Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2014, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 12.06.2014, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. júní 2014 19 Konur eru konum bestar R RVIÐ STEFNUM Á KVEAHLAUPIÐ LAUGARDAGINN 14. JÚNÍ 1 4 -1 3 2 0 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 14. JÚNÍ 2014 Þátttökugjald: 12 ára og yngri 1.000 kr. 13 ára og eldri 1.500 kr. Nánari upplýsingar á kvennahlaup.is Ganga eða skokk, þú ræður hraðanum. Reykjanesbær Hlaupið frá Húsinu okkar (K-húsinu), Hringbraut 108, kl. 11. Upphitun hefst 10.55. Vegalengdir í boði: 2 – 4 og 7 km. Forskráning fimmtudaginn 12. júní og föstudaginn 13. júní kl. 17–19 í Húsinu okkar. Frítt í sund að loknu hlaupi. Vogar: Hlaupið frá Íþrótta- miðstöðinni kl. 11. Vegalengd í boði: 2 km. Forskráning í Íþrótta- miðstöðinni á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi. Grindavík Hlaupið frá Sundlaug Grindavíkur kl. 11. Vegalengdir í boði: 3,5 og 5 km. Forskráning í sundlauginni á opnunartíma. Ávextir í boði að loknu hlaupi Hlaupið er á eftirtöldum stöðum á svæðinu: Sandgerði: Hlaupið frá Íþrótta- miðstöðinni kl. 11. Vegalengdir í boði: 1,5 – 3 og 5 km. Forskráning í íþróttamiðstöðinni á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi. Garður Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni í Garði kl. 11. Vegalengdir í boði: 2 – 3,5 og 5 km. Forskráning í Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi. BLÁA LÓNIÐ STYRKIR ÍÞRÓTTAFÉLÖG Á SUÐURNESJUM Árleg styrkveiting Bláa lónsins til allra íþróttafélaganna á Suður-nesjum fór fram sl. föstudag. Fulltrúar íþróttafélaganna tóku við styrkjunum í móttöku sem haldin var af þessu tilefni. Alls voru um 30 styrkir afhentir. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, sagði við þetta tækifæri að það væri mikill heiður fyrir Bláa lónið að styðja við hið óeigingjarna starf sem er unnið innan íþróttahreyfingarinnar. Ingigerður Sæmundsdóttir, nýkjörinn formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, sagði að stuðningur Bláa lónsins við íþróttafélögin á Suðurnesjum, sem væri mikið íþróttasvæði, sýndi í verki mikilvæga samfélagslega ábyrgð. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ BOZZ sturtuklefi 80x80cm 43.900 11.990 AGI-167 hitastýrð blöndunar tæki fyrir sturtu fáanleg með upp stút. Rósetturog hjámiðjur fylgja. Fást einnig í 90x90cm á kr. 45.900. Einnig eru til rúnnaðir 90x90 klefar á kr. 45.900 Sturtustöng og -brúsa fylgja. GÆÐAVARA Vatnslás og botnventill frá McAlpine seldur sér á kr. 1.290 -sport pósturu vf@vf.is „Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Vanalega er það einn og einn útlendingur sem kaupir hérna Keflavíkurbúning hjá mér en núna er allt vitlaust,“ segir fyrrum varnar- jaxlinn Sigurður Björgvinsson hjá K-sport, en búningur Pepsi-deildarliðs Keflavíkur fór í sölu hjá versluninni á dögunum. Fjölmargir höfðu lagt inn pöntun fyrir treyju en Sigurður segist hafa fengið spurningar um búninginn allt frá því að hann var kynntur til leiks í vor. „Ég er einnig farinn að senda búninginn erlendis en gamlir Keflvíkingar vilja ólmir næla sér í treyju.“ Safnarar hafa einnig sýnt búningnum áhuga en hann er merktur sérstaklega Íslandsmeistaraliðinu 1964. Fyrir utan það að þykja einstaklega laglegur, er búningurinn sögulegur. Nú eru 50 ár frá því að Keflvíkingar urðu fyrst Ís- landsmeistarar en þá léku þeir í keimlíkum búningum. Kefla- vík mun einungis nota „50 ára Íslandsmeistarabúninginn“ á þessari leiktíð og því er líklega eftirsóknarverðara að tryggja sér búninginn. Sigurður segir að vanalega seljist búningar liðsins ekki ýkja vel en núna sé annað uppi á teningnum. „Þessi búningur hefur vakið óhemju athygli. Ég er sjálfur til í að eiga þennan en vanalega gaf ég frá mér alla Keflavíkur- búningana á ferli mínum sem leikmaður,“ segir Sigurður hress í bragði en hann er næst leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. Keflavíkurbúningurinn selst eins og heitar lummur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.