Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. júní 2014 11 Hundurinn Hunter, sem slapp út af Keflavíkurflugvelli þann 13. júní fannst að kvöldi 18. júní, í hólmanum Einbúa við Þórshöfn í Ósabotnum. Það var eigandi Hunters, Catharina Reinhall, sem kom auga á hundinn í hólmanum en hún var við leit á svæðinu og naut m.a. aðstoðar björgunarsveitarmanna. Þá var Árni Ólafsson jeppakarl í Reykjanesbæ Catharinu innan handar og sá um að aka henni um leitar- svæðið í allt að 18 klukkustundir á dag þá daga sem Hunter var týndur. Hröð atburðarás Atburðarásin var hröð á miðviku- dagskvöldið í síðustu viku þegar Hunter fannst. Það var á tíunda tímanum um kvöldið sem spor sáust í fjörunni við Þórshöfn sem bentu til þess að Hunter hefði verið þar á ferðinni. Catharina var sannfærð um að Hunter væri í nágrenninu og það reyndist rétt því skömmu síðar sá hún til hans í hólmanum Einbúa. Catharina beið ekki boðanna og óð út í hólmann og náði sjórinn henni í mitti þar sem hann var dýpstur. Henni gekk í fyrstu illa að ná til Hunters og þurfti að tala dýrið til. Hún óð svo með hundinn út í sjó til að koma honum í land. Þegar Catharina var komin á ný út í sjó upp í mitti og með hundinn kallaði hún eftir aðstoð björgunarsveitarmanna. Félagarnir Björn Bergmann Vil- hjálmsson og Ingólfur Einar Sigur- jónsson úr Björgunarsveitinni Ægi í Garði óðu þá út í sjóinn á móti Catharinu og báru Hunter í land. Þegar í land var komið var Cat- harinu og Hunter strax komið inn í heitan jeppa hjá Árna Ólafssyni. Án sníkjudýra Fulltrúi Tollgæslunnar á Kefla- víkurflugvelli kom þá á staðinn og óskaði eftir því að farið yrði með hundinn beint upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem sérstakt búr er fyrir gæludýr sem verið er að flytja á milli landa. Dýralæknir Matvæla- stofnunar skoðaði hundinn þá um kvöldið. Hann reyndist vera í góðu ásigkomulagi miðað við aðstæður. Tekin voru sýni úr hundinum til rannsókna á smitefnum og sníkju- dýrum. Niðurstöður liggja þegar fyrir varðandi sníkjudýrarann- sóknina sem gerð var á Tilrauna- stöð Háskóla Íslands að Keldum og beindist sérstaklega að iðraorm- inum Strongyloides stercoralis. Lirfur ormsins fundust ekki. Í kjölfar óhappsins þegar Hunter slapp úr búri á Keflavíkurflug- velli verður farið yfir verklag við flutninga á gæludýrum í flugi. Flutningar dýra eru mjög algengir og hafa í raun aukist með aukinni flugumferð. Þreytt en hamingjusöm Catharina Reinhall eigandi Hunt- ers, var þreytt en hamingjusöm þegar Víkurfréttir náðu af henni tali skömmu eftir endurfundi hennar við hundinn sinn. „Þegar ég sá fótsporin þá hugsaði ég að þau væru eftir hundinn minn. Það var stutt á milli sporanna og ég hugsaði að hann væri þreyttur. Ég sá hann svo úti á skerinu og byrj- aði að kalla á hann. Ég óð út í og björgunarsveitarmennirnir á eftir mér, það var heppni að hann var á eyjunni þar sem hann gat ekki flúið frá okkur.“ Catharina hikaði hvergi og óð strax út í sjóinn. „Það var dálítið kalt, en ég vildi bara ná í hundinn minn. Hann var hræddur við mig í upp- hafi svo ég þurfti að tala til hans og róa hann niður. „Þetta ert þú mamma,“ hugsaði hann sjálfsagt. Ég er svo ánægð með að hafa loks- ins fundið hann en þetta hafa verið hræðilegir dagar að undanförnu sem einkennst hafa af streitu og sársauka.“ Catharina segist vera afar þakklát fyrir alla hjálpina og góðmennsk- una sem fólk hefur sýnt henni. „Það er ótrúlegt hve mikla samúð fólk getur sýnt manneskju í þess- ari stöðu. Ég mun minnast Íslands með hlýju í hjarta. Ég þakka ykkur öllum fyrir allt saman.“ Aðspurð um líðan Hunters segir Catharina að hann sé þreyttur en í ágætis ásigkomulagi. „Ég hélt að þetta yrði verra en hann lítur vel út.“ – Misstir þú einhvern tímann vonina? „Já í rauninni gerði ég það. Ég var ekki viss um að ég myndi sjá hann aftur. Það var erfið ákvörðun fyrir mig hvenær ég þyrfti að fara heima, þar sem börnin mín eru í Stokk- hólmi. Þetta hafðist þó á endanum, loksins. Nú get ég farið heim.“ Catharina hafði hótelherbergi á Icelandair hótelinu í Keflavík á meðan á leitinni stóð. Kvöldið sem Hunter fannst kom hún hins vegar á hótelið og fór í hressandi sturtu og skráði sig síðan út. Hún ætlaði að verja síðustu nóttinni á Íslandi með Hunter í búrinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. AUGLÝSING FRÁ REYKJANESBÆ: KYNNING Á LÝSINGU VERKEFNIS AÐ BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI REYKJANESBÆJAR 2008-2024 BREYTING Á VERSLUNAR- OG ÞJÓNUSTUSVÆÐI VÞ5 SUNNAN FITJA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að vinna að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Auglýst er lýsing skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er kynnt vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi. Öll gögn eru aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar (www.reykjanesbaer.is). Einnig er opið hús kl. 14-16 í Ráðhúsi Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, þann 11. júlí. Skipulagsgögn munu liggja frammi og þar er hægt að koma á framfæri ábendingum og fá svör við spurningum. Breytingin á aðalskipulagi snýr að aukningu byggingarmagns og hækkunar nýtingarhlutfalls úr 0,3 í 0,7. Athugasemdafrestur eru til 1. ágúst nk. Hægt verður að senda ábendingar á skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, sveinn.numi.vilhjalmsson@reykjanesbaer.is eða athugasemdir merktar Aðalskipulag Reykjanesbæjar á póstfangið, Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær. -fréttir pósturu vf@vf.is ■■ Hundurinn Hunter fannst í hólmanum Einbúa við Ósabotna: Valdi hundabúr í stað hótelherbergis síðustu nóttina á Íslandi Björgunarmenn frá Ægi í Garði bera Hunter í land. VF-mynd: Oddur Jónsson Catharina Reinhall var vafin í teppi eftir að hafa vaðið sjó til að ná til Hunters sem fannst í hólmanum Einbúa við Þórshöfn í Ósabotnum. VF-myndir: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.