Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 03.07.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Forsala hafin á skötumessuna ■uSkötumessan 2014 verður haldin í Miðgarði Gerðaskóla í Garði mið- vikudaginn 16. júlí kl. 19.00. Húsið opnar kl. 18:15 og borðhald hefst kl. 19:00. Vönduð skemmtidagskrá hefst svo kl. 19:30 og verður auglýst nánar síðar. Glæsilegt hlaðborð; skata, saltfiskur, plokkfiskur og meðlæti. Forsala aðgöngumiða er hafin. Þeir sem greiða í forsölu fá örugg sæti en samkvæmt venju er upp- selt á Skötumessuna. Þeir sem vilja tryggja sér miða verða að leggja 4.000 kr. á mann inn á reikning Skötumessunnar 0142-05 70506, kt. 580711-0650 og hafa með sér útprentað afrit af innlegginu sem aðgöngumiða á Skötumessuna. Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra. STAÐA SKÓLASTJÓRA GERÐASKÓLA Staða skólastjóra við Grunnskólann í Garði er laus til umsóknar. Ráðið er í stöðuna til eins árs frá og með 1. ágúst 2014. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af metnaði og dugnaði með virðingu og ánægju að leiðarljósi. Markmið og verkefni • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri skólans • Fagleg forysta • Stuðla að framþróun skólastarfsins • Ráðningar og mannauðsstjórnun • Þekking og góður vilji til að leiða samstarf skólasam- félagsins út frá skólastefnu sveitarfélagsins og gagnvart samstarfsverkefnum/samningum sem skólinn á við aðrar stofnanir Menntun, færni og eiginleikar • Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr. • Menntun í stjórnun menntastofnana æskileg • Reynsla af skipulagi og stjórnun kostur • Mjög góð færni í samskiptum og góð meðmæli þar um • Geta til að tjá sig í ræðu og riti • Frumkvæði og styrkur í ákvarðanatöku • Hvetjandi og góð fyrirmynd Nánari upplýsingar: Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is Sigurjón Þórðarson, sigurjon@hagvangur.is Umsóknarfrestur: Til og með 7.7.2014 Umsóknir: Umsækjendum er bent á heimasíðu Hagvangs, hagvangur.is, til að skila umsóknum um starfið. Sólseturshátíðin fór fram í Garðinum um helgina í blíð- skaparveðri. Fjölmargir lögðu leið sína á Garðskagann en há- tíðardagskrá fór fram við Garð- skagavita. Talsvert fjölmenni var á hátíðarsvæðinu og mátti til að mynda sjá fjöldan allan af hús- bílum á tjaldsvæðinu. Glæsileg dagskrá var í Garð- inum alla síðustu viku. Þar má nefna fróðleiksgöngu með Ás- geiri Hjálmars, knattspyrnuleik, strandblakmót og hverfagrill. Smiðshöggið var síðan rekið á laugardeginum en þá kom fram fjöldi þjóðþekktra listamanna á hátíðarsvæði á Garðskaga. Sjón- varp Víkurfrétta var á staðnum og tók púslinn á Garðinum. Fylgstu með sérstökum þætti um Garðinn í kvöld á ÍNN klukkan 21:30. Veðurguðirnir Garðbúum hliðhollir -mannlíf pósturu vf@vf.is Þessi skellti sér í „tattoo“ Árni Árnason var kynnir á hátíðinni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.