð- vangsviku á Reykjanesi sem fram fer 2.-8. júní. Selma Hrönn er ánægð með að Grallararnir hafi ákveðið að heim- sækja Reykjanesskagann á nýjan leik en til er bók um ævintýri þeirra í Sandgerði. Þessi saga standi henni nærri enda býr hún og starfar í Sandgerði. Þá er hún í fyrsta skipti að teikna myndirnar í bókinni sjálf. Að hennar sögn eru Grallar- arnir alsælir eftir skemmtilegt og fróðlegt ferðalag um svæðið og áhugasamir um frekari ævintýri á Reykjanesskaganum. Eggert Sólberg Jónsson verkefna- stjóri Reykjanes jarðvangs segir að bókin ætti að höfða til fjölskyldu- fólks en sérstaklega barna yngri en 10 ára. Jarðvangurinn sé sífellt að leita leiða til að auka framboð af fræðslu um svæðið og þetta er ein leið til þess. Þá sé bókin vonandi hvatning fyrir fjölskyldur að skoða svæðið betur og jafnvel sjá það í nýju ljósi. Bókin kemur m.a. í verslanir Nettó og Samkaupa í vikunni. Eggert og Selma Hrönn afhenda Fanney D. Hall- dórsdóttur skólastjóra í Grunnskólanum í Sand- gerði fyrstu eintökin af nýrri bók um Grallarana. ■■ Njarðvíkurkirkja: Ný hönnun á minningarreit um drukknaða og horfna sjómenn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.