Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 19. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 -viðtal pósturu vf@vf.is Anna Lóa Ólafsdóttir tekur við stöðu forseta bæjarstjórnar undir lok mánaðarins. Það eru ekki einu tímamótin í lífi hennar því sama dag og nýr meirihluti var kynntur í Reykjanesbæ útskrifað- ist Anna Lóa úr diplómanámi í sálgæslu. Er að fara að læra helling Spurð um hvað taki við hjá henni í nýju embætti og hvort hún muni breyta einhverjum áherslum segir Anna Lóa að í hlutverkinu muni hún halda utan um bæjarstjórnarfundina og formlegheitin; vera líka svo- lítið andlitið út á við. „Ég mun koma fram fyrir hönd bæjarins og tek það hlutverk mjög alvarlega. Ég ætla einnig að reyna bara að vera ég sjálf. Þetta er nátt- úrulega nýtt embætti fyrir mér og ég er að fara að læra helling. Eins og ég hef vanalega gert þegar ég hef tekið við nýjum störfum þá þarf ákveðna þekkingu og ákveðna færni og svo er það reynslan og ég sem mann- eskja hlýt að koma með einhverjar breytingar. Ég sé það þannig,“ segir Anna Lóa. Erfið verkefni bíða nýrrar bæjarstjórnar Samstarfið við myndun nýs meirihluta segir Anna Lóa að hafi gengið vel. „Ég hef enga viðmiðun því ég er að stíga mín fyrstu skref þegar kemur að stjórnmálum en við vorum frekar sammála í baráttunni með marga svona meginþætti þannig að við höfum verið sammála í þessari vinnu. Þannig að ég myndi segja að það hafi bara gengið mjög vel.“ Hún segist gera sér grein fyrir því að erfið verkefni bíði nýrrar bæjarstjórnar en hafi sjálf áður tekist á við erfið verkefni, bæði faglega og í lífinu. „Við fáum öll okkar verkefni. Ég er bara nokkuð spennt og þetta er stór tímamót í mínu lífi, já.“ Snýst um samtal við íbúana Anna Lóa segir einnig mikla samstöðu hafa verið um hvaða hlutverk hver tæki að sér. „Já, í okkar hópi lagði Guðbrandur til mjög snemma í ferlinu að ég yrði for- seti bæjarstjórnar og ég bara þakkaði fyrir og skorast ekki undan því. Ég gat ekki séð annað en að samstaðan væri góð svona heilt yfir.“ Hún vill sjá bæjarstjóra sem sé vel að sér í rekstri og stjórnun en ekki síður vel að sér þegar kemur að mannlega þættinum. „Mér finnst við oft vera svo upptekin af því þegar rekstur, peningar og stjórnun eru annars vegar þá sé andlegi og mannlegi þátturinn settir til hliðar. Ég var að útskrifast úr sál- gæslu þar sem þessum andlega þætti er gert frekar hátt undir höfði og mér finnst að við megum ekki gleyma því.“ Hún sé með þessu ekki að halda því fram að fyrri bæjarstjórn hafi ekki gert það. „En ég vil leggja enn meiri áherslu á það að sá hlutur skiptir líka gríðarlega miklu máli. Þannig að við séum að tala við íbúana. Þetta snýst ekki bara um okkur ellefu sem sitjum þarna heldur snýst þetta um samtal okkar við ibúana,“ segir Anna Lóa að endingu. n Verðandi forseti bæjarstjórnar útskrifuð úr sálgæslu: VIÐ FÁUM ÖLL OKKAR VERKEFNI Ég ætla einnig að reyna bara að vera ég sjálf. Þetta er náttúru- lega nýtt embætti fyrir mér og ég er að fara að læra helling. Kvenfélagið Hvöt bauð upp á litskrúðug andlit í Sandgerði Kvenfélagið Hvöt í Sandgerði bauð upp á þjóðhátíðarkaffi í Hvatar- koti á 17. júní. Þá var boðið upp á hoppukastala og andlitsmálningu fyrir börnin. Það voru því fjölmörg litskrúðug andlit í Sandgerði á þjóðhátíðardaginn. Hér eru nokkrar svipmyndir frá Sandgerði. Ellert flaggaði stærsta fána Íslands VF-MYNDIR: EYÞÓR SÆMUNSSON Fjallkonan með fjölskyldu sinni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.