Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 26. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturu vf@vf.is ATVINNA FÉLAGSRÁÐGJAFARSTAÐA Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar (FFR) auglýsir eftir félagsráðgjafa í 100% starf á skrifstofu FFR. Starfssvið: • Starfið felst í vinnu í barnavernd sem felur meðal annars í sér ráðgjöf við foreldra og börn í Reykjanesbæ. • Vinna í samstarfi við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir sem tengjast börnum. Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí nk. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna menntunar- og hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. http://www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. september 2014. Nánari upplýsingar veitir María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, í síma 421-6700, maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is LEIKHÓPURINN LOTTA HRÓI HÖTTUR Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið Hrói höttur í skrúð- garðinum við Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag klukkan 18:00. Miðaverð 1.900 kr. Miðar seldir á staðnum. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á www.leikhopurinnlotta.is ATVINNA NJARÐVÍKURSKÓLI Laus er til umsóknar staða íslenskukennara á unglingastigi fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 10. júlí n.k. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna menntunar- og hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. http://www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf. Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í síma: 420 3000/863 2426 eða í gegnum netfangið asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is ATVINNA HOLTASKÓLI Laus er til umsóknar staða dönskukennara við Holtaskóla á mið- og unglingastigi. Umsóknarfrestur er til 7. júlí nk.    Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna menntunar- og hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. http://www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf. Nánari upplýsingar veita Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri í síma 420-3500 eða 842-5640 og Helga Hildur Snorradóttir aðstoðarskólastjóri í síma 420-3500 og 848-1268. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netföngin edvard.t.edvardsson@holtaskoli.is og helga.h.snorradottir@holtaskoli.is ■■ Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar: Fundarhlé þurfti vegna Framsóknar -samþykkt að auglýsa eftir bæjarstjóra Ný bæjarstjórn hélt sinn fyrsta fund í Reykjanesbæ sl. þriðjudag. Kynntar voru kosningar í nefndir og ráð bæjar- félagsins og samþykkt að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Fráfarandi forseti bæjarstjórnar, Böðvar Jónsson sagði að það yrði án efa erfitt fyrir nýjan bæjar- stjóra að starfa á milli þriggja elda, og vitnaði þar til þriggja oddvita og flokka í nýjum meiri- hluta bæjarstjórnar. Tillaga um að auglýsa eftir bæjarstjóra var samþykkt með atkvæðum bæjar- fulltrúa nýja meirihlutans en samið hefur verið við ráðgjafa- fyrirtækið Hagvang sem mun sjá um faglegt ráðningaferli. Anna Lóa Ólafsdóttir var kjörin for- seti bæjarstjórnar og tók við stjórn fundarins eftir að Böðvar Jónsson, fráfarandi forseti og með lengstan feril núverandi bæjarfulltrúa í bæjar- stjórn, hafði sett fundinn og skýrt frá niðurstöðum kosninga. Anna Lóa stýrði fyrsta máli fundarins sem var kosning í stjórnir og ráð. Hún fékk eldskírn í embættinu þegar Krist- inn Jakobsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins óskaði eftir því að flokkurinn fengi áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og vitnaði þar til nýrra starfsreglna bæjarfélagsins sem voru samþykktar á síðasta ári. Anna Lóa vildi vísa málinu til bæjarráðs en Kristinn kom þá aftur í pontu og mótmælti því og fór nokkuð mik- inn í pontu. Óskaði meirihlutinn þá eftir að gert yrði fundarhlé þar sem þessi mál voru rædd. Eftir fundar- setningu á nýjan leik var ósk Krist- ins samþykkt en öðrum óskum um áheyrnarfulltrúa í helstu nefndir bæjarsins sem og að þeir fengju sömu kjör og aðalfulltrúar, var vísað til afgreiðslu í bæjarráði. Oddvitar meirihlutaflokkanna, Gunnar Þórarinsson frá Frjálsu afli, Guðbrandur frá Beinni leið og Friðjón Einarsson, ásamt Árna Sigfússyni og Böðvari Jónssyni frá Sjálfstæðisflokki voru kjörnir í bæjarráð en það er nokkurs konar framkvæmdaráð bæjarfélagsins og fundar vikulega. Friðjón var kjör- inn formaður þess. Ellefu fulltrúa bæjarstjórn fundar tvisvar í mán- uði en tekur um tveggja mánaða frí á sumrin. Þessi fundur var sá síðasti þar til eftir sumarfrí bæjar- stjórnar en næsti fundur verður í ágúst. Kaus ekki sjálfa sig ■uVerulega reyndi á nýkjörinn forseta bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar á fyrsta fundinum en hlutverkið er nokkuð stórt og því fylgja skyldur og reglur. Anna Lóa Ólafsdóttir fékk að finna fyrir því, meðal annars þegar kosn- ing um embætti forsetans fór fram. Þá höfðu allir bæjarfulltrúar rétt upp hönd nema hún. Anna gerði grín að atkvikinu á Facebook síðu sinni eftir fundinn og skrifaði þar m.a.: „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari. Við þurfum öll að fá að læra og pínu fyndið að ég gleymdi að kjósa sjálfa mig sem for- seta.“ ÁSY heitir hún ■uGárungarnir voru strax búnir að finna nafn á nýju bæjarstjórn- ina og byggja það upp á bók- stöfunum sem flokkarnir fengu í kosningunum: ÁSY. Það er alveg hægt að leika sér með þetta nafn. Hjörtur bæjarstjóri ■uHjörtur Zakaríasson er starf- andi bæjarstjóri þangað til nýr verður ráðinn. Hjörtur hefur setið lang flesta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í embætti sínu sem bæjarritari. Hjörtur sat sjálfur í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Keflavík árin 1982-1986 en var svo ráðinn sem bæjarritari í meirihlutatíð Al- þýðuflokksins árið 1986. Hann hefur verið bæjarritari síðan og gegnt stöðu staðgengils bæjarstjóra í forföllum hans eða fríi. Róbert endurráðinn sem bæjarstjóri Grindavíkur Á fundi nýrrar bæjarstjórnar Grindavíkur var Róbert Ragn- arsson endurráðinn sem bæjar- stjóri bæjarstjóri Grindavíkur á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Ráðningarsamningur við bæjar- stjóra var lagður fram til stað- festingar og var hann samþykktur af öllum bæjarfulltrúum. Þetta er því annað kjörtímabilið sem Ró- bert verður bæjarstjóri í Grindavík en þar áður var hann bæjarstjóri í Vogum. Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.