Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 5. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Rekstur líkamsræktar í sundmiðstöð Grindavíkur Grindavíkurbær óskar eftir samstarfi við áhugasama aðila um rekstur líkamsræktar í Sundmiðstöð Grinda- víkur frá 1. desember 2014. Líkamsræktaraðstaðan verður í um 400  m2  rými þar sem núverandi búnings- klefar og líkamsrækt eru í sundmiðstöðinni. Áætlað er að aðstaðan verði laus til framkvæmda 1. desember 2014. Miðað er við að líkamsræktarstöðin opni í janúar 2015. Í íþróttamiðstöðina koma á ári hverju 60 til 70 þúsund gestir og þar af eru um 25 þúsund sundlaugargestir á almenningstímum.  Unnið er að byggingu nýrrar aðstöðu við íþrótta- og sundmiðstöð Grindavíkur og er ný og stærri líkams- ræktarstöð hluti af því. Í Grindavík er öflugt og fjöl- breytt íþróttastarf og íbúar um 2900. Skriflegum tilboðum skal skila á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar, eða á netfangið grindavik@grinda- vik.is merkt Líkamsrækt fyrir 27. júní næstkomandi. Tilboðsgjafar eru hvattir til að kynna sér aðstöðuna áður. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi íþróttamið- stöðvar Grindavíkur og skoða verðandi húsnæði lík- amsræktarstöðvar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við  Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóra frí- stunda- og menningarsviðs, í síma  420 1100 eða á netfangið thorsteinng@grindavik.is Nánari lýsing Meðal markmiða Sundmiðstöðvar Grindavíkur er að efla almenningsíþróttir og fjölga sundlaugargestum. Í ljósi þess er skilyrt að tilboðsgjafi greiði aðgang í sundlaug fyrir viðskiptavini sína. Sett verður upp sér- stök gjaldskrá vegna magnkaupa á árskortum í sund- laug. Sundmiðstöðin leggur til þjónustu í afgreiðslu og ræstingu.  Í tilboði skal koma fram áætlað verð á líkamsræktar- kortum til notenda og tilboð til Sundmiðstöðvar Grindavíkur um leigu fyrir aðstöðuna. Jafnframt skal koma fram lýsing á þeirri þjónustu sem boðið verður upp á, svo sem í tækjasal og opnum leikfimitímum. Gerð er krafa um að í húsnæðinu verði aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, sem leigutaki framleigir. Tilboðsgjafi skal leggja til allan tækjabúnað líkams- ræktarsalarins. Aðeins tæki og búnaður frá viður- kenndum framleiðendum líkamsræktartækja koma til greina. Við mat á tilboðum verður meðal annars litið til lýsingar rekstraraðila á fjölda tækja, gerð þeirra og gæða.  Tilboðsgjafi skal greiða allan kostnað vegna markaðs- mála líkamsræktarinnar svo sem auglýsingar, kost- unarsamninga og fleira.  Tilboðsgjafi skal tryggja að allir sem kaupa kort í lík- amsrækt fái vandaða leiðsögn og undirbúning um notkun tækja og þjálfun áður en þjálfun hefst og bjóða upp á reglulega aðstoð fyrir viðskiptavini. Í til- boði skal koma fram lágmarksviðvera starfsmanna á viku. Sundmiðstöð Grindavíkur leggur til húsnæði undir starfsemina í núverandi mynd. Breytingar á húsnæð- inu eru á kostnað leigutaka. Gert er ráð fyrir leigu- samningi til 5 ára. Við mat á tilboðum verður horft til verðs á líkamsrækt- arkortum til notenda,  endurgjalds fyrir aðstöðuna og fyrirkomulag þjónustu. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, í síma 420 1100 eða á netfangið thorsteinng@grindavik.is -aðsent pósturu vf@vf.is Hefur þú áhuga á því að blogga í sumar? Heklan auglýsir eftir bloggurum í sumar sem hafa áhuga á því að kynna Reykjanes og það sem Suðurnesjamenn eru að gera í samfélagsmiðlum. XuÞað getur verið á sviði íþrótta, jarðfræði, útivistar, menningar, viðburða, viðtöl, spjall og margt fleira – allt eftir áhugasviði hvers og eins. Miðlarnir eru fjölbreyttir s.s. tumblr, twitter, instagram, pinterest, flickr, yo- utube og vimeo. Hægt er að velja einn miðil eða fleiri. Vilt þú taka þátt? – eða þekkir þú einhvern sem væri góður fulltrúi fyrir svæðið? Sendu inn umsókn á heklan@heklan.is fyrir föstudaginn 6. júní. Þar þurfa að koma fram upplýsingar um viðkom- andi, áhugasvið og skrifaður texti (300 orð lágmark) ásamt ljósmynd eftir höfund og slóð í samfélagsmiðil ef við á. Langar til að þakka þeim sem stóðu að stórskemmtilegum tónleikum sem fram fóru í Hljómahöllinni þriðjudagskvöldið sl. Þar komu fram hinn vestur-íslenski Lindy Vopnfjörð, Ylja og Snorri Helgason. Lindy hóf tónleiknna. Ég verð að viðurkenna að ég þekkti ekk- ert til kappans og kom hann mér skemmtilega á óvart. Flottur tón- listarmaður með góða rödd og fínar lagasmíðar, einlægur og trúr í sínum flutningi. Ylja var næst á sviðið. Sá þær fyrst hita upp fyrir Glen Hansard (The Swell Season) fyrir nokkrum árum þá ungar og óreyndar. Þær hafa heldur betur vaxið og blómstrað síðustu misseri. Stelpurnar hafa báðar flottar raddir og mikla út- geislun á sviði. Snorri Helgason og hljómsveit luku svo tónleikunum með glæsibrag. Sprengjuhallarprinsinn hlýtur að vera á barmi heimsfrægðar, annað er bara svindl. Snorri hefur allt til að bera til þess að skapa sér sess í risavöxnum heimi popptónlistar. Hljómurinn í salnum var frábær og hin stórkostlega Hljómahöll stóð svo sannarlega undir nafni. Reykjanesbær hefur stökkbreyst á undaförnum árum. Við erum al- vöru menningarbær, eigum söfn og tónlistarhús á heimsmælikvarða. Það eina sem skyggði á þessa flottu tónleika voru hversu fáir sáu sér fært að mæta. Það er lágmarks- kurteisi að mæta í veislu þegar vel er boðið. Það má hvíla Facebook, Twitter og hin tölvuforritin sem virðast ráða mestu um það hvað verður um frítíma nútímafólks. Takk fyrir mig, Tómas Tómasson. Á síðustu árum hef ég lagt mig fram við að Keflavíkurflugvöllur sé rétt skráður þannig að gestir sem til landsins koma séu rétt upplýstir um hvar þeir lenda þegar hingað er komið. Skrifaði ég meðal annars grein fyrir nokkrum vikum þar sem ég sýndi myndir af brottfararskjám í Kanada þar sem nafnið Keflavík kom ekki fram og vitnaði einnig í flug- farþega sem hefðu bókað hótel við Reykjavíkurflugvöll þar sem þeir héldu að þeir lentu á þeim flugvelli en ekki Keflavíkurflugvelli. Einnig hef ég sent nýjar myndir til fulltrúa ferðaþjónustunnar af brottfararskjám t.d. í Boston þar sem allir flugvellir eru skráðir með réttum nöfnum, nema á Íslandi, og þá þannig að höfuðborg viðkom- andi lands er nefnd fyrst og síðan nafn flugvallarins sbr. London – Heathrow, Rome – Fiumicino, Paris – De Gaulle og svo framvegis en hér aðeins Reykjavik. Fundur sem ég boðaði með aðstoð Markaðsskrifstofu Reykjaness með flugfélögum og fulltrúum ferða- þjónustu hefur enn ekki verið haldinn því erfitt hefur verið að ná öllum saman. En vonandi tekst það á næstu dögum. Á sunnudaginn settist ég aftur á móti niður og ákvað að horfa á góða bíómynd eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir. Fyrir val- inu var ný mynd með Liam Neeson – NON-STOP. Það sem vakti at- hygli mína og ánægju var að Holly- wood-framleiðendur og leikstjóri myndarinnar voru ekki í vafa um hvað flugvöllurinn á Íslandi heitir og kom nafnið Keflavík skýrt fram í því sambandi eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Það skyldi þó aldrei vera að við þurfum kvikmynda- framleiðendur frá Hollywood til að benda okkar flugfélögum á að skrá flugvöllinn okkar rétt? Ég vona ekki og hef trú á að næsti fundur með þessum aðilum komist að réttri niðurstöðu. Eitt er þó víst að myndin NON-STOP hefði endað allt öðruvísi ef flugmenn vélarinnar hefðu, ásamt Liam Neeson, eins og svo margir flugfarþegar, ruglast á á hvaða flugvelli þeir áttu að lenda! Kær kveðja Steinþór Jónsson X■ Steinþór Jónsson skrifar: Reykjavík – Keflavík Kæru bæjarbúar! Síðustu mán- uðir hafa verið viðburðaríkir og skemmti- legir. Ég fékk að starfa með mörgu góðu f ó l k i s e m skipaði lista Framsóknar fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar sem haldnar voru 31. maí sl. Nú að liðnum kosn- ingum er þakklæti mér efst í huga. Ég vil þakka samherjum mínum og öðrum frambjóðendum sér- staklega fyrir málefnalega kosn- ingabaráttu. Ég þakka einnig kjósendum fyrir traustið sem þér sýndu mér og framboði Fram- sóknar. Framundan eru spenn- andi tímar og ég hlakka til að fá að taka þátt í starfinu sem fram- undan er í bæjarstjórn Reykja- nesbæjar. Nauðsynlegt er að allir hugar og hendur vinni að lausn mála, verkefnið er stórt. Ég heiti að gera mitt allra besta í að vinna fyrir bæjarbúa og bæinn okkar. Fyrir betri og meiri Reykjanesbæ. Kristinn Þór Jakobsson, oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ X■ Tómas Tómasson skrifar: Hljómahöllin stóð undir nafni

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.