Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 12.06.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 Í tilefni þess að 150 ár verða liðin frá fæð- ingu Þorsteins Þorsteinssonar k au pm a n n s í Keflavík, verður h a l d i ð s t u t t erindi um lífs- hlaup hans og þau áhrif sem hann hafði á breytingar í Kefla- vík í byrjun þar síðustu aldar á þeim tíma sem þyrpingin í kringum verslun HP Duus breyttist í þorp. Erindið verður haldið í Bíósal Duushúsa í Kefla- vík fimmtudaginn 12. júní og hefst það kl. 20:00. Þorsteinn flutti ógiftur og barn- laus úr Meðallandinu til Eyrar- bakka í lok 19. aldar, þaðan sem hann fór suður með sjó og flutti m e ð f j ö g u r r a m a n n a f j ö l - skyldu til Kefla- víkur í byrjun 20. aldarinnar. Þ ors te i n n v ar síðan virkur þátt- takandi í þróun og uppbyggingu Keflavíkur sem þorps, sem síðar varð að hrepp. Þorsteinn var m.a. fyrsti oddviti Keflavíkurhrepps, sat í sóknarnefnd Keflavíkur- prestakalls við stofnun þess, var til langs tíma endurskoðandi og stjórnarmaður í Sparisjóðnum, stofnaði Lestrarfélag Keflavíkur auk þess að stuðla að fjölda ann- arra framfaramála fyrir Kefla- víkurhrepp. Þegar betur er að gáð leynist ýmislegt áhugavert í lífs- hlaupi hans og afkomenda hans sem hefur haft áhrif á líf okkar Keflvíkinga og landsmanna allra. Þessi saga á erindi við alla sem hafa áhuga á að kynnast eigin uppruna og dæmigerðri sögu Ís- lendings sem hefur með dugnaði og framtakssemi, brotist úr viðj- um bændasamfélagsins og undir- búið þannig jarðveginn fyrir þau lífsgæði sem við njótum í dag. Ef veður leyfir verður gestum boðið í stutta gönguferð að gamla skólahúsinu í Keflavík, þaðan sem haldið verður að Hafnar- götu 18 (Þorsteinsbúð), síðan í Keflavíkurkirkju og þaðan upp í kirkjugarð þar sem við leggjum blómsveig við leiði Þorsteins og Margrétar Jónsdóttur, eiginkonu hans. Kæru Suðurnesjakonur! Lykillinn að vellíðan er að hugsa á heil- brigðan hátt um sjálfan sig og aðra. Heilsa er allt í senn andleg, líkamleg og félagsleg. Konur eru því hvattar til að fagna því að þær eru eins ólíkar og þær eru margar og njóta þess fjölþætta ávinnings sem fylgir heilbrigðum lífs- háttum svo sem jákvæðu hugarfari, daglegri hreyfingu og hollum matarvenjum. Mikil ánægja og þátttaka hefur verið í Kvennahlaupinu á undanförnum árum. Í Kvennahlaupinu eiga mæðgur, systur, mömmur, ömmur, frænkur og vinkonur á öllum aldri notalega stund saman. Hver og ein tekur þátt á sinn hátt og á sínum hraða, margar labba, aðrar skokka, sumar skokka og labba til skiptis og svo hlaupa líka einhverjar allan tímann. Hlaupið verður frá ýmsum stöðum á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ verður hlaupið frá Húsinu okkar (K-hús- inu við fótboltavöllinn) og er valið um 3 vegalengdir; 2, 4 eða 7 km. Vegalengdin sem hver og ein kona velur er ekki aðalmálið heldur að vera með og hafa gaman af. Gaman væri að sem flestar konur verði með og ef þú sérð þér ekki fært um að labba, skokka eða hlaupa, þá væri FRÁBÆRT ef að þú myndir fara út í dyr heima hjá þér og HVETJA HRAUSTU KONURNAR þegar þær hlaupa framhjá og jafnvel að hafa hressa tónlist í gangi. Þær sem verða út úr bænum þennan dag, geta hlaupið hvar sem er á landinu eða erlendis. Aðalmálið er að hreyfa sig og vera með. Best er að skrá sig á fimmtudag og föstudag. Skráning fyrir Reykjanesbæ fer fram kl. 17-19 í Húsinu okkar, Hringbraut 108. Þátttökugjald er 1500 kr. fyrir eldri en 12 ára og 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í verðinu er flottur bleikur bolur, verðlaunapeningur, Egils Kristal og frítt er í sund á eftir í Vatnaveröld. Á laugardaginn kl. 10.30 geta þær skráð sig sem ekki komast í forskráninguna. Koma svo stelpur, náum núna að slá met í Reykjanesbæ og fá 600 stelpur til að vera með. Ekki bíða eftir rétta veðrinu til að hreyfa þig. Við búum á Íslandi. Rétta veðrið kemur nokkrum sinnum á dag. Hlakka til að sjá sem flestar konur í hlaupinu á laugar- daginn kl. 11. Með hlaupakveðju, Guðbjörg Jónsdóttir, Verkefnisstjóri SJÓVÁ Kvenna- hlaups ÍSÍ í Reykjanesbæ 2014 Nýlega skilaði Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB) af sér fyrsta áfanga skýrslu sem ber yfirskriftina „Umfang íþróttastarfsemi í Reykja- nesbæ, staðan nú og þróun síðustu 10 ár. Þessi fyrsti áfangi skýrslunnar er birtur á vefformi og dregur fram margvísleg svör um starfsemi íþróttafélaga innan Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, og varpar ljósi á hverjir stunda íþrótta- starfið hjá þessum íþróttafélögum. Skýrslan er aðgengileg frá heimasíðu ÍRB, www.irb.is. Með því að smella á kassa/ flokka undir súluritum og línuritum í skýrslunni, er í flestum tilvikum hægt að draga betur fram ákveðin gögn, s.s. félög, aldurshópa, tekjur o.þ.h. Töluverð áhersla er lögð á að skoða íþróttaþátttöku barna og unglinga, en auk þess var íþróttaþátttaka skoðuð út frá skólahverfum og hve stór hluti iðkenda koma frá öðrum bæjarfélögum. Hægt er að skoða þróun fjármála hjá íþróttafélögum, auk þess sem auðvelt er að skoða hvernig fjöldi iðkenda hefur þróast hjá íþróttfélögum. Við vinnslu skýrslunnar var m.a. notast við gögn; • úr starfsskýrslum sem félög hafa skilað inn til ÍSÍ sl. 10 ár, sem inniheldur upplýsingar um iðkendur og fjárhag íþróttafélaga og deilda • úr gagnasafni og heimasíðu ÍRB, um fjölda Íslands- meistara, íþróttamenn Reykjanesbæjar, fjölda íþrótta- félaga, tekjur frá Íslenskri getspá og iðkendatal til grund- vallar úthlutunar þjálfarastyrkja ár hvert. • frá Hagstofu Íslands um fjölda barna og unglinga í Reykjanesbæ sl. 10 ár og kynjaskiptingu í árgöngum • frá Reykjanesbæ um fjölda barna og unglinga í hverju skólahverfi 2012 og skiptingu Reykjanesbæjar niður í skólahverfi • frá Reykjanesbæ um styrki til íþróttahreyfingarinnar • úr ársskýrslum og reikningum félaga (m.a. notuð til að áreiðanleikakönnunar á upplýsingum í starfsskýrslum) • úr tölfræðisafni ÍSÍ sem gefið er út árlega og sýnir tölur um starfsemi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Jóhann B. Magnússon áhugamaður um íþróttastarf í Reykjanesbæ Sem þjálfari þá nota ég mikið af mínum tíma til að skipuleggja æfingar og mót . Ég hef einnig starfað sem grunn- og fram- haldsskólakennari og þar fá kennarar borgaðan tíma sem þeir eiga m.a. að nota til að undirbúa kennslustundir, próf og annað slíkt. Þetta er gífurlega mikil- vægur þáttur í því að ná árangri og gefa iðkendum og nemendum verkefni við hæfi. Skipulögð áætlun kortleggur leiðina að markmiðinu og er þar af leiðandi leiðarvísir fyrir það ferðalag sem er fyrir höndum. Gerðar hafa verið rannsóknir á þjálfurum og kennurum og meðal þess sem kemur fram er að skipu- lagðir kennarar ná árangri mun fyrr. Ef kennsluáætlun liggur fyrir, hvað skal kennt hvenær og undir- búningur í samræmi við það eru mun meiri líkur að iðkendur geti komist yfir það efni sem liggur fyrir og byggt svo ofan á það á rökréttan máta ef við gefum okkur það að áætlunin sé vel uppbyggð. Það eru svo margar leiðir hvernig þjálfarar/ kennarar geta hagað sínu skipulagi. Rannsóknir hafa einnig sýnt að það er gífurlega mikill munur á milli einstaklinga hvernig þeir haga sínu skipulagi en geta samt náð góðum árangri. Helstu grunnreglur um skipulag fyrir þjálfun eru þó: Markmiðatengt Skipulagið er til að brjóta niður hvað þarf til að ná þeim árangri sem liðið eða íþróttamaðurinn sækist eftir. Sérhæft Algeng mistök sem þjálfarar gera er að eyða tíma sínum í eitthvað sem hugsanlega er ekki að hjálpa íþrótta- manninum að ná markmiðinu sínu, oft vegna skorts á reynslu, kunnáttu eða gagnrýninni hugsun. Álagsstjórnun Til að bæta árangur umfram nú- verandi getu þarf álagið að aukast á réttum tímum. Álagsaukningin er mikilvæg til að aðlögun geti átt sér stað en þarf að vera gerð á réttan hátt, annars er hætta á meiðslum og minni afköstum. Einstaklingsmunur Hver og einn bregst mismunandi við álagi þrátt fyrir að allir bregðist eitt- hvað við. Skipulagið þarf að gera ráð fyrir því að hægt sé að aðlaga æfingar og álag fyrir viðkomandi einstaklinga vegna getu, aldurs, kyns, meiðslum eða öðrum þáttum. Fjölbreytni Einhæft álag mun bæði auka líkur á meiðslum og skapa tregðuástand í líkamanum þar sem iðkandinn hættir að bæta sig vegna skorts á álagsbreytingum. Einnig er fjöl- breytnin mikilvæg til að halda áhuga hjá iðkandanum. Hvíld og endurheimt Í hvíldinni gerist öll aðlögun íþrótta- mannsins. Ef hvíldin er rétt skipulögð með álagspunktunum eru mestar líkur á bætingu og minni líkur á meiðslum. Skráning Skipulagið þarf að vera skrifað niður, eða skráð á einhvern hátt. Þannig getur þjálfarinn lært af skipulaginu, aðlagað það, sýnt iðkendum eða öðrum þjálfurum o.s.frv. Sveigjanlegt og breytilegt Ekkert skipulag verður 100% rétt m.v. það sem var gert í byrjun. Skipulagið þarf að geta breyst hvar og hvenær sem er. Stundum þarf þjálfari að bregða algjörlega frá skipulaginu án nokkurs fyrirvara og það þarf að gera ráð fyrir því og aðlaga skipulagið sem samsvarar því. Tímatakmarkanir Skipulagið er til að ná einhverjum ákveðnum árangri á einhverjum ákveðnum tíma. Það þarf að vera skýrt til að hámarka árangurinn. Al- gengt er að gera ársskipulag, mánaða- skipulag, vikuskipulag og svo skipu- lag fyrir hverja æfingu fyrir sig. Endurmat og aðlögun Eftir viðkomandi skipulag þarf að endurmeta hvernig gekk að fram- fylgja því. Náðu iðkendur fullnægj- andi árangri eða þarf að aðlaga skipu- lagið? Langtíma og skammtímaárangur Skipulagið er til að ná langtíma árangri t.d. að vinna ákveðið mót, komast í landslið eða ná svörtu belti. Til þess að það sé mögulegt þarf að brjóta það niður og skipu- leggja hvernig hægt er að ná smærri áföngum og vinna markvisst að því. Skipulagið þarf að segja hvert næsta skref er m.v. núverandi ástand. Ég hef þjálfað bardagaíþróttir í um 13 ár. Eftir að hafa lært aðferðir við að skipuleggja æfingar og undirbúa iðk- endur betur hafa mínir iðkendur náð miklu meiri árangri. Ég trúi því að í dag sé enginn bardagaíþróttaþjálfari á landinu sem leggi jafn mikið upp úr skipulagningu eins og ég. Ég sé þetta þannig að það er hluti af mínu starfi sem þjálfari að mæta undirbúinn til að þjálfa og á mót, annars ætti fólk ekki að borga mér fyrir að þjálfa sig, þetta er mín ábyrgð. Ég þekki þó allt of marga þjálfara sem telja sig vera yfir það hafna að undirbúa sig, eða hreinlega nenna því ekki. Það viðhorf er lítilsvirðing á orku iðkenda þeirra og eru „skipulögð mistök“ ef orða- tiltækið hér að ofan er lauslega þýtt. Ég lærði íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík og lærði þar grunninn í skipulagningu fyrir íþróttir sem hefur nýst mér vel. Það ásamt því að eiga ótal samræður við þjálfara úr öðrum greinum, lestur á bókum og greinum, fyrirlestrum, námskeiðum, reynsla af skipulagningu fyrir fólk á öllum aldri og getustigum og hjálp frá góðum vinum hefur kennt mér fullt af hlutum sem ég tel virka vel í minni skipulagningu. Einn mikilvægasti þátturinn að mínu mati er endur- mat áætlana, því ef það er gert vel þá mun þjálfarinn læra af öllu ferlinu og geta gert það betur næst. Mitt ráð til þjálfara er að byrja strax að æfa sig í markmiðatengdri áætlanagerð og sjá hvort það muni ekki skila betri árangri til lengri tíma. Helgi Rafn Guðmundsson Yfirþjálfari taekwondo- deildar Keflavíkur Íþróttafræðingur -póstkassinn pósturu vf@vf.is Skipulögð mistök „If you fail to plan you are planning to fail“ HELGI RAFN GUÐMUNDSSON SKRIFAR KONUR ERU KONUM BESTAR! 25. SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ Á LAUGARDAGINN KL. 11 Í REYKJANESBÆ Umfang íþróttastarfsemi í Reykjanesbæ – staðan nú og þróun síðasta áratuginn JÓHANN B. MAGNÚSSON SKRIFAR Erindi í Bíósal Duushúsa um fyrsta oddvita Keflavíkurhrepps Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.