Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 03.07.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 Upplýsingar veita: Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsókn skal fylgja ítarleg feril- skrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Bæjarstjóri Reykjanesbær er fimmta fjölmennasta sveitarfélagið á Íslandi, með rúmlega 14.000 íbúa. Sveitarfélagið var stofnað 11. júní 1994 við sameiningu þriggja sveitarfélaga: Keflavíkurkaupstaðar, Njarðvíkurkaupstaðar og Hafnahrepps. Reykjanesbær óskar að ráða bæjarstjóra. Nýr meirihluti varð til eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar og hefur hann tekið ákvörðun um að auglýsa eftir bæjarstjóra. Starfssvið • Framkvæmdastjórn bæjarfélagsins og hagsmunagæsla þess • Stjórn og ábyrgð á daglegum rekstri • Stefnumótun og áætlanagerð • Náið samstarf við bæjarstjórn • Samskipti við stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa • Þátttaka í uppbyggingu samfélagsins Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga er æskileg Persónulegir eiginleikar • Leiðtogahæfni • Geta til að tjá sig í ræðu og riti • Áhugi á mótun og uppbyggingu samfélagsins • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum -fréttir pósturu vf@vf.is „Maður er svona að átta sig á þessu núna. Þetta er dálítið ferli, málið er í rannsókn og maður veit ekki hvað verður,“ segir Sævar Baldursson, sem rekur Hópferðir Sævars. Lang- ferðabifreið frá fyrirtæki Sævars eyðilagðist í bruna um helgina. „Það var leigubílstjóri sem sá eldinn stíga upp og þrátt fyrir að það sé hræðilegt að missa rútu var mesta sjokkið að sjá hversu mikið eldurinn náði að læsa sig í þakkant- inn á húsinu og dyr sviðnuðu einn- ig mikið. Það má alltaf fá annan bíl en húsnæðið er okkur mikils virði, við vorum búin að leggja mikið á okkur til að eignast það,“ segir Sævar. Bruninn og tjónið hafa þá þýðingu fyrir Sævar og fyrirtæki hans að heilmikil vinna sem plönuð var hefur verið afbókuð og komið í annarra hendur. „Það verður að sjálfsögðu eitthvað fjárhagslegt tjón vegna þess. Við fáum þetta lík- lega aldrei að fullu bætt.“ Sævar bætir við að það hafi endurspeglast verulega í þessu öllu hversu gott getur verið að búa í litlu sam- félagi. „Maður kannaðist við alla sem komu að þessu, allt gott fólk sem fann til með okkur. Það var mjög gott og hlýtt að sjá hvað allir voru tilbúnir að hjálpa og sýna samstöðu. Ég er búinn að fá fjölda símtala frá fólki sem er reiðubúið að hjálpa til, meira að segja sam- keppnisaðilar hafa boðist til að að- stoða mig með rútumál og annað. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Þetta sýnir að það er einhver ávinn- ingur af því að fá ferðamálafyrir- tæki á Suðurnesjum til að vinna saman - og þau gætu gert það enn meira,“ segir Sævar. ■■ Töluvert tjón hjá Hópferðum Sævars eftir bruna um helgina: Feginn að missa ekki húsið líka Sektaður fyrir að reykspóla Hávaðasamt og hættulegt Töluvert hefur verið kvartað undan því að undanförnu að ein- stakir ökumenn geri það að leik sínum að reykspóla á bílaplönum og í hringtorgum í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum segir frá því á facebook síðu sinni. Þar segir að athæfið valdi oft miklum hávaða, reyk og skapi hættu, auk þess sem svona framferði sé fyrst og fremst brot á umferðar- lögum. Lögregla hafði afskipti af ökumanni í vikunni, sem þandi bifreið sína með þessum hætti í hringtorgi. Hann varð tíu þús- und krónum fátækari, auk þess sem rituð var lögregluskýrsla um athæfið. Nú verður sérstaklega fylgst með því að ökumenn láti af þessum ósóma, hvort heldur er að nóttu eða degi. Lögguvaktin vinsæl á Twitter Eftirlit netverja með hraðamælingum lögreglu Notendur samskiptaforritsins Twitter eru ansi sniðugir oft og tíðum en segja mætti að talsverður samfélagsbragur ríki í Twit- terheimum. Dæmi um þennan samfélagsbrag er sérstakt myllumerki (hashtag) sem sífellt er að verða vinsælla. Um er að ræða myllumerkið #löggu- vaktin, en þar er fólk að deila því hvar lögreglan er að störfum hverju sinni á Suðurnesjum. Oftast er um að ræða staðsetningu lögreglunnar á Reykjanesbrautinni eða hvar sé verið að mæla ökuhraða á Suður- nesjum. Svo er bara spurning hvort ökumenn séu að aka löglega vegna þessa framtaks unga fólksins. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um stöðuuppfærslur á Twit- ter þar sem lögguvaktin er að störfum. Löggi að mæla rétt hja innri njarð á brautinni #lögguvaktin löggan að mæla hjá ikea i garðabæ á ómerktum bil #lögguvaktin Virkilega ánægður með samstöð- una á twitter. Sameinuð stöndum vér! #lögguvaktin #90km Löggan á þremur stöðum á braut- inni #drivesafe #lögguvaktin Lögga að mæla á leiðinni í bæinn, áður en komið er að Gri afleggj- ara #lögguvaktin Gummi Sæm að mæla á mótorhjól- inu hjá vogaafleggjara #lögguvaktin Ég elska lögguvaktina! Engin á brautinni btw #lögguvaktin Löggan er að mæla við...fokk löggan stoppaði mig fyrir að vera á twitter meðan ég er að keyra. #donttext- anddrive #lögguvaktin Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.