Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 fimmtudagurinn 19. júní 2014 • 24. tÖLuBLaÐ • 35. Árgangur Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Víðtæk leit að hundinum Hunter Víðtæk leit hefur staðið yfir síðan áföstudag að hundinum Hunter sem kom hingað til lands með flugi frá Banda- ríkjunum sl. föstudag. Óhapp varð þegar búr hundsins var flutt á milli flugvéla með þeim afleiðingum að búrið féll á flughlaðið á Keflavíkurflugvelli og Hunter tók til fótanna og lét sig hverfa út af flugvallar- svæðinu. Lögregla og björgunarsveitir hafa síðan þá leitað skipulega á Miðnesheiði en án árang- urs. Þó hefur Hunter sést bregða fyrir en ekki verið hægt að ná til hans. Þá hefur fjöldi ein- staklinga tekið þátt í leitinni. Icelandair hefur boðið tvo flugmiða í fundar- laun fyrir Hunter og eigandi hundsins býður þeim sem nær Hunter á lífi og kemur honum til skila 200.000 krónur. Þegar Víkurfréttir fóru í prentun síðdegis í gær var Hunter enn ófundinn. Þeir sem finna hundinn eru beðnir um að hafa sam- band við lögreglu í síma 420 1800. Björgunarsveitarmaðurinn Halldór Halldórsson með leitarhundinn Skugga við leit á Miðnesheiði á mánudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Öflug björgunartæki hafa verið notuð við leitina. Hér fer Ural-ofurtrukkur Björgunar- sveitarinnar Ægis í Garði um flugvallar- svæðið. Þyrla var notuð við leitina um síðustu helgi og þá fara fjórhjól um torfærur. Að lokinni þjóðbúninga-messu í Keflavíkurkirkju og skrúðgöngu í fylgd skáta og lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar dró Ellert Ei- ríksson, fyrrum bæjarstjóri í Keflavík og svo Reykjanesbæ, íslenska fánann að húni, en fáninn mun vera sá stærsti á Íslandi. Karlakór Keflavíkur flutti að því loknu þjóðsöng- inn og nýstúdentinn og dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Sandra Lind Þrastardóttir, flutti ávarp í hlutverki fjall- konunnar. Hér kemur Sandra Lind í fylgd skáta í skrúðgarð- inn í Keflavík. Fleiri myndir frá 17. júní í blaðinu í dag og á vf.is. FJALLKONAN Í FYLGD SKÁTA n Vikulegur sjónvarpsþáttur VF frá Suðurnesjum á sjónvarpsstöðinni ÍNN: Í kvöld verður sýndur átjándi þáttur Sjón-varps Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þátturinn hefur verið vikulega á dag- skrá stöðvarinnar frá því í febrúar og verður áfram inn í sumarið á fimmtudagskvöldum kl. 21:30. Þátturinn er svo endursýndur á tveggja tíma fresti í og verður lokaendur- sýning á föstudagskvöld kl. 19:30. Þátturinn er jafnframt aðgengilegur á vf.is í háskerpu. Í Sjónvarpi Víkurfrétta er farið víða í mann- lífi og menningu Suðurnesja. Í kvöld eru við- fangsefnin sex talsins. Í fyrri hluta þáttarins er fjallað um sundstarfið í Reykjanesbæ og m.a. rætt við Eðvarð Þór Eðvarðsson sundþjálfara. Við kynnum okkur hönnunarsklasann MARIS og sýnum svipmyndir úr kvennahlaupinu um síðustu helgi. Í síðari hluta þáttarins kynnum við okkur sýn- ingar í Víkingaheimum, ræðum við Árna Sig- fússon þegar hann kvaddi sem bæjarstjóri og tökum viðtal við Önnu Lóu Ólafsdóttur sem verður nýr forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þegar ný bæjarstjórn tekur við. Sjónvarp Víkurfrétta verður á dagskrá í kvöld kl. 21:30 og verður jafnframt aðgengilegt á vef Víkurfrétta, vf.is. Viðtöl við fráfarandi bæjarstjóra, verðandi forseta og sundgoðsögn V F- M Y N D : E Y Þ Ó R S Æ M U N D SS O N

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.