Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 19. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturu vf@vf.isLJÓSANÓTT 2014 LUMAR ÞÚ Á HUGMYND? Ljósanó verður haldin hátíðleg í 15. sinn í ár. Gaman væri að brydda upp á skemmtilegum nýjungum af því tilefni. Ef þú lumar á góðri hugmynd að nýjum viðburði eða dagskrárlið, endilega sendu okkur línu á netfangið ljosanoƒ@reykjanesbaer.is eða hringdu í s. 421-6700. UMÖNNUNAR- GREIÐSLUKYNNINGAR Kynningar vegna umönnunargreiðslna fara fram þriðjudaginn 24. og fimmtudaginn 26. júní kl. 20.00 í Íþró aakademínunni, Krossmóa 58. EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega Sýnum tillitssemi – ökum varlega. 30 Það er alltaf sumar í Vatnaveröld! Opið virka daga frá 06.30 - 20.00 laugardaga og sunnudaga 08.00-18.00 SUMAR Í VATNAVERÖLD! Nýr meirihluti Frjáls afls, Samfylkingar og Beinnar leiðar fékk höfnun frá núverandi forseta bæjarstjórnar um að halda sinn fyrsta bæjarstjórnar- fund þann 18. júní og auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra í fram- haldi af því. Það er á forræði Böðvars Jónssonar, sem lengsta setu hefur í bæjarstjórn, að boða til fyrsta bæjarstjórnarfundar. Boða verður til fundarins innan 30 daga frá því að kosning fer fram. „Þetta er í samræmi við það sem er að gerast í öðrum sveitar- félögum. Í Reykjavík er haldinn borgarstjórnarfundur 16. júní og á Akureyri og Hafnarfirði þann 18. júní,“ segir Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar og verðandi bæjarstjórnafulltrúi í samtali við Víkurfréttir. Leitað hafi verið til Böðvars með viku fyrirvara um boðun fundar en boða þarf fyrsta bæjarstjórnarfund með fjögurra daga fyrirvara. „Þrátt fyrir þessa ósk nýs meirihluta um boðun fundar á þessum tíma hafnaði Böðvar þessari beiðni og boðar til fundarins viku seinna en nýr meirhluti hafði farið fram á.“ Þá hafi Böðvari einnig verið send fyrirspurn 12. júní um hvort sjálf- stæðismenn myndu gera ágreining um það ef auglýst yrði eftir nýjum bæjarstjóra áður en ný bæjarstjórn kæmi saman. „Því erindi hefur ekki verið svarað þrátt fyrir ítrekun þar um. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti og Sambandi sveitarfélaga er hér um einsdæmi að ræða, þ.e. að ekki skuli vera farið að ósk nýs meirihluta um boðun fundar,“ segir Guðbrandur. Víkurfréttir höfðu samband við Böðvar Jónsson, sem staddur var í vinarbæjarheimsókn í Finnlandi. Hann segist hafa séð einhverja ítrekun frá Guðbrandi í tölvupósti sem hann var ekki búinn að lesa nánar. „Bæjarstjórnarfundurinn er haldinn þegar ég boða til hans því ég hef lengsta setu í bæjarstjórn. Hann hefur verið boðaður 24. júní og búið er að tilkynna um það. Þeir voru með einhverjar hugmyndir um að halda hann fyrr en ég er bara á vegum bæjarstjórnar hérna er- lendis,“ segir Böðvar. Spurður um ástæðu þess að fundurinn sé ekki haldinn fyrr segir Böðvar að hefðbundinn fundardagur bæjarstjórnar sé þriðjudagur. „Þegar hann kemur upp á 17. júní þá er bara eðlilegt að boða hann næsta þriðjudag á eftir.“ Spurður um hvort ekki hefði verið hægt að halda hann t.d. 18. júní segir Böðvar að það hefði einfaldlega ekki hentað sér, hann verði upptekinn þann dag og einn- ig daginn eftir. „Við erum vön að halda bæjarstjórnarfundi á þriðju- dögum og fannst eðlilegt að halda hann 24. af því að 17. júní kemur upp á þriðjudegi.“ Jafnframt segist Böðvar ekki hafa fengið neinar beiðnir um þetta fyrr en hann fékk tölvupóst frá Friðjóni [Einarssyni] bara fyrir nokkrum dögum. Þá var ég kominn erlendis. Ég tilkynnti honum þá bara að fundurinn yrði þann 24. júní,“ sagði Böðvar. Ný meirihluti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar var kynntur föstudaginn 13. júní að Nes- völlum. Anna Lóa Ólafsdóttir, sem skipar annað sæti hjá Beinni leið, verður forseti bæjarstjórnar og Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra, verður formaður bæjarráðs. Auk Önnu Lóu mun skipa nýja meirihluta Gunnar Þórarinsson, oddviti frjáls afls, Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, Elín Rós Bjarnadóttir, öðru sæti hjá Frjálsu afli og Guðný Birna Guð- mundsdóttir, öðru sæti hjá Sam- fylkingu og óháðum. Meirihlutinn hefur komist að sam- komulagi um helstu nefndarskipan og mun Frjálst afl fá stjórnar- mennsku í fjórum nefndum og hin framboðin taka að sér stjórnar- mennsku í tveimur. Guðbrandur Einarsson tók fram að það væri gleðiefni að fá konu í embætti for- seta bæjarstjórnar og það muni breyta ásýnd bæjarstjórnarinnar og bæjarins verulega. Nýr bæjarstjóri kemur að sögn Gunnars vonandi til starfa í ágúst og fylgt verður þeirri fjárhagsá- ætlun sem gerð var síðastliðið haust. Vafalaust verði breytingar í stjórnsýslunni sem munu koma í ljós þá. Auglýsing um umsóknir um starf bæjarstjóra verður birt þegar nýr meirihluti hefur tekið við og upp úr því verður kynnt ná- kvæmari stefnuskrá. Fyrsti bæjar- stjórnarfundur er áætlaður 24. júní, þar sem bæjarstjórnaskiptin fara fram formlega. Umboð fyrri bæjar- stjórnar fellur úr gildi 15. júní. Nokkrir bæjarbúar voru viðstaddir og bárust ýmsar spurningar úr sal. Ein þeirra var á þá leið hvernig bæjarstjóra meirihlutinn sæi fyrir sér taka við. Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls, svaraði því til að viðkomandi muni annaðhvort að vera karl eða kona. Friðjón bætti við: „Ekkert okkar ætlar að verða bæjarstjóri.“ Einn viðstaddra, íbúi á Nesvöllum, bauðst til þess að taka að sér að vera bæjarstjóri og gera það kauplaust. Gunnar Þórarinsson kynnti mál- efnasamninginn sem undirritaður var. Hann felst í úttekt á fjárhags- stöðu og stjórnsýsli bæjarins, árs- hlutauppgjöri sem Deloitte ehf verður falið að gera, stöðu bæjar- stjóra, átak í atvinnumálum og áherslur á fjölskyldu og heimili. Anna Lóa Ólafsdóttir sagði m.a. í viðtali við Víkurfréttir að meiri- hlutinn hafi verið sammála með marga meginþætti í meirhlutavið- ræðum. „Ég geri mér grein fyrir því að það eru erfið verkefni sem bíða okkar, en ég hef áður tekist á við erfið verkefni faglega og í líf- inu. Þetta eru stór tímamót í mínu lífi.“ Þá hafi einnig verið mikil sam- staða var með skiptingu embætta og Guðbrandur Einarsson hafi lagt til snemma í ferlinu að hún yrði forseti bæjarstjórnar. Hún hafi ekki skorast undan því. Aðspurð sagðist Anna Lóa vilja fá í bæjarstjórastól einhvern sem sé vel að sér í rektri og stjórnun. „En ekki síður ein- hvern sem er vel að sér þegar kemur að mannlega þættinum. Mér finnst oft andlegi og mannlegi þátturinn settur til hliðar í stjórnmálum. Ég mun núna koma fram fyrir hönd bæjarins og tek það hlutverk mjög alvarlega. Ég ætla að samt vera ég sjálf,“ segir Anna Lóa. Anna Lóa verður forseti bæjarstjórnar n Fengu ekki heimild til að hafa bæjarstjórnarfund 18. júní: n Nýr meirihluti myndaður í Reykjanesbæ: Vinna nýrrar bæjar- stjórnar tefst um viku SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Guðbrandur Einarsson, Anna Lóa Ólafsdóttir og Gunnar Þórarinsson á blaðamannafundinum. V F- M Y N D : E Y Þ Ó R S Æ M U N D SS O N

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.