Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 5. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 Kristrún Jónsdóttir Sigurbjörn Ágúst Ragnarsson Jóhann Sævar Ragnarsson Ólafur Friðjón Ragnarsson Ragnheiður B. Ragnarsdóttir Jónas Árnason og barnabörn. Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR BRYNJAR HJELM, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 7. maí 2014. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Gunnlaugsdóttir Jón Gunnlaugsson Elín Einarsdóttir Halldór Gunnlaugsson Borgný Samúelsdóttir Sigrún Gunnlaugsdóttir Karl Guðjónsson Leifur Gunnlaugsson Hugrún Gunnlaugsdóttir Sigurður Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðrún S. Halldórsdóttir áður til heimilis á Vallarbraut 6 í Njarðvík lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. maí. Útförin fer fram í dag, fimmtudaginn 5. júní kl. 12:00, í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Vilhjálmur Þórhallsson Þórhallur Vilhjálmsson Sólveig Bjarnadóttir Guðrún Vilhjálmsdóttir Ólafía S. Vilhjálmsdóttir Nathan Balo barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Guðmannsdóttir Njarðarvöllum 6 Njarðvík lést föstudaginn 16. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju. Sérstakar þakkir til alls þess góða hjúkrunarfólks sem kom að umönnun Sigríðar. Opinn dagur í Kirkjugörðum Keflavíkur Fimmtudaginn 12. júní kl. 16:30 - 19:00. Kirkjugarðurinn við Aðalgötu og Hólmsbergsgarður. Boðið upp á kaffi og kleinur. Gott tækifæri fyrir aðstandendur að snyrta leiði eftir veturinn og ræða við starfsfólk garðana. Kirkjugarðanefnd. Maris, hönnunarklasi Suður-nesja hefur í samstarfi við Duushús í Reykjanesbæ opnað sýningu á hönnun á Suðurnesjum sem standa mun í sumar en þátt taka 13 hönnuðir af svæðinu með áherslu á fatahönnun og skart. Hönnunarklasi á Suðurnesjum hefur það að markmiði að efla sam- vinnu og tilraunir hönnuða til að auka samkeppnishæfni þeirra og styðja við nýsköpun. Klasinn varð til í framhaldi af samstarfi hönnuða í frumkvöðlasetrinu Eldey og má þar nefna kaffihúsakvöld, hand- verkssýningar og Heklugos sem vakti mikla athygli á þeirri gerjun sem á sér stað í hönnun á Suður- nesjum. Að sögn Dagnýjar Gísladóttur verkef nast j óra Mar is he f ur reynslan sýnt að samstarf hönnuða hefur fjölgað tækifærum og vakið athygli á hönnun á Suðurnesjum. „Maris hefur það að markmiði að efla samvinnu og tilraunir hönn- uða til að auka samkeppnishæfni þeirra og styðja við nýsköpun. Með stofnun hönnunarklasans skapast aukin tækifæri til fjármögnunar verkefna sem miða að því að styrkja hönnun á Suðurnesjum og að sama skapi verður hún sýnilegri. Sýningin er einn liður í því en í framhaldi verður starfsemi hönn- uða á Suðurnesjum korlögð til þess að auðvelda samstarf og gera þá sýnilegri. Við hvetjum sem flesta til þess að hafa samband á maris@ maris.is og taka þátt í verkefnum klasans en frekari upplýsingar má finna á maris.is.“ Vegleg gjöf frá Isavia til Fjöl- brautaskóla Suðurnesja Þröstur V. Söring framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar afhenti Málm- og vélstjórnardeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja veglega gjöf á dögunum. Þar var á ferðinni vörubílsfarmur af vélum sem voru í eigu Flugvallarþjónustu Keflavíkurflugvallar. Um var að ræða fjórar vélar sem hafa gegnt mikilvægum hlut- verkum á Keflavíkurflugvelli í gegnum tíðina. Ljósavél með Ca- terpillar 3208 mótor 110/208 volt 60 hz, Caterpillar 1693 sem var varavél fyrir gömlu Oshkosh snjó- plógana, Detroit Diesel 60 sería vél sem kom úr Oshkosh plóg, en sú vél bilaði ársgömul en var endurbyggð og var í geymslu sem varavél, og Benz OM 422 vél sem kom úr Danline flugbrautar- sóp. Þessar vélar munu nýtast vel í kennslu fyrir vélvirkja og vélstjóra framtíðarinnar að sögn forsvars- manna Fjölbrautaskólans. Kristján Ásmundsson skólameistari tók við gjöfinni fyrir hönd skólans, ásamt Ívari Valbergssyni vélstjórnar- kennara og Jónasi Eydal, kennara í málmiðnum. „FSS þakkar Isavia kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem mun nýtast nemendum skólans í framtíðinni. Það er ánægjulegt að atvinnulífið styrki skólann á þennan hátt en þess má geta að Byko lagði til lyft- ara til að koma vélunum í hús,“ sagði Kristján Ásmundsson þegar skólinn veitti vélunum viðtöku. Hönnun á Suðurnesjum til sýnis í sumar Dagný Gísladóttir verkefnastjóri Maris og Sara Dögg Gylfadóttir sýningahönnuður við opnunina. Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Víkurfréttir koma næst út miðvikudaginn 28. maí. Síðasta blað fyrir sveitarstjórnarkosningar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.