Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 03.07.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 3. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Ferðin til Ameríku markaði upphafið Gunnar Marel Eggertsson sigldi Íslendingi, sem hann byggði sjálfur, yfir Norður-Atlantshaf og til Amer- íku, sömu leið og Leifur Eiríksson 1000 árum fyrr. „Þá var í gangi í Bandaríkjunum sýning á vegum Smithsonian stofnunarinnar sem hét North Atlantic saga. Ákveð- inn samstarfsgrundvöllur verður til á milli Gunnars og Reykjanes- bæjar og Smithsonian sem lánar til langs tíma muni sem voru á þeirri sýningu. Í kjölfar ferðar Gunnars komu munirnir hingað til lands og skipið líka,“ segir Sveinn. Víkinga- heimar voru síðan byggðir utan um munina, Íslending og um- rædda sýningu. Síðan þá hafa orðið svolitlar breytingar. Þéttar sýningar hafa verið og tveimur vinsælum sýningum bætt við. Ein sýning er Örlög guðanna, eftir Ingunni Ásdísardóttur o g K r i s t í n u Gunnarsdóttur, m e ð t ó n l i s t e f t i r Hi l mar Örn Hilmars- son allsherjar- go ða . Þar er með hljóðleiðsögn farið yfir goða- fræðina í sex sögum. Einnig er þar sýningin Söguslóðir á Íslandi, um merkar söguslóðir fyrir íslenska sögu. „Auk þeirra er sýning sem heitir Landnám á Íslandi og þar eru fornminjar sem hafa verið grafnar upp á Suðurnesjum, annars vegar í Vogi í Höfnum og hins vegar á Hafurbjarnarstöðum í Sandgerði. Og svo að sjálfsögðu er Íslendingur sjálfur,“ segir Sveinn. Skipið Íslendingur stærsti segullinn Heilmargt er að skoða í Víkinga- heimum og margar fróðlegar upp- lýsingar. Að sögn Sveins er skipið Íslendingur þó nokkurs konar segull fyrir safnið. „Við sjáum það alveg frá Reykjanesbrautinni. Hér eru stórir glerveggir svo að það sést auðveldlega. Hingað koma margir sem eru forvitnir um skipið. Þegar þeir svo koma inn upplýsi ég þá hvað er meira merkilegt að sjá. Þá verða margir heillaðir þegar þeir hafa gengið í gegn og skoðað.“ Ekki er um almenna leiðsögn fyrir einstaklinga í safninu en hægt er að biðja fyrirfram um leiðsögn fyrir hópa. „Það getur verið erfitt fyrir okkur að sinna einstaklingum ef það eru margir á safninu en hún er að sjálfsögðu í boði ef um það er beðið sérstaklega. Þá leiðum við fólk aðeins um safnið og sýnum hvað er í boði. Svo er hljóðleið- sögnin í Örlögum guðanna, þar sem hlustað er á goðafræðina. En að sjálfsögðu leggjum við mikla áherslu á sögu skipsins Íslend- ings.“ Upplifun gesta gefandi Sveinn hefur verið for- stöðumaður Víkinga- heima í þrjú ár. Hann er ánægður og segir starfið gefa sér mikið. „Ég hitti margt fólk, bæði Íslend- inga og erlent. Það er gott að sjá og heyra sýn erlendra gesta á tengsl Íslendinga, eða víkinganna eins og þeir horfa á þá, við sín heimkynni. Og þá kannski sérstaklega Breta og Ameríkana. Upplifun þeirra er stórkostleg þegar þeir fara um borð í Íslending og lesa svo um söguna.“ Sveinn hefur eðlilega kynnt sér norræna goðafræði vel eftir að hann hóf störf. „Ég var ekkert mjög fróður um þetta þegar ég byrjaði en hef lært heilmikið síðan. Einnig hef ég fræðst um skipasmíðar því hingað koma skipasmiðir sem eru alveg dolfallnir yfir Íslendingi og þeir koma frá ýmsum löndum.“ Og spurningar sem Sveinn fær eru margar hverjar stórkostlegar. „Þannig að ég hef aldeilis þurft að kynna mér það efni og Gunn- ar Marel hefur frætt mig mikið. Sem betur fer því það er fullt af hlutum þarna sem eru mjög merki- legir sem tengjast þessum gömlu skipum okkar, eins og babb í bátinn og allt í húfi,“ segir Sveinn. -viðtal pósturu olga@vf.is Ferðaskrifstofan Travice hefur starfsemi sína: Ætla að koma Reykjanesi á kortið ■uNý ferðaskrifstofa hefur verið stofnuð á Reykjanesi. Að henni standa ýmsir aðilar í ferðaþjón- ustu og áhugasamir einstakling- ar sem vilja efla ferðaþjónustu þar. Með stofnun hennar vonast Travice til að geta styrkt ferða- þjónustu á svæðinu til muna. Inga Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri en hún hefur áralanga reynslu í ferða- þjónustugeiranum. Um Reykjanes fer gífurlegur fjöldi erlendra ferðamanna ár hvert sem oftast nær nýtir sér ekki að skoða þá stórbrotnu náttúrufegurð sem svæðið hefur að geyma. Ferðaskrifstofan mun einbeita sér að því að ná til þeirra ferða- manna sem hafa áhuga og tíma til að skoða svæðið. Travice ætlar að leggja mikla áherslu á að markaðs- setja Reykjanesið eða „koma því á kortið“ eins og sagt er. Nálægðin við höfuðborgina er kostur og ætlar Travice að nýta sér það og jafnframt vinna með ferðaþjónustuaðilum víðsvegar um land. „Með auknum gæðum og sam- starfi aðila á svæðinu vonast Tra- vice til að ferðaþjónusta geti orðið ein af öflugustu atvinnugreinum á Reykjanesi. Hér er stórfenglega náttúru að finna, gott menningarlíf og frábært fólk sem Travice hlakka til að vinna með í framtíðinni,“ segir Inga Guðmundsdóttir í til- kynningu frá fyrirtækinu. Travice er nú fullgild ferðaskrifstofa. Skrifstofa fyrirtækisins er í Heklunni í Ásbrú, Grænásbraut 506. Vefsíða fyrirtækisins er enn í vinnslu en von- ast er til að hún fari fljótlega í loftið. Hægt er að senda ferðaskrifstofunni póst á info@travice.is. ■■ Heilmargt að skoða í Víkingaheimum: Sjá Íslending frá Reykjanesbraut Víkingasafnið í Reykjanesbæ var opnað formlega á þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 2009. Skipið Íslendingur er þekktasti safngripurinn, smíðað af Gunnari Marel Eggertssyni árið 1996. Víkurfréttir kíktu á safnið og hittu þar fyrir forstöðumanninn Svein V. Björgvinsson. Það er fullt af hlutum þarna sem eru mjög merki- legir sem tengjast þessum gömlu skipum okkar, eins og babb í bátinn og allt í húfi Fyrir hönd aðstandenda Benedikt Kristjánsson Ragnhildur Helga Benediktsdóttir Hagbarður Marinósson Kristján Heiðberg Benediktsson Ásdís Viggósdóttir Aron Ívar Benediktsson Helga Guðmundsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og dóttir Kristín Gunnarsdóttir kennari, Grænagarði 5, Keflavík, áður til heimilis í Bolungavík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt mánudagsins 30. júní. Kveðjuathöfn verður frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. júlí kl. 13:00. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungavík laugardaginn 12. júlí kl. 14:00.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.