Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 12.06.2014, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 „Maður kynnist mikið sjálfum sér í náminu því maður er í stöðugri sjálfsrannsókn. Stundum er það skemmtilegt og stundum erfitt. Ég þekki sjálfan mig betur og veit ein- hvern veginn meira hvað ég vil í lífinu en áður en ég byrjaði í þessu námi,“ segir Albert sem er á öðru ári í skólanum af þremur. Fyrsta árið var að hans mati erfiðara en annað árið. „Við fórum beint út í djúpu á fyrsta ári. Það tókst ágæt- lega þótt það væri erfitt. Þá lærum við grunnatriði sem kafað er dýpra ofan í á öðru ári.“ Í náminu sjái kennarar um vissa þætti eins og leiktúlkun og hreyfingu og síðan er ráðið inn fólk sem hafi einhver sérsvið. „Leiktúlkunarkennarinn er Stefán Jónsson og ég er mjög ánægður með hann. Ég hef lært mjög margt af honum.“ Einnig læri þau raddbeitingu og sönglist. Trúður ekki bara fyndinn Hluti af leiklistarnáminu er að læra að „fæða“ trúða og leika sér með þá. Það er námskeið sem leik- konan Halldóra Geirharðsdóttir byrjaði með en maður sem heitir Rafael vinnur svo meira með trúðinn með nemendum. „Trúður getur verið svo miklu meira en fyndinn. Hann er mjög einlæg persóna. Hann er mannsbarnið, krakkinn innra með manni, sem fær að brjótast út og skína,“ segir Albert og lýsir sínum trúði sem rosalega æstum og tilbúnum í allt. „Hann er í raun mitt alter ego, allt öðruvísi en ég. Um leið og ég set nefið á mig og anda að mér efnunum sem eru í nefinu, sílikon og málningu, þá kveikir það í Unga, ofvirka trúðnum. Hann öskrar dá- lítið mikið og ég er að reyna að ala upp fleiri lit- brigði í honum. Það verður að vera gaman að horfa á hann,“ segir Albert og brosir. „Ég var algjört slys“ Draumurinn um að verða leikari kviknaði hjá Alberti þegar hann var ungur drengur. Þá fannst honum mest heillandi við starfið að segja sögur og vera í búningum. „Síðan hef ég stundum hætt við það og langað t.d. að verða flug- maður eða arkitekt. En hvarf svo alltaf til baka í leiklistardrauminn. Bróðir minn, Hafsteinn Gíslason, lék lengi með Leikfélagi Kefla- víkur. Hann var mjög góður og smitaði mig af þessari bakteríu,“ segir Albert og bætir við að hann hafi aldrei verið beint athyglisjúkur, heldur frekar feiminn. Hann er uppal- inn í Keflavík. „Mér fannst fínt að búa fyrir sunnan. Þetta er mikill íþróttabær eins og víða á landinu. Ég var ekki góður í körfubolta, fótbolta, boxi, badminton og golfi. Prófaði þetta allt. Fannst reyndar gaman í box en þegar ég átti að fara í hringinn og berja einhvern þá hætti ég,“ segir Albert brosandi. Hann fann sig betur í leiklistinni og lék í barnaleikritum, försum og revíum með Leikfélagi Keflavíkur. Tólf ára lék hann t.a.m. í Oliver Twist. Albert er langyngstur sex systkina. „Mamma var 42 ára og pabbi 45 þegar ég fæddist. Það var búið að taka mömmu úr sambandi. Ég var algjört slys,“ segir hann og hlær. Vill kafa djúpt Þegar Albert flutti svo til Reykjavíkur fyrir 3-4 árum hóf hann nám í ritlist en fór á fullt í Stúd- entaleikhúsið. „Þar kynntist ég öðru formi af leiklist þar sem við áttum að semja allt sjálf; leikur, söngur og dans var allt í einum graut og búin til sýning. Þessi nýjung kveikti enn meiri áhuga hjá mér á leiklist. Eftir að ég fór í námið verð ég ávallt meira með- vitaður um hvenær ég er feiminn og hvenær ekki. Þá læri ég hvað ég get gert til að vinna með feimnina.“ Í dag segir Albert að sér finnist mest heillandi að kafa djúpt í hlutverk og mann- eskju sem hann leikur hverju sinni. „Ég vil vita hvers vegna fólk hegðar sér eins og það gerir, hvernig það ber sig miðað við hvað það hefur gengi í gegnum. Svo hef ég líka mjög gaman af sögum og ímynda mér sögur að baki persónunum sem ég leik.“ „Enginn fæðist vondur“ Spurður um draumahlutverk segir Albert að honum finnist „vondi kallinn“ mjög spennandi. „Það er gaman að rannsaka svona vonda menn. Hvað gerir þá vonda, hvað gerðist, því enginn fæðist vondur.“ Ein af fyrirmyndum Alberts í slíkum hlutverkum er banda- ríski leikarinn Daniel Day Lewis. „Hann hefur leikið nokkra semi- siðblinda menn. Sumir sem leika vonda menn lifa sig svo mikið inn í hlutverkið að þeir eru í því heima hjá sér. Það kallast method-leikari. Heath Ledger var þannig leikari, enda var virkilega góður sem jókerinn í Batman. En við vitum hvernig það fór,“ segir Albert og leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að læra að aðskilja sig frá hlut- verki því annars getur það verið hættulegt. „Við tölum um það í náminu og lærum aðferðir til þess að við þurfum ekki að festast í hlutverkunum. Við vinnum með kerfi það sem við ímyndum okkur að t.d. hausinn á okkur sé gerður út steini eða að hann fljóti yfir búknum. Og stór munur er á hvort maður ímyndar sér að skól skíni frá hjartanu eða að þar sé steinn. LANGAR AÐ LEIKA VONDA KALLINN n Stundar stöðuga sjálfsrannsókn í námi sínu: Frekar sjaldgæft er að Suðurnesjafólk stundi nám við Leiklistarskóla Íslands. Keflvíkingurinn Albert Halldórs- son var meðal 170 umsækjenda þegar hann var valinn í 10 manna hópinn sem kemst inn ár hvert. Hann segir okkur frá því hvernig áskoranir í náminu hafa breytt lífi hans. Sem Claudio í Líku líkt í Shakespeare- kúrsi. Með kærustu sinni, Sölku. -viðtal

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.