Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2014, Síða 1

Víkurfréttir - 26.06.2014, Síða 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 fimmtudagurinn 26. júní 2014 • 25. tÖLuBLaÐ • 35. Árgangur Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA HRAUSTASTA KONA SUÐURNESJA HESTAFÓLK HELDUR Á LANDSMÓT LÍFIÐ Í DUUSHÚSUM ÆVINTÝRI HJÁ KEILI HANDAGANGA OG TÓNLIST Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN Sjónvarp Víkurfrétta öll fimmtudagskvöld Nýr bæjarstjóri verður á milli þriggja elda -sagði Böðvar Jónsson, fráfarandi forseti bæjarstjórnar. Taugatitringur segir oddviti Samfylkingarinnar. Nokkur úlfaþytur varð í kringum stærsta mál fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnarReykjanesbæjar, ráðningu nýs bæjarstjóra. Böðvar Jónsson, fráfarandi forseti bæjarstjórnar síðustu þriggja ára, sagði það yrði ekki auðvelt fyrir nýjan bæjarstjóra að starfa á milli þriggja elda auk þess að vera ekki andlit bæjarins. Friðjón Einarsson, odd- viti Samfylkingar og verðandi formaður bæjarráðs, sagði þetta ekki rétt hjá Böðvari. Nýr bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar yrðu báðir andlit bæjarins út á við. „Ég er þeirrar skoðunar að þessi stærri bæjarfélög eins og okkar þurfi að hafa mjög afgerandi pólitískan leiðtoga. Sveitarfélög sem eru með fagmenn á stærri sviðum eins og á félagsmálasviði, fjármálasviði, í skóla- málum og fleirum þurfi að hafa pólitískan leiðtoga sem stýrir verkunum og fylgir ákvörðunum meirihlutans. Þannig er það í flestum stærstu sveitarfélögum landsins. Það hefur líka reynst vel hér í Reykjanesbæ, í tuttugu ára sögu hans m.a. vegna þeirrar skýru sýnar sem bæjarstjórar okkar hafa haft á þau verkefni sem bæjarstjórn hefur viljað ná fram hverju sinni. Ég benti líka á það að nýr meirihluti hefur gefið það út að forseti bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar verði andlit bæjarins út á við og það muni gera nýjum bæjarstjóra erfitt fyrir, verandi á milli þriggja elda, þriggja flokka í meirihluta. Hann muni eiga erfitt með að taka ákvarðanir sem oft þarf að gera með skömmum fyrirvara,“ sagði Böðvar sem einnig gagnrýndi viðveru Friðjóns Einars- sonar á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar. Hann þyrfti að gæta að valdheimildum sín- um en Friðjón, næsti formaður bæjarráðs, hefur haft aðstöðu á skrifstofunni frá því bæjarstjóri hætti. Friðjón sagði þetta pólitískan leik hjá Böðv- ari og greinilegan taugatitring hjá Sjálf- stæðismönnum eftir kosningar. „Staðreyndin er sú að okkur fannst nauð- synlegt að einhver frá okkur þyrfti að vera á bæjarskrifstofunni til taks, til upplýsinga, m.a. til svara starfsmönnum bæjarins um hin ýmsu mál,“ sagði Friðjón. Hann bætti því við að það ætti ekki að verða neitt vanda- mál varðandi „andlit“ bæjarins. Bæjarstjóri og forseti myndu sinna því eins og verið hefur áður. „Bæjarstjóri mun verða æðsti embættis- maður bæjarins og mun þannig verða andlit bæjarins út á við. Á ákveðnum viðburðum mun forseti bæjarstjórnar verða andlit bæjarins, líkt og verið hefur í tíð fyrri meiri- hluta. Við ætlum ekki að breyta neinu í því. Nýr bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri bæjarins og mun svara sem slíkur út á við. Auglýst verður eftir bæjarstjóra á næstu dögum og vonandi lýkur því ferli fyrir lok ágúst mánaðar og ný manneskja geti komið til starfa sem fyrst.“ Garðaúðun og garðsláttur Gumma Emils 30 ára reynsla í garðaúðun og full réttindi til jafnlangs tíma. 893 0705 Fyrsti fundurinn! Bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar sem sóttu fyrsta bæjarstjórnarfund Reykjanesbæjar 24. júní 2014. F.v. Árni Sig- fússon, Böðvar Jónsson, Kristinn Jakobsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Elín Rós Bjarnadóttir, Gunnar Þórarinsson, Guðný Gunnarsdóttir, Friðjón Einarsson, Kolbún Jóna Pétursdóttir, Jóhann Sigurbergsson og Anna Lóa Guðmundsdóttir. Kolbrún, Jóhann og Ingigerður voru varamenn fyrir Guðbrand Einarsson, Magneu Guðmundsdóttur og Baldur Guðmundsson. VF-mynd/OlgaBjört. Síða 7: Fæddist heima á stofugólfi

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.