Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 5. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 Jón Axel bestur á NM - Sigur hjá U16 liðinu XXGrindvíkingurinn Jón Axel Guð- mundsson var kjörinn besti leik- maður Norðurlandamóts yngri landsliða í körfubolta sem haldið var í Solna í Svíþjóð. Jón Axel, sem leikur með U18 liði Íslands, fór hamförum á mótinu og skoraði að meðaltali 29 stig í leik. Einnig var Grindvíkingur- inn valinn í úrvalslið mótsins en fleiri Suðurnesjamenn urðu þess heiðurs aðnjótandi. Þær Sara Rún Hinriks- dóttir (U18) og Emelía Ósk Gunn- arsdóttir (U16) frá Keflavík voru í úrvalsliði kvenna á mótinu. Íslenska U16 liðið fagnaði glæsilegum sigri á mótinu en er þetta fyrsti Norður- landameistaratitill Íslands í kvenna- flokki síðan árið 2004. -íþróttir pósturX eythor@vf.is Keflvíski markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að æfa með bestu knattspyrnumönnum landsins, þegar A-landslið karla í knattspyrnu var við æfingar í Garðinum um helgina. Sindri sem er 17 ára leikmaður með 2. flokki Keflavík/Njarðvík fékk símtal frá Kristjáni Keflavíkur- þjálfara kvöldið fyrir æfinguna en svo hafði Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari landsliðsins sam- band í kjölfarið. „Þetta var hrikalega mikil upplifun og stórt tækifæri sem ekki allir fá,“ sagði Sindri glaður í bragði þegar Víkurfréttir heyrðu í honum hljóðið. Sindri segir landsliðsstrákana hafa tekið honum opnum örmum. „Þeir voru allir mjög almennilegir og gáfu sig allir á tal við mig. Hallgrímur Jónasson fyrrum Kefl- víkingur var mér þarna innan handar og allir voru mjög fínir,“ segir markvörðurinn efnilegi sem hefur verið á bekknum hjá Keflvíkingum í Pepsi-deildinni nokkrum sinnum á tímabilinu til þessa. Gaman að vera í kringum þessa bestu fótboltamenn Íslands „Þetta voru aðeins betri leikmenn en maður er vanur að fást við dags daglega. Þeir eru hrikalega góðir,“ segir markvörðurinn ungi. Sindri er hógvær og jarðbundinn en viður- kennir þó að hafa kannski varið einn og einn bolta frá mönnum eins og Gylfa Sigurðssyni. Sindri á að baki þrjá leiki fyrir 17 ára lið Íslands en hann segir að umgjörðin sé mun stærri og fagmannlegri. „Það dreymir alla stráka og stelpur um að spila fyrir A-landsliðið einn daginn. Þetta er auðvitað bara ein æfing af vonandi mörgum í fram- tíðinni. Maður á ekkert að vera að fara fram úr sér og halda að maður sé orðinn bestur, það er langt því frá. Það er fyrst og fremst gaman að vera í kringum þessa bestu fót- boltamenn Íslands enda mjög stórt tækifæri.“ Sindri segir að Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari hafi verið afar hjálpsamur enda sé hann hokinn af reynslu. „Þetta er mjög hvetjandi fyrir mig og gefur mér eitthvað til þess að byggja á. Maður heldur áfram að einbeita sér að Keflavík og gera vel þar.“ Það vantar ekki reynslumikla markmenn í kringum Sindra, en hinn sænski Jonas Sandqvist mark- vörður Keflavíkurliðsins á m.a. að baki landsleik fyrir Svíþjóð. „Það er mjög stórt afrek og hann er dug- legur að segja mér til,“ segir þessi efnilegi markvörður að lokum. Varði nokkra bolta frá Gylfa Sindri var á bekknum í leiknum gegn Fjölni á sunnudag. - 17 ára Keflvíkingur æfði með A-landsliðinu í Garðinum Karen sló 12 ára gamalt met Erlu XXKaren Mist Arngeirsdóttir sló 12 ára gamalt telpnamet Erlu Daggar Haraldsdóttur í 50 metra bringusundi. Karen synti á 34,64 sekúndum en gamla met Erlu var 34,68. Metið sló Karen á vormóti ÍRB sem var liður í undirbúningi ÍRB liða fyrir Aldurflokkamót Íslands sem fram fer í Reykja- nesbæ þann 12. júní n.k. Þar munu 48 keppendur frá ÍRB mæta til leiks en liðið hafði yfir- burði á síðasta AMÍ. Á dögunum fagnaði ÍRB svo sigri á móti á Akranesi þar sem um 100 keppendur frá liðinu mættu til leiks. Áslaugarbikarinn afhentur í fyrsta sinn XXLokahóf yngri flokka í körfu- boltanum hjá Njarðvík fór fram á dögunum þar sem veitt voru verðlaun fyrir árangur vetrarins. Magnús Már Traustason hlaut Elf- arsbikarinn í ár en þetta er í fyrsta sinn sem Elfarsbikar er einungis afhentur karlamegin, en bikarinn er jafnan gefinn efnilegasta leik- manni innan raða UMFN. Nú er svo komið að Áslaugarbikar er gefinn kvennamegin en það var Guðlaug Björt Júlíusdóttir sem hlaut hann fyrst allra. Áslaugarbikarinn er gefinn af fjöl- skyldu Áslaugar Óladóttur sem lést árið 2000 en Áslaug var leikmaður í yngri flokkum félagsins og einnig virk í starfi Unglingaráðs í sjopp- unni í Ljónagryfjunni. Ungling- aráð ákvað í samráði við Einar Árna Jóhannsson yfirþjálfara að veita báðum kynjum bikar fyrir efnilegasta leikmann félagsins. Jón Norðdal aðstoðar Helga Jónas Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og landsliðsins í körfubolta, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Kefla- vík í körfuboltanum til næstu tveggja ára. Auk þess að aðstoða Helga Jónas Guðfinnsson með meistaraflokk karla mun Jón þjálfa unglingaflokk karla. Sævar Sævarsson og Jón handsala samninginn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.