Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Side 6

Víkurfréttir - 03.07.2014, Side 6
fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 -viðtal pósturu vf@vf.is vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Það ætti heldur betur að lifna yfir Ásbrú á næstunni, já eða Suður- nesjunum öllum. Tónlistarhá- tíðin ATP verður haldin á Ásbrú dagana 10. -12. júlí en hátíðin vakti mikla lukku í fyrra þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Kefl- víkingurinn Tómas Young fer fyrir hátíðinni en hann sér fram á margar andvökunætur á næst- unni. Það er ekki bara tónlist á heimsmælikvarða sem framreidd verður á Ásbrú, heldur verða margvíslegar uppákomur í boði fyrir tónleikagesti, s.s fótbolti, spurningakeppni og bóka-bingó. Á ATP eru jafnan haldin fótboltamót þar sem hljómsveitarmeðlimir mæta gjarnan til leiks og reyna fyrir sér gegn gestum. Stundum mæta heilu hljómsveitirnar í takkaskónum og láta finna fyrir sér í fótboltanum. „Það einkennir að vissu leyti ATP, þessi nánd við tónlistarmennina, segir Tómas en fótboltinn er aðeins hluti af þeirri nánd. Kvikmyndir eru sýndar á hátíðinni þar sem hljómsveitirnar fá að velja sínar eftirlætismyndir fyrir gesti. Hin vinsæla hljómsveit Portishead velur að þessu sinni dagskrána fyrir tónleikagesti. „Það er gaman fyrir gesti sem eru kannski aðdáendur sveitarinnar að fá smá innsýn í þeirra heim,“ segir Tómas og rifjar upp þegar hann fór á ATP hátíð erlendis þar sem hljómsveitin The National sá um kvikmyndaafþrey- ingu. Í fyrra mætti svo Dr. Gunni og reiddi fram spurningakeppni í anda Popppunkts en sá leikur verður endurtekinn í ár. Adrian McKinney (Lord Sinclair), mun sjá um keppnina í ár. Tónleikagestir mæta bara til leiks og mynda lið, þar sem svara þarf spurningum sem snúa að tónlist. Þar eru líkur á því að hitta hljómsveitarmeðlimi og er það dæmi um nándina sem fylgir hátíðinni. Láta kvikmyndastjörnur sjá sig? Svokallað bóka-bingó vakti mikla lukku í fyrra, en það gengur þannig fyrir sig að gestir mæta með bók úr einkasafni sem það svo leggur í pott. Þannig geta sigurvegarar bin- gósins eignast bækur frá öðrum en á sama tíma látið af hendi bækur sem þeir hafa jafnvel fengið leið á, eða vilja deila með öðrum. Leik- konan Tilda Swinton, sem var gestur á hátíðinni í fyrra, var víst ansi kappsöm í bóka-bingóinu og vildi ólm næla sér í ýmsar áhuga- verðar bækur. Ekki er óalgengt að frægar kvikmyndastjörnur sem hún láti sjá sig á ATP hátíðunum en Tómas vill sem minnst gefa upp um það hvort von sé á stórstjörnum hingað á Ásbrú í næstu viku. „Það eina sem ég vil segja er að fólk getur prófað að googla nöfn maka þeirra sem eru í stóru hljómsveitunum,“ segir Tómas dulur. „Það verða ein- hver þekkt andlit þarna í hópnum,“ bætir hann svo við. Nú þegar svo skammt er þangað til hátíðin hefst er skiljanlega nóg um að vera við undirbúning. Tómas hefur í nógu að snúast en hann hefur þó góðan kjarna af fólki í kringum sig sem hjálpar til við að gera hátíðina í hópi með þeim bestu í Evrópu. Þar sé fólk hvaðan- æva að allt frá vinum og fjölskyldu til starfsmanna sem komið hafa að viðburðum sem þessum í fjölmörg ár. „Mamma og pabbi hafa verið að dreifa bæklingum á Ásbrú og pabbi var t.d. að mála barborð sem notað verður á svæðinu. Það koma svo að þessu ótal íslenskir sjálfboðaliðar sem sinna hinum ýmsu störfum,“ segir Tómas en einnig koma starfs- menn á vegum ATP erlendis frá. „Ég veit hreinlega ekki hvað þetta eru margir starfsmenn. Það eru lík- lega rúmlega 200 manns sem koma að þessu.“ Fyrir þá gesti hátíðarinnar sem ekki hafa komið á Ásbrú áður verður boðið upp á ferðir þar sem sýningin Íbúð Kanans verður skoðuð. Það er því ótalmargt í boði fyrir gesti en að sjálfsögðu er það tónlistin sem trekkir að. „Tónlistin vegur þyngst í þessu. Það eru þó þessir aukahlutir sem gera þetta að hátíð. Þetta verður nánast eins og skemmtigarður fyrir fullorðna,“ segir Tómas að lokum. Alveg Tryllt Partý -ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar Tilkynning um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur ausið vatni á myllur þeirra sem telja að flytja eigi Landhelgisgæsluna til Reykjanesbæjar. Meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu allsherjar- og menntamálanefndar um það mál þingárið 2010-2011 eru starfandi ráðherrar í dag, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Ragn- heiður Elín Árnadóttir. Auk þess er Sigurður Ingi fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Þingmaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, segir í viðtali við Víkurfréttir að hún hefði haldið að það að flytja Landhelgisgæsl- una til Reykjanesbæjar hefði átt að vera fyrsta val ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og spyr sig hvers vegna efla eigi atvinnulíf á Akureyri fremur en á Suðurnesjum, þegar Suðurnesin þurfa meira á slíkri eflingu að halda. Þá er einhugur meðal þingmanna Suðurkjördæmis um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja og þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar, segir í viðtali við Víkur- fréttir að flutningur stofnana út á land sé mikilvægur styrkur fyrir landsbyggðina. „Utanríkisráðherra hefur einnig lýst því yfir oftar en einu sinni að hann sjái miðstöð leitar og björgunar á Suðurnesjum. Það styður enn frekar við það að flytja Landhelgisgæsluna suður- eftir,“ segir Silja Dögg. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir einnig í samtali við Víkurfréttir að hún sé enn á sömu skoðun og hún var þegar hún var meðal flutningsmanna tillögunnar á sínum tíma. Hún telur að Keflavíkurflugvöllur sé besti staðurinn fyrir starfsemi Landhelgisgæslunnar. Helstu rök gegn flutningi gæslunnar hafa verið þau að það yrði of kostnaðarsamt og flókið vaktalega séð því langflestir starfsmenn búi í Reykjavík. Silja Dögg segir að æ fleiri raddir starfsmanna gæslunnar séu orðnar jákvæðar í garð flutningsins. Vegna starfsmannaveltu muni einnig möguleikar á atvinnu fyrir Suðurnesjamenn hjá Land- helgisgæslunni aukast töluvert. Að ekki sé minnst á eflingu góðs sam- starfs ef miðstöð leitar og björgunar flyst einnig á svæðið. Umræðan er að minnsta kosti komin af stað af krafti á ný og fróðlegt verður að fylgjast með hvað ráðherrar kjördæmisins gera. Þeirra eru völdin. Umræðan og völdin Skemmtigarður fyrir fullorðna - segir tónleikahaldari ATP tónlistarhátíðarinnarv Það eina sem ég vil segja er að fólk getur prófað að googla nöfn maka þeirra sem eru í stóru hljómsveitunum,“ segir Tómas dulur. „Það verða einhver þekkt andlit þarna í hópnum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.