Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 26. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 Það að hefja nám má líkja við að leggja af stað í fjallgöngu eða takast á við nýtt verkefni sem ekki hefur verið hluti af daglega lífinu. Þegar lagt er af stað hvílir óvissa yfir komandi verkefni og ef fjallið er alveg nýtt er óvíst hvað bíður manns þegar komið er á toppinn. Fyrsta alvöru fjallgangan mín stóð í sjö klukkutíma og að henni lokinni hafði ég farið yfir fimm tinda. Ég gekk af stað með góðum vinum, í góðum gönguskóm með eitthvað af nesti og klár í slaginn. Við vinirnir höfðum oft horft á þessa fjallaskeifu og hugsað með okkur að ganga eftir henni allri án þess að vita í raun hvernig leiðin yrði, hversu lengi við yrðum að ganga og hvað biði okkar uppi á toppnum. Við komumst fljótt að því að margt var ólíkt því sem við höfðum búist við; fjallsbrúnin sem virtist svo auðveld var stórgrýtt og mun erfiðari yfir- ferðar en klifrið upp brattann sem ég hafði hræðst áður en við fórum af stað. Um miðbik skeifunnar var ég við það að snúa við og hætta við allt saman en skynsemin réði för, enda lítið vit í að ganga jafn langa leið til baka í stað þess að horfa fram á við og halda áfram veginn. Auk þess var löngunin til þess að klára og komast á leiðarenda upp- gjöfinni sterkari. Í fjallgöngu öðlast maður nefni- lega nýtt sjónarhorn á umhverfið og sér allt í einu hina hliðina, sem áður var falin auganu. Allt í einu verður það sem virtist óyfirstígan- legt ekki eins risavaxið og áður. Sú var raunin í fimm tinda ferðalaginu og eftir gönguna voru komin fram plön um næstu göngu og fleiri tinda. Ég er ekkert feimin við að viðurkenna að þetta var mjög erfið ferð og ég átti ekki mikla orku eftir þegar niður var komið. Á stundum var ég við það að öskra eða leggjast niður og gefast upp en svo færði gangan mér óvænta gleði í dúnam- júku rúmi búnu til úr mosa eða klettagjá þar sem krummar höfðu varpstað og þá gleymdust erfiðu steinaklappirnar sem ætluðu engan endi að taka. Á göngunni varð mér margoft hugsað til nemenda minna sem höfðu lagt í ekki ósvipaða för með því að fara í skóla sem fullorðnir námsmenn. Sá sem byrjar í námi á fullorðinsárum stendur einmitt í þessum sporum. Hann hefur tekið ákvörðun um að leggja af stað og undirbúið sig eins og hægt er en það ríkir óvissa í loftinu og blendnar tilfinningar um ferðina framundan. Óvissuþátturinn í fjall- göngunni var einmitt nokkur og það var spennandi að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvað biði handan við næsta ás. Þegar nemendur koma í fyrsta sinn í nám hjá MSS nefna þeir oft að þeir ætli að sjá til hvort þeir haldi áfram eða hvað þeir geri með námið í fram- tíðinni. Þeir eru óvissir um eigin getu og hvort nám sem slíkt sé eitt- hvað sem hentar þeim, þangað til þeir komast yfir fyrsta ásinn og for- vitnin vaknar. Þegar maður stendur uppi í fjallshlíð og horfir yfir mikil- fenglegt landslagið verður spenn- andi að skoða fleiri staði, komast upp á fjöllin í grenndinni og sjá hvaða áhrif þau hafa á mann. Því fylgir sömuleiðis mikil vellíðunar- tilfinning að hafa áorkað einhverju sem maður hefur áður efast um að væri mögulegt. Í haust leggjum við hjá MSS af stað með nemendum okkar, upp í hlíðar og yfir ása í ýmsum námsleiðum. Þar er okkar hlutverk að leiða og styðja að áfangastað, vera sá sem hvetur á hliðarlínunni og hugar að öryggisatriðum. Og að sjálfsögðu fagna innilega þegar toppnum er náð. Á heimasíðu MSS finnur þú fjöllin, ferðamöguleikana og farastjóra með fjölbreytta reynslu sem eru klárir í að takast á við fjallgönguna með þér, hvort sem fyrsta skrefið er stórt eða smátt. Hlökkum til ferðarinnar með þér! Særún Rósa Ástþórsdóttir Verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Handflakara vantar strax! PORTZEBNI FILECIARZE OD ZARAZ! Nánari upplýsingar eru veittar á staðnum Grófinni 18 c eða hjá Rúnari í síma 780-2050. Fiskflök ehf, Grófinni 18c, 230 Reykjanesbæ Sími 780-2050, fiskflok@gmail.com Okkur vantar vana handflakara, unnið í akkorði. Atvinna Bílstjóra vantar í útkeyrslu. Upplýsingar ekki veittar í síma. Umsóknareyðublöð í afgreiðslu Fitjabraut 1b. Deildastjóri sérkennslu Grunnskólinn í Sandgerði auglýsir efir öflugum einstaklingi til starfa frá og með 1. ágúst 2014 Um er að ræða 50% starf deildastjóra sérkennslu. Starfssvið: Deildastjóri er millistjórnandi sem hefur mannaforráð og stýrir hluta af skólastarfinu í samráði við skólastjóra. Hann fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er leiðandi í faglegu starfi. Er í góðum tengslum við kennara, nemendur og foreldra. Hann hefur umsjón með og skipuleggur sérúrræði nemenda í samráði við kennara og skólastjórnendur auk þess sem hann stýrir teymisfundum. Deildastjóri vinnur að gerð einstaklingsúrræða í teymi stjórnenda og annarra sérfæðinga skólans. Menntunar og hæfniskröfur deildastjóra sérkennslu: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði. • Viðbótarmenntun í sérkennslufræðum kostur. • Reynsla af sérkennslu og starfi með börnum með sérþarfir æskileg. • Framúrskarandi hæfni í samskiptum mikilvæg. • Góðir skipulagshæfileikar. • Góð þekking á stoðþjónustu. Umsóknarfrestur er til 11. júlí Umsóknir og fyrirspurnir má senda rafrænt á netfangið fanney@sandgerdisskoli.is eða á skrifstofu skólans, Skólastræti, 245 Sandgerði. Upplýsingar um starfið veitir: Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, skólastjóri í síma 420-7500 eða 899-7496 -aðsent pósturu vf@vf.is TIL LEIGU 65 og 110 m2 bílskúrar til leigu miðsvæðis í Keflavík Til leigu tveir bílskúrar á Vatns- nesvegi 5, 230 Keflavík. Góð lofthæð, rafmagnshurð og þægileg aðkoma. Verð 65.000 og 95.000 Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir í síma 661 7000. Til leigu 5 herbergja íbúð 5 herbergja íbúð til leigu í Keflavík frá júlí og út október. Upplýsingar í síma 899 5964. TIL SÖLU ÞJÓNUSTA Nýlegur 20 feta gámur, einangraður með glugga og hurð. Upplýsingar í síma 898-4913. Tjaldvagn Combi Camp Family tjaldvagn, árg. 1991, ásamt fortjaldi, gas- eldavél, geymslukassa á beisli. Breið dekk ásamt 2 varadekkjum. Nýlegt segl, nýlegar dýnur. Skoðaður í maí 2014. Verð: 290.000. Upplýsingar í síma 421 1863, 863 0178 og 821 2461. Garðsláttur Tek að mér garðslátt og fleira. Uppl. í síma 661 3570. Múr- og steypuviðgerðir Lekaþéttingar. Uppl. í síma 844 5695 eða 421 2590. Net- fang murogsteypa@gmail.com Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar ■■ Særún Rósa Ástþórsdóttir skrifar: Leggur þú af stað í haust?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.