Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 12.06.2014, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 Aðalskoðunar rallý Aksturs-íþróttafélags Suðurnesja lauk um helgina eftir æsispennandi keppni. Suðurnesjamennirnir og núverandi Íslandsmeistarar, þeir Henning Ólafsson og Árni Gunn- laugsson, höfnuðu í þriðja sæti í keppninni að þessu sinni. Annað Suðurnesjatvíeyki, þeir Sigurður Arnar Pálsson og Brynjar Guð- mundsson höfnuðu í 7. sæti. Bæði þessi lið aka á Subaru Impreza. Farið var víða um Suðurnesin í keppninni en ökumenn fóru af stað um Nikkelsvæðið en svo var ekin að venju hin sívinsæla leið um höfnina í Keflavík en þar voru fjölmargir áhorfendur mættir til þess að fylgj- ast með. Meðal annarra ökuleiða á Suðurnesjum sem var farið um helgina voru Djúpavatn, Stapafell, Helguvík og Stapi. Þess má geta að Sjónvarp Víkurfrétta var á staðnum og mun sýna frá keppninni í þætti sínum á ÍNN í kvöld, fimmtudag klukkan 21:30. Víkurfréttir tóku þá Árna og Henning tali og spurði þá út í stöðu akstursíþrótta á Suðurnesjum. Gróskan virðist vera með miklum ágætum í bílasporti á Suðurnesjum og hafa ökuþórar héðan verið nokkuð sigursælir undanfarin ár. Akstursíþróttafélag Suðurnesja (AÍFS) er hagsmunafélag um hvers kyns akstursíþróttir en félagið var stofnað árið 1982 og hefur staðið fyrir ótal rallýkeppnum, torfæru- keppnum, rallýkrossi og gókart- keppnum síðan þá. „Það hefur verið ágætis gróska í akst- ursíþróttum á Suðurnesjum, en hún mætti vera meiri. Svæðið er ekki al- veg til staðar hérna en við þurfum að sækja nokkuð til Hafnarfjarðar. Það er eitthvað sem við erum að vinna í og þurfum að bæta. Það er verið að malbika dálítið mikið. Ein af okkar helstu leiðum er við Djúpavatn en að okkar mati vantar meira af malar- vegum,“ segir Árni sem er aðstoða- rökumaður liðsins sem þeir félagar nefna team Pumba. „Undir okkar merkjum er keppt í flestum greinum en félagið er öflugt á landsvísu með yfir 140 meðlimi.“ Nýlega var fjárfest í nýju húsnæði og segir Henning að félagið sé á mikilli uppleið. Félagið keppir m.a. í: Rallýkross, rallý, tor- færu, kvartmílu og gókart. Eru Suðurnesjamenn góðir í þessum aksturs–íþróttum? „Við teljum okkur vera það. Við erum ríkjandi meistarar og ætlum okkur að reyna að verja titilinn,“ segir öku- maðurinn Henning. Í fyrstu keppni sumarsins féllu þeir félagar úr keppni vegna lítillar hosu sem gaf sig. „Við vonum bara að fall sé fararheill en við ætlum okkur að berjast um titilinn,“ bætir Árni við. Rallið sem fór fram um helgina á Suðurnesjum var annað mót af fimm sem fara fram í sumar, þar af er eitt alþjóðlegt þriggja daga rallý sem fram fer í ágúst. Hvernig undirbúa menn sig fyrir svona keppni? „Við förum vandlega yfir allan bílinn. Þrátt fyrir að einungis séu keyrðir um 100 km í svona keppni þá er skipt um stýrisenda og spindilkúlur á meðan á keppni stendur. Þú endurnýjar þessa slitfleti þar sem þeir verða fyrir miklu álagi,“ segir Henning. Áður en keppni hefst eru leiðirnar farnar og gerðar sérstakar leiðarnótur. Þær nótur eru yfirfarnar í tví- eða þrí- gang en þar kemur sterkt inn hlut- verk aðstoðarökumannsins. Mikið umstang er í kringum einn keppnis- bíl en sérstakur þjónustubíll fylgir þeim Henning og Árna, þar sem 2-4 aðstoðarmenn eru til staðar og sjá um að allt sé í lagi. Á einu sumri má gera ráð fyrir því að 300.000 krónum sé varið í hjólbarða og í einni keppni geta auðveldlega farið 100 lítrar af bensíni. Þá hafa þeir Henning og Árni með sér fullan sendibíl af vara- hlutum. Fjárhagslega er því erfitt að halda úti rallýbíl. „Það fer óneitan- lega mikill peningur í þetta. Það koma nokkur góð fyrirtæki að þessu með okkur sem létta okkur róðurinn talsvert,“ segir Árni en menn verða sjálfir að leggja töluvert út. Hafnarleiðin einstök á Íslandi Þegar ekið var með Keflavíkurhöfn á föstudag þá söfnuðust fjölmargir áhorfendur á hafnarbakkann og uppi við Aðalstöðina sálugu. „Þetta er nánast einsdæmi í öll þessi ár að það hafi fengist leyfi til þess að keyra hérna á höfninni í miðju bæjarfélagi. Það er mjög sérstakt og það er vinsælt að horfa á þetta,“ segir Henning. Bíll þeirra félaga er af gerðinni Sub- aru Impreza árgerð 2001. Bíllinn er ekki mikið ekinn en þó við erfiðustu aðstæður sem reyna mikið á bílinn. Upphaflega var bíllinn smíðaður af fyrirtæki í Bretlandi en þeir Árni og Henning hafa varið miklum tíma í að breyta og aðlaga bílinn að þeirra þörfum. Bíllinn er á bilinu 250-300 hestöfl en það fer eftir uppsetningu á mótornum. „Vinnan við bílinn er á okkar herðum en við erum með stráka með okkur til aðstoðar. Þetta er auðvitað áhugamannasport og það hefst ekkert án góðarar samvinnu,“ segir ökumaðurinn Henning. Þeir félagar hafa lært það af reynsl- unni að það þarf að halda líkamanum vel við, rétt eins og bílnum. „Við lærðum það í fyrra að það þarf að vera í formi. Við höfum verið að bæta okkur í því í vetur, líka fyrir okkur sjálfa. Við fórum að hreyfa okkur og það skilar sér hiklaust,“ segir Árni. Henning bætir því við að andlegi þátturinn hafi einnig áhrif. „Það blandast inn í þetta stress og álag auk þess sem hitinn hérna í bílnum er lík- lega um 30°C í keppnum.“ -sport pósturu vf@vf.is TEAM PUMBA Í BETRA FORMI Lokahóf Nes fór fram í vikunni með pompi og prakt. Félagið var sæmt verðlaunum sem fyrir- myndarfélag ÍSÍ en fjölmargir gestir létu sjá sig á á hófinu sem fram fór í 88 húsinu við Hafnargötu. Boðið var upp á pylsur og hamborgara af grillinu og veitt voru verðlaun fyrir afrek vetrarins. Sérstakt hattaþema var á lokahófinu og ýmis skrautleg höfuðföt litu þar dagsins ljós. Afreksmaður Nes var kjörinn, en það var að þessu sinni sundmaðurinn Már Gunnarsson. Í umsögn um Má segir að þar fari svakalegur keppnis- maður sem ætli sér mjög langt í sundi. Már er sjónskertur en hefur samt náð stífum lágmörkum á Ald- ursflokka meistaramóti Íslands (fyrir ófatlaða) í ár. Már er með lágmörk í íslenska landsiðið í sundi (fatlaðra) og tók þátt í Norðurlandameistara- mótinu í sundi haustið 2013 og fékk þar tvenn verðlaun. Á alþjóðlegu sundmóti í Svíþjóð rakaði hann inn verðlaunum í sínum flokki og hefur nú þegar sett tvö Íslandsmet í sundi. Fjölmargar myndir frá loka- hófinu má sjá á vef okkar vf.is. Þrjú jafntefli í röð hjá Keflvíkingum Keflvíkingar eru í öðru sæti Pepsi- deildarinnar eftir jafntefli gegn Fram, 1-1, á Laugardalsvelli. Liðið er með 12 stig eftir 7 leiki. Staðan getur þó breyst en þrír leikir fóru fram eftir að Víkurfréttir fóru í prentun í gær. Keflvíkingar hafa nú gert 1-1 jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum, en í þeim öllum hafa strákarnir úr Bítlabænum náð forystu. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni sunnudaginn 15. júní á Nettóvellinum. Guðlaug og Ásdís til Grindavíkur Kvennalið Grindavíkur í Domino's deildinni í körfubolta hefur þegar gengið frá ráðningu á erlendum leikmanni fyrir næsta vetur. Einnig hafa tveir efnilegir Njarð- víkingar gengið til liðs við þær gulklæddu, en þær Guðlaug Björt Júlíusdóttir og Ásdís Vala Freys- dóttir komu frá Njarðvík. Erlendi leikmaðurinn heitir Rachel Tecca en hún er framherji frá Akron University í Bandaríkjunum. Hún var tímabilið 2013-2014 með 22,1 stig að meðaltali í leik. Karfan.is greinir frá. Slæm byrjun Grindvíkinga Grindvíkingar máttu sætta sig við ósigur gegn liði KV þegar liðin mættust í 1. deild karla í knatt- spyrnu á gervigrasinu í Laugardal. Leikurinn endaði 3-2 fyrir ný- liðana úr Vesturbænum en staða Grindvíkinga er ekki vænleg að loknum fjórum umferðum, þar sem liðið hefur aðeins náð í þrjú stig. Scott Ramsay kom Grind- víkingum yfir á 18. mínútu en KV jafnaði skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Þrjú mörk litu svo dags- ins ljós í upphafi seinni hálfleiks á sjö mínútna kafla, fyrst skoruðu KV-menn, svo jafnaði Juraj Gri- zelj Grindvíkingum metin aftur með marki úr vítaspyrnu. Þremur mínútum síðar kom svo það sem reyndist sigurmark KV. Eftir leikinn eru Grindvíkingar í 10. sæti deildarinnar með einn sigur eftir fjórar umferðir. Liðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrvalsdeild í fyrra og voru talsverðar væntingar gerðar til liðsins í ár. Enn tapa Njarðvíkingar - Stigalausir á botninum Njarðvíkingar töpuðu sínum fimmta leik í röð í 2. deild karla í knattspyrnu. Að þessu sinni héldu Njarðvíkingar til Dalvíkur þar sem heimamenn í Dalvík/Reynir höfðu 2-1 sigur. Heimamenn voru fyrri til þess að skora en Njarð- víkingar jöfnuðu metin skömmu síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik en Njarðvíkingar höfðu verið mjög aðgangsharðir upp við mark heimamanna. Sigurmark leiksins kom þegar stundarfjórðungur var svo til leiks- loka, en Njarðvíkingar náðu ekki að jafna þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. - Vilja fleiri malarvegi og minna malbik Már Gunnarsson afreksmaður Nes - Hattafjör á lokahófi félagsins Suðurnesjamennirnir og núverandi Íslandsmeistarar, þeir Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson, höfnuðu í þriðja sæti í keppninni að þessu sinni. Yngri kylfingar Golfklúbbs Suðurnesja hafa farið mikinn á unglinga-mótaröðum Golfsambands Íslands og þá sérstaklega Íslandsbanka- mótaröðinni sem er mótaröð bestu unglinga hér á landi. Um síðustu helgi átti GS fjóra verðlaunahafa eða jafn marga og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sem er með margfalt fleiri keppendur. Aðrir stórir golfklúbbar voru einnig með færri sigurvegara en GS. Keppt er í þremur flokkum yngri kylfinga, 14 ára og yngri, 15-16 ára og 17-18 ára pilta og stúlkna. Einn yngsti félagi í GS, hin tíu ára Kinga Korpak hefur sigrað á tveimur fyrstu mótunum á Íslandsbankamótaröðinni í flokki 14 ára og yngri telpna og systir hennar Zuzanna Korpak hefur verið í 2. og 3. sæti. Drengirnir hafa líka verið í toppbaráttunni. Um síðustu helgi var Róbert Smári Jónsson í 3. sæti í flokki 15-16 ára og Birkir Orri Viðarsson varð í 3. sæti í flokki 14 ára og yngri drengja í mótinu í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Fréttir alla daga á vf.is Góður árangur GS unglinga í golfi Systurnar Zuzanna og Kinga Korpak.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.