Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. júní 2014 11 Félag kvenna í sjávarútvegi: Í heimsókn í Fisktækniskólanum XXSíðastliðinn föstudag heim- sótti Félag kvenna í sjávarútvegi fjölda fyrirtækja og stofnanir í Grindavík. Félagsskapurinn var stofnaður á síðasta ári og er til- gangur félagsins að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarút- vegi og tengdum greinum ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins sem og utan hans. Meðal annars heimsótti hópurinn Fisktækniskóla Íslands og fengu við það tækifæri kynningu á starf- semi skólans frá einni félagskonu, Ásdísi Pálsdóttur, sviðstjóra. FJÓRAR HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem er byggt upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins. Nám í skóla - nám á vinnustað Víkurbraut 56 240 Grindavík, info@fiskt.is FISKTÆKNI Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi og fiskeldi. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur: Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla- Fiskeldi Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns (72 ein). MAREL VINNSLUTÆKNI Eins árs nám við vélar og hugbúnað frá Marel. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). GÆÐASTJÓRN Eins árs nám í gæðstjórnun. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). NETAGERÐ Þriggja ára iðnnám með mikla starfsmöguleika til starfa við veiðarfæragerð (48 ein). Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á www.fiskt.is Skólaakstur namsleidir.indd 1 21.3.2014 11:10:42 ÓSKAST Óska eftir leiguhúsnæði, 5 manna fjölskylda óskar eftir húsnæði, reyklaus og engin gælu- dýr. Skilvísum greiðslum heitið, trygging engin fyrirstaða. Vinsam- legast hafið samband í síma 690 6277 eða 7766 250. Skoðum allt, bæði skammtíma og langtíma. TIL SÖLU Hjólhýsahverfið á Laugarvatni. Til sölu tvö hús,Tabbert hús og Esterelle gesthús staðsett á Laugarvatni,Suðurbraut 25 ásamt tveimur geymslum, um 70 m2 pallar. Allt fylgir,húsgögn og áhöld úti og inni, nýlegt gas- grill, flatskjár m/dvd. Fortjald fyrir Tabberthús.Mjög góð stað- setning, gott skjól.Verðhugmynd 3,9 millj. Sími 660 1199 Ólafur. ATVINNA Óskast. Vanur rafvirki óskar eftir vínnu. Getur byrjað strax. Siminn: 820 0783 Framkvæmdir í sumar? Smiður getur bætt á sig auka- vinnu, innanhúsvinna, upp- steypa og allt þar á milli. 20 ára reynsla. 858 1976. Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:15 Föstudagar frá kl. 13:00 – 17:15 Fatnaður, skór og gjafavara Rauði krossinn á Suðurnesjum Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN Tveir nemendur útskrifast af námsbraut fyrir fisktækna – frá Fisktækniskólanum í Grindavík Tveir nemendur luku nú á vorönn formlegu námi sem fisk-tæknar frá Fisktækniskóla Íslands eftir tveggja ára nám og hafa þá fimm nemendur útskrifast af brautinni frá því skólinn tók formlega til starfa 2012. Þá hafa í vetur um 60 lokið námi til smáskiparéttinda og í vélstjórn (750Kw<). Alls stunda nú 33 nemendur nám í dagskóla og stefnir í mikla fjölgun næsta haust. Að sögn Ólafs Jóns Arnbjörnssonar er ljóst að aukna aðsókn megi rekja til þess að skólinn er orðinn mjög vel kynntur á landsvísu, en ekki síður að stór hópur starfandi fólks í greininni sé nú að leita til skól- ans í áframhaldandi nám að loknu raunfærnimati. Mikið átak er nú að fara af stað á Norðurlandi vestra í samstarfi við fræðsluað- ila og fyrirtæki í sjávar- útvegi og fiskeldi og ljóst að námið kemur til með að vera í boði mjög víða í samstarfi við okkur næsta haust. Ný eins árs námsbraut í „Marel- vinnslutækni“ fer af stað næsta haust í samstarfi við MAREL og önnur á sviði gæðastjórnunar undir áramót og eru þessar tvær námsbrautir einkum hugsaðar fyrir starfandi fólk í greininni. „Næstu mánuðir fara að mestu í námskeið fyrir nýliða hjá Granda í Reykjavík og Akranesi svo og raunfærnimat víða um land auk fjölda námskeiða á sviði endur- menntunar, svo mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í starfsemi skólans á næstu árum,“ segir Ólafur Jón. Þá má einnig geta þess að lið skól- ans vann róðrakeppni Sjóarans sí- káta núna fimmta árið í röð.Hópur nemenda og starfsmanna við útskrift 23. maí sl. Á myndinni eru þau Margrét Eysteinsdóttir og Ragnar Anthony Svanbergsson sem luku námi frá skólanum í vor.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.