Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 19.06.2014, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 19. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 VIKAN Á VEFNUM Elfa Falsdóttir Það vantar Saffran í Keflavik Esther Elín Bróðir minn var samt bara spurður hvort hann væri að kaupa auka bragðarref fyrir Hunter í ísbúðinni áðan #égdey Rúnar Gissurarson Þó svo að seasonið sé búið hjá guðjóni árna, þarf hann þà að slútta mínu líka? #metabolic #coachGuðjón Egill Birgisson Afhverju horfir maður alltaf i bak- sýnisspegilinn þegar maður keyrir fram hjá löggu! Elfa Hrund Guttormsdóttir Stoltið okkar hún Vig- dís Finnbogadóttir heillaði alla upp úr skónum á Nordisk Forum í Malmö. Sólveig Steinunn Bjarnadóttir 20:05...svona eru menn spenntir fyrir HM Birgitta María Vilbergsdóttir Alveg hreint ótrúlegt að á morgun séu liðin 20 ár frá því að pabbi minn varð fimmtugur og dró fánann að húni í skrúðgarðinum í annað sinn, hitt skiptið var árið 1969. Ég var fjallkona Keflavíkur þennan dag 1994, en það var einmitt í síðasta skipti sem það háttarlag var á vegna samein- ingar Hafna, Keflavíkur og Njarð- víkur fyrr þetta sumar. Við fórum í myndatöku í tilefni dagsins og var það vel. Þessi dagur verður mér ávallt kær. www.rekstrarland.is Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Láttu Rekstrarland létta þér lífið Ítrustu kröfur um hreinlæti Við eigum hreinsiefni sem mæta þörfum hvers og eins hvort sem um er að ræða létt þrif eða sérþrif. Hágæðahreinlætisvörur og þrifaáhöld fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki. Allt þetta og miklu meira í Rekstrarlandi. Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða í útibúum Olís um land allt. Rekstrarland leggur mikla áherslu á vistvænar og umhverfisvottaðar vörur. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 41 72 2 vf.is -mundi How do you like Iceland, Hunter?FiMMtudAGuriNN 19. júNí 2014 • 24. tÖLuBLAÐ • 35. ÁrGANGur Mikið tjón varð þegar Sædís Bára GK gjöreyðilagðist í eldi í bruna sem varð í Sandgerðishöfn sl. föstudag. Báturinn varð alelda á örskammri stund og fékkst ekki við neitt ráðið. Sædís Bára GK var bundin við norðurgarð Sandgerðishafnar. Lágsjávað var þegar eldurinn kom upp og vindátt þannig að eld og reyk lagði upp með bryggjukantinum og yfir bryggjuna. Þetta gerði slökkvistarf erfiðara því erfitt var að komast að eldinum og ljóst að enginn var að fara um borð í bátinn til að ráðast gegn eldinum. Allt tiltækt slökkvilið frá starfsstöð Bruna- varna Suðurnesja í Sandgerði og fjölmennt lið frá Reykjanesbæ voru þegar kölluð út. Þykkur reykjarbólstur frá brunanum sást alla leið til Keflavíkur enda eldurinn mikill í bátnum og þá læsti eldurinn sig fljótlega í fríholt á bryggjunni. Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins en þá var reyndar orðið lítið eftir af bátnum og hann rústir einar í höfninni. Miklar skemmdir urðu einnig á bryggjunni þar sem fríholtin brunnu sem og bryggjutré og raf- magnsskápur með öllu sem í honum var. Þá hitnaði bryggjan mikið í brunanum og spurning sett við styrk í steypunni þar sem mesta bálið logaði. Eldur kom aftur upp í flaki Sædísar Báru GK síðar um daginn. Flakið var híft á flutningabíl að kvöldi föstudagsins og það flutt til rann- sóknar. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi þegar slökkvistarf stóð yfir. Mikið tjón í bruna í Sandgerðishöfn n Fiskibáturinn Sædís Bára GK varð eldi að bráð:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.