Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. júní 2014 9 hún væri að biðja um svona skipu- lagða vináttu. „Auðvitað verður visst ójafnvægi í vinskap þegar svona gerist. Róðurinn þyngdist þegar ég varð veikari og allur gang- ur á því hverjir stöldruðu við og einnig bættust þá einhverjir við í staðinn. Auðvitað verður hver að huga að sjálfum sér og sinni líðan líka. Þetta bara gekk einhvern veg- inn og var í rauninni ótrúleg upp- lifun og lífsreynsla.“ Þá hafi einnig verið erfitt fyrir marga hversu veik Nílla varð og þótti erfitt að kíkja til hennar. „En þeir voru duglegir að senda mér eitthvað fallegt og ótrúlegasta fólk setti sig í samband við mig. Sumir af Ljósvíkingunum voru ekki einu sinni vinir mínir fyrir, bara fólk sem ég hafði ein- hvern tímann hitt eða unnið með, fólk sem mér þótti skemmtilegt og áhugavert. Facebook síðan var svo á vissum tímapunkti meira notuð til að deila upplýsingum um líðan mína.“ Hnefaleikaþjálfarinn Gísli bróðir Í öllum lyfjameðferðum dvaldi Nílla heima hjá Gísla bróður sín- um og fjölskyldunni hans í Reykja- vík. „Gísli bróðir þekkir mig svo vel. Hann er hnefaleikaþjálfarinn minn. Alltaf til í að faðma mig á milli lota en sendir mig svo alltaf út að berjast. Hann segir: Það er búið að slá í bjölluna, þú verður að fara.“ Heima hjá Gísla hitti Nílla fólkið sitt. „Ég man helst eftir lyfja- meðferðunum þannig að það var gaman og ég var umvafin fólki sem þykir vænt um mig og það sýnir hvað góður félagsskapur hefur mikið að segja. Við hlógum mikið saman, segir Nílla. Gísli á tvo unga syni og Níllu finnst mjög mikil- vægt að standa sig í frænku- hlutverkinu. „Þegar ég var hjá þeim gerði ég allt til að stundirnar væru sem minnisstæðastar. Það var að hluta til vegna þess að ég vildi að þeir myndu muna mig ef ég myndi deyja.“ Samveran með frændunum hafi einnig hjálpað henni mikið. „Þeir voru ekkert að pæla í hvort ég væri veik, eða sköllótt og hugsuðu bara um leikina sem við lékum. Ég fór bara á sama stað og þeir og það var mjög gott. Þegar lífið er flókið er svo gott að gera eitthvað einfalt,“ segir Nílla. Erfitt að mega ekki faðma Litlu hlutirnir vega meira hjá Níllu en áður en hún varð veik. „Þeir eru með meira vægi. Gull og grænir skógar er eitthvað sem við sjáum á kvikmyndatjaldi í bíó. Að verja tíma með fólki er eitthvað sem ég met ákaflega mikils. Ég er svo rík af góðu fólki sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Það sankast einhvern veginn að mér jákvætt, bjartsýnt, gott og hjartahlýtt fólk sem er tilbúið að vera með mér í liði.“ Hún er mikil félagsvera og því hafi verið erfitt að vera í ein- angrun um tíma. „Að mega ekki koma við litlu frændur mína því ég var eitruð eða þegar mamma mátti ekki faðma mig því ég var svo veik. Það var hrikalega erfitt. Núna er ég með markmiðið 'live a lot'. Reyna að gefa af mér eins og ég get og vera til staðar fyrir mína Ljós- víkinga; vera Ljósvíkingur sjálf.“ Það að vera veik segir Nílla að hafi ekki breytt sér í grunninn. Hún hafi bara náð að virkja grunn sinn vel í veikindunum. „Ég er kannski aðeins væmnari og er forvitnari um aðra. Ég held að það hafi verið hluti af því að mér finnst gaman að fá að vera með, hvort sem er í gleði eða erfiðleikum. Ég legg mig meira fram við það í dag.“ Gerir upp tilfinningarnar Nílla lætur ekki deigan síga í uppbyggingarferli sínu. Hún er í stuðningsneti hjá Krafti og í stjórn SÍBS, auk þess sem hún sinnir nefndarstarfi um erlent hjálpar- starf hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Þá hefur hún unnið hlutastarf sem deildarstjóri hjá Bryn Ball- ett Akademíunni, Listdansskóla Reykjanesbæjar, í vetur. „Svo er ég að sinna furðufuglunum mínum, en það eru handgerðir origami óróar sem ég bý til og eru til sölu í Aurum. Það verkefni vaknaði til lífsins í veikindunum.“ Hún segist alltaf hafa verið heppin með að fá að vinna við það sem henni finnst skemmtilegt og lært hluti sem henni finnast skemmtilegir. „Konfúsíus sagði: Veldu starf sem þú elskar og þú munt ekki þurfa að vinna einn einasta dag á ævinni. Ég hef verið að vinna á vettvangi frítímans í mörg ár.“ segir Nílla og bætir við að einn- ig sé hún nýbúin að klára grunnbókhaldsnám og sé á leiðinni í frekara nám því tengdu og sé núna að kynnast sjálfri sér upp á nýtt. „Lyfin, sterarnir, þyngdaraukning og annað hafa haft víðtæk áhrif. Ég þarf að vera virk í því að gera það sem gerir mér gott. Ég er í mikilli tilfinningalegri úr- vinnslu núna því það var ekki svig- rúm til þess á meðan ég var veik. Er svolítið að skilja hlutina eftir þar sem þeir eiga að vera. Nú get ég skipulagt og endurraðað. Til- finningalegur farangur er allt of þungur að burðast með. Ég þarf að gráta oft bæði af gleði og sorg og faðma fastar og oftar. Vera í kringum fólkið mitt.“ Nílla og Gísli tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 til þess að safna peningum fyrir Kraft. „Ég var síðust í mark í 10 km hópnum af rúmlega 4600 manns. En var samt sigurvegari í mínum huga. Gísli bar súrefnis- kútinn fyrir mig alla leiðina.“ Óbilandi bjartsýnismann- eskjan Um þessar mundir er Nílla í eftir- fylgni og næsta rannsókn á heilsu hennar er í september. Það hefur ekki greinst í henni krabbamein síðan í október 2011. Hún er ákveðin í að verða ekki fórnarlamb aðstæðna þrátt fyrir reynslu sína af veikindunum. „Ég vil ekki vera þekkt sem Nílla með krabbameinið heldur Nílla með ljósu, síðu krull- urnar. Óbilandi bjartsýnismann- eskjan,“ segir hún og skellihlær. Hún trúir því að það sem maður setji út og kalli markvisst eftir komi margfalt til baka. „Það þarf að leggja sig fram við að vera já- kvæður. Ég veit að fólkið mitt mun áfram hjálpa mér að halda dampi. Ég er ekki þekkt fyrir að vera mjög kappsöm, mér er sama hvort ég sigra eða tapa. Ég vil bara halda áfram og vera svolítið hress. Það þarf að vera einhver ástríða til þess að lífið sé skemmtilegt í bland við það að það sé erfitt. Ég myndi ekki vilja breyta neinu í mínu lífi. Maður er eins og maður er vegna þess sem maður hefur upplifað. Það þýðir ekkert að sparka í sig liggjandi,“ segir Nílla brosandi að endingu. Þeir voru ekkert að pæla í hvort ég væri veik, eða sköll- ótt og hugsuðu bara um leik- ina sem við lékum Ég var alltaf að reyna að leita leiða til að gera hlutina bærilegri. Og af því ég var að því var fólk til í það með mér Stofnfrumusöfnun. Í ABC barnaþorpi í Kenýa í águst 2010, um mánuði fyrir greiningu. „Símaloftnetið“ í stofnfrumusöfnuninni. Fjölskylduveggurinn góði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.