Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 03.07.2014, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 3. júlí 2014 9 Magnús Stefánsson hóf ný-lega sitt annað kjörtímabil sem bæjarstjóri í Garði. Hann segist vera að leita sér að hús- næði í bæjarfélaginu en staðan er að hans mati ekki góð í hús- næðismálum í Garðinum. Hann telur atvinnulífið í Garðinum vera ágætt en vissulega hafi heimamenn verið ósáttir þegar starfsemi Garðvangs var flutt til Reykjanesbæjar. Víkurfréttir tóku bæjarstjórann tali á Sólseturs- hátíðinni í Garði en sérstakur sjónvarpsþáttur Víkurfrétta um Garðinn verður sýndur á ÍNN í kvöld klukkan 21:30. Aðspurður um atvinnulífið á Garði segir Magnús það vera ágætt. „Auðvitað eru aðstæður þannig að margir íbúar sækja atvinnu út fyrir Garðinn. Að öðru leyti er ágætis staða á atvinnulífinu hér. Það er auðvitað sameiginlegt hagsmuna- mál sveitarfélaganna á svæðinu hér að við náum af stað einhverri starfsemi í Helguvíkinni. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir öll þessi sveitarfélög.“ Sjávarútvegurinn er afar mikilvægur fyrir Garðinn þrátt fyrir að engin höfn sé í bæjarfélaginu. „Hér eru fiskvinnslufyrir- tæki og útgerðarfélög sem eiga aðsetur í Garðinum. Nesfiskur er stórt og myndarlegt fyrirtæki, með þeim stærri hér á svæðinu og það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir Garðinn, enda fjölmargir sem starfa hjá þeim til lands og sjós. Síðan erum við með fleiri fyrirtæki hér, þannig að sjávarútvegurinn skiptir mjög miklu.“ Tekin var ákvörðun um að flytja starfsemi Garðvangs til Reykjanes- bæjar í fyrra. Garðbúar voru ekki alls kostar sáttir við þá ákvörðun. „Við vorum eðlilega mjög ósátt við það og töldum að það hefði átt að vera samstaða um að ráðast í endurbætur á Garðvangi og halda áfram starfsemi með hjúkrunar- þjónustu. Það gekk því miður ekki eftir af ýmsum ástæðum og hafa bæjaryfirvöld í Garðinum ekki verið sátt við þá þróun. Það er verkefni fyrir höndum núna að ná samstöðu með sveitarfélögunum á svæðinu og sækja um fleiri rými hér, því það er skortur á hjúkrunar- rýmum fyrir aldraða hér á Suður- nesjum. Það ætti að vera okkar sameiginlega verkefni að ná fram árangri.“ Bæjarstjórinn er þegar byrjaður að leita sér að húsnæði í Garðinum en hann hefur áhyggjur af húsnæðis- málum í byggðarfélaginu. „Það er erfitt fyrir fólk að fá leiguhúsnæði í Garði. Þetta er vandamál sem hefur verið uppi og við höfum verið að missa frá okkur fólk til búsetu í öðrum sveitarfélögum. Hér á Íbú- ðalánasjóður nokkra tugi íbúða sem standa auðar og margar ónot- aðar. Fólk á mjög erfitt með að fá húsnæði hreinlega, það er auðvitað áhyggjuefni. Við þurfum að fara í það að ná samstarfi við Íbúðalána- sjóð og fleiri aðila um að vinna í þeim málum, þannig að ég og aðrir sem viljum búa í Garðinum getum fengið húsnæði til þess að búa hér.“ ■■ Býr í sama húsi og foreldrar hennar byggðu 1954: Ekki enn flutt að heiman Oddný Harðardóttir þingmaður var meðal þeirra sem nutu veður- blíðunnar og dagsrkárinnar í Garði. Víkurfréttir spurðu Oddnýju út í hátíðina og ýmislegt fleira sem einkennir sveitarfélagið. Gott að koma heim „Hátíðin hefur þróast mjög vel finnst mér. Þetta er fjölskyldu- hátíð, hátíð okkar Garðmanna og við bjóðum gesti velkomna,“ segir Oddný, sem býr í Garðinum og ekur alltaf til vinnu í Reykja- vík. Hún segist alltaf kunna vel við sig þar. „Ég segi stundum að ég sé ekki enn flutt að heiman því ég á heima í húsinu sem mamma og pabbi byggðu 1954 og ég ólst upp í. Mér líkar mjög vel í Garðinum og alltaf þegar ég keyri Garðveginn og sé húsið mitt þá léttir mér. Það er svo gott að koma heim.“ Oddný telur að það fylgi því eitthvað ein- stakt að fara út á Garðskaga, setjast í fjöruna og horfa út á haf. „Ég leita hingað til að fá hugarró og ég held að það séu töluvert fleiri sem gera það,“ segir hún. Tveir þingmenn frá Garðinum Tveir starfandi þingmenn koma úr þessu 1600 manna sveitarfélagi. Auk Oddnýjar er það Ásmundur Friðriksson. Spurð segir Oddný að það sé mjög gott. „Ég er fyrsti þingmaðurinn held ég úr Garð- inum. Að vísu er Eiður Guðnason ættaður úr Garðinum og sjálfsagt einhverjir fleiri. Nú eigum við tvo og vonandi bara fjölgar þeim,“ segir Oddný. Spurð um hvort hún telji íbúa Garðs vera stolta af þing- mönnum sínum telur hún að svo hljóti að vera. „Þeir eru alla vega góðir við okkur. Ég kvarta ekki undan því.“ Einnig var Magnús Stefánsson, núverandi bæjarstjóri, þingmaður og ráðherra áður. „Það er góður grunnur að hafa komið að rekstri bæjarfélags fyrir starf þing- manns og sú reynsla nýtist vel. Ég get mælt með því að fara þessa leið. Byrja á sveitarstjórnarpólitíkinni og fara þaðan inn á þing,“ segir Oddný. Vill hvergi annars staðar búa Spurð um hvað henni finnist um Garðinn núna og hvort henni finn- ist góðir hlutir vera að gerast, segir Oddný svo vera og Garðbúa hafa verið skynsama í fjármálum. „Það hefur ekki skipt máli hvaða meiri- hlutar hafa verið við völd, menn hafa gætt að sér. Hér hrundi ekki allt árið 2008. Auðvitað má rífast um smáatriði hér og þar og menn takast á. Minnihluti veitir meiri- hluta aðhald. En í heildina tekið erum við sátt við hvernig málin hafa þróast hér.“ Þá finnst Odd- nýju gott að búa í Garðinum. „Ég get ekki hugsað mér að búa neins staðar annars staðar,“ segir hún að endingu. Fríðindi og forréttindi að búa í Garði Jónína Magnúsdóttir formaður bæjarráðs í Garðinum var í sól- skinsskapi á Sólseturshátíðinni um sl. helgi. Jónína er nýlega farin að skipta sér af pólitík en hvers vegna ákvað hún að beita sér fyrir bæjarbúa í Garðinum? „Það var nú vegna fjölda áskor- ana og svo hef ég nú alltaf haft áhuga á byggðarlaginu. Ég er fædd og uppalin hérna og er annt um byggðarlagið. Ég tel mig hafa margt að bjóða upp á og langar að leggja mitt af mörkum til þess að gera Garðinn að ennþá betri bæ til að búa í.“ Jónína segist hafa átt ákaflega góða æsku í Garðinum og því kjósi hún að búa þar og ala upp börn sín. „Mér finnst gott að ala upp börnin mín hérna. Þó svo að það sé ekki allt til alls hér þá er mjög stutt í allt hérna. Mér finnst bara fríðindi og forréttindi að búa hérna, þetta er svo stutt frá öllu, en svo kemur maður bara hérna í þess vin í eyði- mörkinni, þar sem maður getur bara notið náttúrunnar, fegurðar- innar og rólegheitanna, sem ég kannski nýt hvað best.“ Hvað má bæta í Garðinum að mati formanns bæjarráðs? „Það þarf að bæta tómstundastarf fyrir yngri kynslóðina, þar má alltaf gera betur. Við þurfum líka að halda við ákveðnu starfi eins og bættum samgöngum, því það er lykilatriði fyrir okkur hérna. Við þurfum líka að fegra bæinn okkar, halda honum fallegum og hreinum þannig að hann verði ákjósanlegur fyrir íbúa og gesti. Svo tel ég að við verðum að halda uppi blómlegu tómstundalífi, félagslífi og menn- ingu. Þannig fáum við fólk til þess að sækja okkur heim og okkur til þess að halda áfram að búa hérna.“ Pollapönkarar gáfu sér tíma með aðdáendum sínum. Norrænir vinir Garðbúa stigu léttan dans. Bæjarstjórinn í Garði á erfitt með að finna sér húsnæði - Hefur áhyggjur af þróun mála

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.