Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Side 1

Víkurfréttir - 03.07.2014, Side 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • 26. tÖluBlaÐ • 35. Árgangur Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan  greiðsluþáttöku Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA SÓLSETURSHÁTÍÐ Í GARÐINUM. FÓLKIÐ, FJÖRIÐ OG VEÐRIÐ! Hvað segja Magnús, Jónína, Oddný, Ásgeir, Soffía og Bogi um Garðinn? Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN EINNIG Á VF.IS Sjónvarp Víkurfrétta öll fimmtudagskvöld ■■ Flutningur Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja í umræðuna í kjölfar Fiskistofumáls: Hefði flutningur Gæslunnar á Ásbrú ekki átt að koma á undan Fiskistofu? -Suðurnesjaþingmenn og ráðherra sammála flutningi Landhelgisgæslunnar á Ásbrú „Allir þingmenn kjördæmisins eru á sama máli með þetta mál en það skarast á milli innanríkis- og utanríkisráðuneytisins. Þess vegna er erfitt að koma því áfram og því verðum við að hafa trú á því. Öll rök hníga að því að flytja Gæsluna suðureftir vegna þess að aðstaðan er sprungin á Reykjavíkurflugvelli. Þeir fá ekki meira pláss þar,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Hún flutti þings- ályktunartillögu síðasta haust þar sem hún mælti fyrir því að Landhelgisgæslan yrði flutt til Reykjanesbæjar. Málefni hennar hafa komist í umræðuna í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að flytja Fiskistofu með manni og mús til Akureyrar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og við- skiptaráðherra var á fundum erlendis þegar VF fékk viðbrög frá henni á hlaupum á milli funda. Hún sagðist vera sömu skoðunar og hún hefði alltaf verið um að öll rök hnigu að því að Gæslan flytti til Reykjanesbæjar. Á Ásbrú og annars staðar í Rekjanesbæ væri mjög góð aðstaða til staðar hvort sem um væri að ræða húsnæði, hafnaraðstöðu eða aðstöðu fyrir þyrlurkost og flugvélar. Hún sagði að sú úttekt sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra hefði látið gera og kynnt í tíð fyrri ríkisstjórnar hefði því miður sett málið til baka ef eitthvað er þar sem kostnaður við flutning hefði verið ýktur að hennar mati. Það þyrfti að hefja þá skoðun að nýju. Silja Dögg segir þetta vera almannahags- munamál og segist hafa talað við margt fólk um það síðan hún byrjaði að vinna í því. „Ég heyri æ fleiri starfsmenn Gæslunnar vera jákvæða og það er breyting frá því sem fyrst var. Fólk fór alveg í baklás til að byrja með. „Utanríkisráðherra hefur einnig lýst því yfir oftar en einu sinni að hann sjái mið- stöð leitar og björgunar á Suðurnesjum. Það styður enn frekar við það að flytja Land- helgisgæsluna suðureftir.“ „Ég hefði haldið að það að flytja Landhelgis- gæsluna til Reykjanesbæjar hefði verið fyrsta val ríkisstjórnarinnar í byggðamálum. Af hverju þarf að styrkja Akureyri fremur en Suðurnes?“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi í kjölfar umræðu um flutning Fiski- stofu til Akureyrar. Oddný var meðal flutningsmanna þings- ályktunartillögu um flutning Landhelgis- gæslunnar til Reykjanesbæjar þingárið 2010-2011. Hún segir að auðvitað sé það þannig að hver og einn þingmaður líti á sitt svæði, það sé mannlegt og hún skilji vel að Hafnfirðingar vilji ekki missa störfin þaðan. „En við viljum líka halda byggð á landinu öllu og verðum að líta upp úr kjördæma- potinu. Og þá finnst mér að þurfi að skoða hvaða svæði þarf mest á því að halda að efla atvinnulífið. Það eru til dæmis Suðurnesin. Við erum með fyrsta þingmann kjördæmis- ins og ráðherra byggðamála, Sigurð Inga Jóhannsson, og auðvitað er ég hissa á því að hann skuli ekki líta fyrst á þetta svæði. Við erum einnig með iðnaðar- og atvinnumála- ráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, sem gagnrýndi síðustu ríkisstjórn oft og mikið,“ segir Oddný. Garðaúðun og garðsláttur Gumma Emils 30 ára reynsla í garðaúðun og full réttindi til jafnlangs tíma. 893 0705Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar mætti á mótorhjóli í Garðinn en hér má sjá hann leðurklæddan (t.h) á tali við annan mótorhjólakappa. Friðjón var í hópi fjölmargra gesta á Sólseturshátíðinni í Garði en við gerum hátíðinni góð skil í sjónvarpsþætti okkar í kvöld og einnig í blaðinu í dag. VF-mynd/Eyþór Sæmundsson.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.