Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 19. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Skrifað var undir verksamning í framhaldi af útboði við ÍSTAK um smíði og uppsetningu á búnaði í orkuveri í síðustu viku. HS Orka vinnur nú að aukningu á framleiðslugetu á heitu vatni í auðlinda- garðinum í Svartsengi. Verkið felst í meginatriðum í nýrri vatnslögn frá vatnstökusvæði, nýrri dælustöð og búnaði í orkuveri til heitavatns- framleiðslu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HS orku. Einnig kemur fram að með þessari framkvæmd eykst framleiðslugeta á heitu vatni til hitaveitunotkunar úr 460 sekúndulítrum í 580 sekúndulítra og er aukningin því rúm 25%. Framleiðsluaukningin krefst ekki borunar, því orkan sem nú er til reiðu í orkuverinu nægir. Heitt vatn frá auðlinda- garðinum í Svartsengi er selt inn á dreifikerfi HS Veitna á Suðurnesjum. Verklok eru áætluð í desember 2014 og heildarkostnaður við verkið er áætlaður rúmar 430 milljónir kr. Áður hefur verið samið við H.H. smíði um byggingu dælustöðvar og við Urð og grjót ehf um vatnslögn frá Lágasvæði að orkuverinu. Verkið er hannað af Verkís. Eftirlitsaðili með smíði og uppsetningu á búnaði í orkuveri er Geir Þór- ólfsson og Tryggvi Pétursson. Eftirlitsaðili með byggingu dælustöðvar og með vatnslögn er Verkfræðistofa Suðurnesja. Nýkjörin bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga kom saman til síns fyrsta fundar mánudaginn 16. júní 2014. Niðurstöður nýaf- staðinna sveitarstjórnarkosninga voru á þá lund að E-listinn fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna og er með hreinan meirihluta í bæjar- stjórn. D-listinn fékk tvo menn kjörna og L-listinn einn mann kjörinn. Á fyrsta fundi bæjarstjórnar var Ingþór Guðmundsson, oddviti E- listans, kjörinn forseti bæjarstjórnar. Bergur Álfþórsson var kjörinn formaður bæjarráðs. Á fundinum var einnig gengið frá kjöri í nefndir, ráð og stjórnir sem sveitarfélagið á aðild að. Á fundinum var jafnframt gengið frá ráðningu Ásgeirs Eiríkssonar sem bæjarstjóra sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Bæjarstjórn samþykkti ráðninguna samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Ásgeir hóf störf sem bæjarstjóri hjá sveitarfélaginu í árslok 2011. -fréttir pósturu vf@vf.is -viðskipti pósturu vf@vf.is Ný bæjarstjórn tekin við í Vogum – Ásgeir Eiríksson endurráðinn bæjarstjóri HS Orka eykur framleiðslugetu á heitu vatni í Svartsengi Bílabúð Benna hefur starf-rækt útibú fyrir nýja og notaða bíla að Njarðarbraut 9 í Reykjanesbæ síðan 2008. „Við sáum tækifæri í staðsetningunni hér í nágrenni við Reykjanes- brautina og keyptum því þetta glerhús og byggðum við það 500 fermetra þjónustubyggingu,“ segir Benedikt Eyjólfsson, Benni í Bílabúð Benna í samtali við Víkurfréttir þegar hann var að undirbúa sumarsýningu Bíla- búðar Benna á Fitjum fyrir síð- ustu helgi. Auk bílasölunnar þá eru Nesdekk að Njarðarbraut 9 en þar er dekkjaverkstæði, smur- þjónusta og smáviðgerðir ýmis- konar. Framkvæmdir við uppbyggingu bílasölunnar og þjónustuhússins voru á fullu þegar hrunið varð en þrátt fyrir þær þrengingar sem þá urðu ákvað Benni að halda áfram en draga ekki saman seglin í Reykjanesbæ. „Ég hef alltaf haft mikla trú á Reykjanesbæ og var ákveðinn í að halda ótrauður áfram. Í fyrra malbikuðum við allt útisvæðið hjá okkur og núna á að fara í að gera sýningarsalinn betri og bæta í merkingar. Hjá Bílabúð Benna og Nesdekki í Reykjanesbæ starfa 7 manns og fleiri í törnum. „Við hjá Bílabúð Benna höfum alltaf viljað leggja mikinn metnað í starfsstöð okkar hér í Reykja- nesbæ. Ég veit að heimamenn vilja versla í heimabyggð og við eigum marga fasta viðskiptavini hérna,“ segir Benni. Bí labúð B enna se lur bæði Chervolet og Porsche bíla og hefur nýlega tekið í sölu aftur SsangYong jeppana en Benni hóf einmitt sölu á Musso fyrir um tveimur áratugum síðan. Nú er það jeppi sem heitir Rexton sem er nýkominn til landsins. Í sumar verður svo kynntur nýr Korando jepplingur frá SsangYong. Sala á Chevrolet hefur gengið mjög vel á undanförnum árum og eru fleirri og fleirri að bætast í hóp okkar viðskiptavina. Chevrolet hefur aukið framboð sitt á undan- förnum árum samhliða því sem við höfum geta boðið sérlega hag- stætt verð á bílunum. Það sem af er ári er Chevrolet þriðja mest selda vörumerkið á Íslandi. Þá sé Bílabúð Benna að bæta við Opel- umboðinu á Íslandi og bætir því í flóruna með haustinu. Við ætlum okkur mikið með Opel enda eru þetta þýskir gæðabílar og hafa orðið gríðarlega breytingar á þeim á síðustu árum. Starfsemin á Njarðarbrautinni er ekki sú eina sem Bílabúð Benna er með á Suðurnesjum því á Kefla- víkurflugvelli er starfrækt bíla- leigan Sixt sem veitir 13-14 manns vinnu og er með um 600 bíla í útleigu en Sixt er í eigu Bílabúðar Benna. Sixt er svo í samstarfi við Geysi með bílaþvott og við það starfa um 10 manns. Hjá bílaleig- unni er breið lína bíla í boði en Benni segir að um 90% af leigðum bílum yfir sumartímann séu af- greiddir á Keflavíkurflugvelli og nánast allir bílarnir eru leigðir fyrirfram. Flestir eru að leigja litla bíla eins og Chervolet Spark en leiga á jeppum er alltaf mikil enda vilja ferðamenn skoða hálendið okkar. – segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna Bílabúð Benna og bílaleigan Sixt skapa fjölmörg störf á Suðurnesjum: Hef mikla trú á Reykjanesbæ Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna framan við bílasöluna að Njarðarbraut 9 á Fitjum í Reykjanesbæ. „Við sáum tækifæri í stað- setningunni hér á nágrenni við Reykjanesbrautina,“ segir Benni. Starfsstöð bílaleigunnar Sixt á Keflavíkurflugvelli. Berglind Ásgeirsdóttir yfir-m a ð u r hj á Vi n nu s k ó l a Reykjanesbæjar segir að í ár séu um 300 starfsmenn í Vinnuskól- anum, þar af eru um 250 krakkar á aldrinum 14-16 ára. „Hér kom- ast allir að og ennþá eru laus pláss á B-tímabili ef einhverjir hafa áhuga,“ segir Berglind. Hún segir að aðsóknin í Vinnu- skólann sé minni en í fyrra en Berglind telur að fjölbreytt störf séu í boði fyrir unglinga í Reykja- nesbæ. Vinnuskólinn hefur nýlega komið sér fyrir í nýju húsnæði á efri hæðinni í Reykjaneshöll, en ýmsar nýjungar eru einnig fyrirhugaðar í starfsemi skólans. Sérstakur for- varnardagur verður haldinn í fyrsta sinn í sumar, þar sem Sigga Dögg kynfræðingur verður m.a. með kynfræðslu fyrir unglingana, eins sem boðið verður upp á kennslu við gerð ferilskrár. Vinnuskólinn ætlar svo að standa fyrir myndaleik þar sem birtar eru fyrir og eftir myndir af vinnu ungl- ingana. Vegleg verðlaun verða þar í boði fyrir hópa en hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem þegar hafa verið sendar inn á facebook-síðu Vinnuskólans. Allir komast að í Vinnu- skóla Reykja- nesbæjar Afrakstur vinnunnar sýnilegur í myndaleik Götuleikhús hjá Vinnuskóla RNB í sumar Albert Halldórsson kennir undirstöðuatriði í leiklist Vinnuskóli Reykjanesbæjar kynnir verður með götuleik- hús í sumar fyrir nemendur sem voru að klára 9. eða 10. bekk. Í sumar mun verða kennd undir- stöðuatriði í leiklist. Í texta frá vinnuskólanum kemur fram að ekki sé bara gaman að leika heldur einnig ótrúlega spennandi og krefjandi. „Við förum í alls konar leiklistar- tengda leiki og ætlum okkur að hafa gaman í allt sumar. Við munum meðal annars fæða trúða og kynn- umst þar trúðareglum, förum í draumaspuna og heimsækjum leik- skóla bæjarins á sólríkum sumar- dögum.“ Þá verður einnig sett upp lítil sýn- ing í lok tímabilsins sem verður byggð á teikningum Hugleiks Dagssonar. Albert Halldórsson, leiklistarnemi við Listaháskóla Ís- lands, mun leiða götuleikhúsið í ár og að hans sögn getur hann ekki beðið eftir að kynnast skemmtilegu fólki og kenna því það sem hann kann í leiklist.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.