Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 5. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Glöð æska á Sjóaranum síkáta Heimafólk og gestir klæddu sig eftir veðri og nutu hátíðarinnar. -mannlíf pósturu vf@vf.is Hollustusafi sem jafnar hormónana Við konur getum sennilega verið sammála um að okkur líður stundum eins og við séum í rús- sibana þegar kemur að hormónakerfinu okkar þar sem við sveiflumst gjarnan á milli þess að vera glaðar, leiðar, pirraðar, þreyttar, ofvirkar, viðkvæmar eða eins og eldfjall sem er við það að gjósa á ákveðnum tíma mánaðarins! Við getum sem betur fer haft áhrif á hormónakerfið okkar sjálfar með því að hugsa vel um okkur og því ætla ég að deila með ykkur svone ‘feel good’ safa sem er mjög vænn fyrir hormónana. Þessi safi inniheldur fullt af virkum efnum sem örva og aðstoða lifrina í að hreinsa út notaða hormóna sem þjóna okkur ekki lengur og einnig ýmis hormónaspillandi efni (xenoestrogens) sem líkja eftir hormónum og trufla kerfið okkar. Rauðrófur er vel þekktar fyrir að hreinsa blóðið, örva lifrina og veita okkur járn og önnur steinefni. Þær innihalda betaine sem er virkt efni sem eykur ákveðið ensím í lifrinni og hefur þar með áhrif á niðurbrot á ‘slæmu’ estrógeni. Sellerí inniheldur jurta- estrógena sem hafa sýnt fram á jákvæð stillandi áhrif á hormónakerfið en þau keppa við okkar eigið estrógen. Sítrónur innihalda d-Limonene sem aðstoðar við estrogenniðurbrot í lifrinni. Epli gefa okkur mikilvægar trefjar sem geta bundist umframestrógeni. Hörfræ innihalda omega 3 og jurtaestrógena. Hollar fitusýrur eru mikilvægar fyrir eðlilega fram- leiðslu hormóna. Túnfífilsblöð eða önnur beisk salatblöð örva lifrina mjög kröftuglega og innihalda þar að auki glutathione, sem er ensím sem afeitrar lifrina. Turmerik og engifer geta linað krampakennda verki í tengslum við tíðablæðingar en turmerik er einnig góð jurt fyrir lifrina. ‘Happy wife, happy life’! Innihald: 1 stór fersk rauðrófa 3 sellerístilkar 1 grænt epli 1/3 hnefi túnfífilsblöð (hægt að nota klettasalat) 1-2 bitar fersk turmerik rót 1 bútur fersk engifer rót 1 msk möluð hörfræ (t.d. frá Now) 1 sítróna 1 lime Setjið allt í djúsvél (nema hörfræ). Þegar safinn er tilbúinn hrærið möluðum hörfræjum út í. Gott að bera fram með klökum. Njóta! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Sjóarinn síkáti fór fram síð-ustu daga í Grindavík og má sannarlega segja að um fjöl- skylduhátíð hafi verið að ræða. Fjölskyldufólk var áberandi á bryggjunni og þar í kring þegar Víkurfréttir bar að garði í gær. Þótt veðrið hafi sett töluvert strik í reikninginn létu ungir sem aldnir ekki votviðri og smávegis hvassviðri koma í veg fyrir að njóta glæsilegrar dagskrá sem var í boði. Fjöldi leiktækja var einnig á svæðinu og börnin undu sér vel. Yngsta kynslóðin söng og dansaði með Íþrótta- álfinum og Sollu stirðu, fór snúning í veltubílnum, skellti sér á hestbak og hoppaði og skoppaði í köstulum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.