Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Page 2

Víkurfréttir - 03.07.2014, Page 2
fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturu vf@vf.is FALLEGIR GARÐAR Í REYKJANESBÆ Ábendingar óskast um fallega garða, snyrtilegt umhverfi. Eins og áður verða umhverfisviðurkenningar veittar í lok sumars á vegum Umhverfis- og Skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Að þessu sinni óskar nefndin eftir ábendingum frá íbúum bæjarins um fallega garða, fallega endurbyggin- gu á gömlum húsum og lóðum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Ábendingum er hægt að skila á netfangið berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is eða til Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar í síma 420-3200, opið frá 07:00 til 16:00. Tekið er við ábendingum til 20. júlí. DUUSHÚS SUMARSÝNINGAR Velkomin í Duushús. Áa sýningarsalir, ókeypis aðgangur. Bátasalur: Bátafloti Gríms Karlssonar. Listasalur:  Dæmisögur úr sumarlandinu, einkasýning Karolínu Lárusdóžur. Gry†an: Hönnun á Suðurnesjum, samstarfsverkefni með Hönnunarklasanum Maris. Bíósalur: Ljósmyndasýningin Þrælkun, þroski, þrá frá Þjóðminjasafni Íslands. Bryggjuhús, Gestastofa:  Gömul málverk og ljósmyndir af Duushúsum í eigu safna Reykjanesbæjar. Bryggjuhús, Erlingsstofa: Sýning á skúlptúrum Erlings Jónssonar. Bryggjuhús, Miðlo‰: Ný sýning Byggðasafnsins, Þyrping verður að þorpi, saga bæjarfélagsins. Bryggjuhús, Ris: Húsið sjál¢ með því sem fylgir. Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Sími 421-3796 LJÓSANÓTT 2014 LUMAR ÞÚ Á HUGMYND? Ljósanó verður haldin hátíðleg í 15. sinn í ár. Gaman væri að brydda upp á skemmtilegum nýjungum af því tilefni. Ef þú lumar á góðri hugmynd að nýjum viðburði eða dagskrárlið, endilega sendu okkur línu á netfangið ljosanož@reykjanesbaer.is eða hringdu í s. 421-6700. Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Flugvél frá flugskóla Keilis nauðlenti á golfvellinum í Vogum á Vatnsleysuströnd síð- degis á sunnudaginn var. Tveir voru um borð í vélinni, nemandi og kennari, en þeir sluppu báðir ómeiddir. Vélin missti afl og því varð að taka til þess ráðs að lenda á næsta stóra opna svæði. Vélin er af gerðinni Diamond DA20 og er tveggja sæta vél en hún er lík- lega ónýt eftir nauðlendinguna. Nú þegar er unnið að rannsókn orsaka slyssins en eftir að vélin hafði lent heilu og höldnu valt hún og endaði á hvolfi. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var kölluð á staðinn og flutti farþega vélarinnar á sjúkrahús sem þó kenndu sér einskis meins, en var skiljanlega brugðið í brún. Björgunarsveitar- menn voru einnig kall- aðir til en sneru við þegar ljóst var að engin slys urðu á fólki. Flugvél nauðlenti á golfvellinum í Vogum - Tveir sluppu ómeiddir Það var mögnuð upplifun að fylgjast með stærstu flugvél heims, Antonov 225 Mriya taka á loft frá Keflavíkurflugvelli um miðja nótt í úrhellisrigningu í síðustu viku. Þessi risastóra þota þurfti að nýta sér lengd Keflavíkurflugvallar, enda ofurþungur farmur um borð sem nú er verið að fljúga með til Kanada. Ferðalagið hófst í Þýskalandi og vélin átti eftir að stoppa á flugvelli í Goose Bay til að taka eldsneyti til að geta haldið ferðalaginu áfram en áfangastaðurinn var í Kanada þar sem vélin átti að skila af sér stykki sem vóg 141 tonn og var ætlað til gasvinnslu. Mikil l kostn- aður er við ferðalag flugvélarinnar og sem dæmi þá námu eldsneytiskaup vélarinnar hér á landi um 10 milljónum króna og þá eru ótalin flugvallargjöld. Þá gisti áhöfn vélarinnar og þýskt kvikmyndatökulið sem fylgdi vélinni á Hótel Keflavík í einn sólarhring. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Ótrúlegt sjónarspil þegar Mriya tók á loft

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.