Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 26. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Njarðvíkurmærin Nílsína Larsen Einarsdóttir vill að fólk minnist sín sem Níllu með síða hárið og krullurnar. Undan- farin þrjú ár hefur hún tekist á við erfið veikindi sem hún segir ekki hafa breytt sér í grunninn. Hún hafi heldur náð að virkja grunn sinn vel og er full af þakklæti og bjartsýni. Hvatning og svigrúm fjöl- skyldunnar Með útbreiddan faðminn tekur Nílla á móti mér á kaffihúsi í höfuðborginni. Þau sem þekkja Níllu kannast við gleðina, hlýjuna og smitandi hláturinn sem ein- kenna hana. Ég spurði hana hvaðan hún hefði þessa eiginleika. „Veistu, ég er svo heppin. Ég á foreldra sem báðir hafa upplifað ýmislegt í líf- inu og alist upp við það að lífið er verkefni sem þarf að inna af hendi. Pabbi er mín helsta fyrirmynd og mamma. Svo á ég æðislega vini í systkinum mínum. Þau eru öll svo jákvæð,“ segir Nílla og að hún hafi alltaf átt náið samband við þau og alltaf geta rætt málin. „Ég hef alltaf fengið tækifæri, einhverra hluta vegna, til að segja meira en aðrir í fjölskyldunni. Ég er bara mjög hreinskilin og heiðarleg og ekkert að velta mér upp úr því hvernig ég segi hlutina.“ Hún segir föður sinn stundum rifja upp að hún hafi sett hönd á mjöðm og krafist fjöl- skyldufundar vegna einhvers sem hún skildi ekki. Einnig hafi hún fengið mikið svigrúm til að reka sig á. „Ég hef alltaf verið hvött til að gera það sem mig langar og svo grípur fjölskyldan mig ef eitthvað kemur upp á. Við erum öll með rosalega stóran tilfinningaskala. Ég ferðast ekki upp og niður skalann heldur hoppa bara svona endanna á milli,“ segir Nílla hlæjandi. Greindist með eitlakrabba- mein Samheldni og stuðningur fjöl- skyldu Níllu endurspeglaðist vel þegar hún greindist með Hodgkins eitlakrabbamein á 3. stigi í lok ágúst 2010, sem oftast er læknanlegt með fyrstu meðferð. Hún hafði verið með þrálátan hósta í eitt ár. Fyrsta meðferð gekk ekki og næsta árið tóku við þrír erfiðir lyfjakúrar. „Svo fór ég í PET-skanna í Dan- mörku og þar kom í ljós að engar virkar krabbameinsfrumur sáust. Þá fór ég í svokallaða háskammta- meðferð sem var lyfjainnhelling allan sólarhringinn í fimm sólar- hringa og fékk að lokum ígræddar í mig mínar eigin stofnfrumur. Af því tilefni klæddi ég mig í kjól og sokkabuxur og endurfæddist,“ segir Nílla, sem finnst mikilvægt að gleðjast og þakka fyrir öll góð skref. Í lok desember 2011 átti Nílla skyndilega erfitt með andardrátt sem læknar telja að hafi verið vegna eitrunaráhrifa af lyfjameðferð- unum. Ákveðið var að Nílla færi í öndunarvél. „Ég vildi það ekki. Allar fyrirsagnir í fjölmiðlum um fólk sem hafði verið haldið sofandi í öndunarvél fóru í gegnum hugann og hræddu mig,“ segir Nílla. Hún gaf á endanum eftir en heilsunni hrakaði og um tíma var Níllu vart hugað líf og haldið sofandi í þrjá sólarhringa um áramótin 2011- 2012. „Fólkið mitt bjó sig undir að kveðja mig en ég vaknaði víst með dramatískum viðsnúningi úr önd- unarvélinni og heimtaði Hraun að borða, sem ég mátti að sjálfsögðu ekki fá. Ég reyndist síðan vera með skerta lungnastarfsemi í kjölfar lyfjameðferðanna sem ég er enn að jafna mig á. Það sem hjálpar mér er að ég er ung og ég ætla,“ segir Nílla með áherslu. Áhyggjur aðstandenda erfiðastar Nílla lýsir því að þegar hún greind- ist hafi hún upplifað sig aleina í djúpum, dimmum og rökum helli með blautan eldspýtustokk og eina eldspýtu sem hún náði ekki að kveikja á. „Þá sá ég fólkið mitt fyrir mér kalla á mig niður: Þetta er allt í lagi, við erum hér. Komdu! Þú getur þetta! Svo henti einhver smá- vegis reipi og svo næsti o.s.frv. og með tíð og tíma var ég hífð upp.“ Langerfiðast við veikindaferlið fannst Níllu þó að horfa á vanlíðan- ina og áhyggjurnar í augunum á fólkinu sem hún elskar mest. „Mér þykir svo leitt að þau skuli hafa haft svona miklar áhyggjur af mér. Það hefur verið rosalega erfitt að eiga við það. Ég var alltaf að reyna að leita leiða til að gera hlutina bæri- legri. Og af því ég var að því, var fólk til í það með mér,“ segir Nílla. Allir lögðust á eitt við að gera hlut- ina bærilegri. Nílla skreytti sjúkra- húsherbergið sitt með fjölskyldu- vegg. Allir sem komu í heimsókn áttu að taka með sér mynd til að setja á vegginn. „Ég vissi hversu kvíðvænlegt er að ganga ganginn þarna á krabbameinsdeildinni. Þar er margt mjög veikt fólk, fólk sem er að deyja. Ég reyndi að láta alla vera upptekna af því að finna mynd til að setja á vegginn. Fyrsta sem sagt var þegar fólk kom var: Ertu með mynd? Hengjum hana upp og gerum eitthvað saman.“ Nílla tók einnig mynd af himninum við Kúagerði sem vinir hennar stækkuðu upp og settu á vegginn. „Mamma kom með lampa og vin- kona mín með listaverk. Enginn hafði séð svona herbergi áður. Það var umtalað. Þetta fékk ég svolítið frá ömmu Níllu því hún átti flott- asta herbergið á Garðvangi af því að þar var mikið krútterí í gangi,“ segir Nílla. Ljósvíkingarnir í Team Nílla Meðan á veikindunum stóð stofn- aði Nílla lokaðan Facebook hóp, Team Nílla, með liðstjóra, þjálf- urum og símalínu ef eitthvað kæmi upp á. Hún kallar þá Ljósvíkingana sína. „Þetta er byggt á hugmynda- fræði sem heitir „Share the care“. Mig vantaði ekki einhvern til að koma og þrífa heima hjá mér. Mig vantaði einhvern til þess að segja mér frá lífinu, menningarvið- burðum, koma með bækur til að lesa eða sitja og hafa smá þögn og nærveru,“ segir Nílla og bætir við að sumum hafi fundist óþægilegt að ■■ Lífsviðhorf og stuðningur skipta mestu máli í erfiðleikum: Faðmar fastar og oftar Ég myndi ekki vilja breyta neinu í mínu lífi Fagnar góðum niðurstöðum ásamt foreldrum sínum, Einari S. Guðjónssyni og Sigurbjörgu Ólafsdóttur. Með litla frænda, viku áður en hún fór í öndunarvél.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.